Velferð - 01.06.2019, Síða 26
26 Málgagn Hjartaheilla
kemur. Hvort sem saltið er í formi kristalla, fl aga eða korna þá
inniheldur saltið natríum sem getur hækkað blóðþrýstinginn.
Það er til svokallað heilsusalt þar sem natríum hefur verið
minnkað og kalíum notað í staðinn sem hefur ekki sömu áhrif
á blóðþrýstinginn. Helsti ókosturinn við þetta salt er að það
er nokkuð bragðminna en venjulegt salt og fólk á það til að
nota meira af því og er þá komið í sömu stöðu og við að nota
venjulegt salt.
Við þurfum meira salt í heitu loftslagi! Þetta er algengur
misskilningur en við missum afar lítið salt í heitu loftslagi
nema við séum undir miklu líkamlegu álagi t.d. vegna íþrótta.
Það sem við þurfum að passa sérstaklega í heitu loftslagi er að
fá nægan vökva.
Það er hætta á saltskorti ef ég dreg of mikið úr saltinu! Hjá
heilbrigðu fólki eru engar líkur á að saltskortur verði í líkam-
anum því salt er náttúrulega í mörgum matvælum og það er
afar erfi tt að fá ekki nægt salt.
Ég myndi vita ef ég væri með of háan blóðþrýsting! Lang-
fl estir þeirra sem hafa greinst með of háan blóðþrýsting eru
einkennalausir. Eina leiðin til að vita hvort blóðþrýstingur-
inn sé í lagi er að mæla hann reglulega. Regluleg mæling er
nauðsynleg því blóðþrýstingurinn sveifl ast yfi r daginn og ein
mæling segir lítið um blóðþrýstinginn þinn.
Ég er á blóðþrýstingslækkandi ly um og þarf því ekki að
hafa áhyggjur af salti! Það er algengur misskilningur að
salt hafi ekki áhrif á blóðþrýsting hjá einstaklingum sem
eru viðkvæmir fyrir salti, þegar lyf gegn hækkuðum blóð-
þrýstingi eru tekin. Rannsóknir hafa sýnt að ofneysla salts
getur dregið úr virkni blóðþrýstingslækkandi ly a og að
saltskerðing geti dregið úr ly aþörf vegna háþrýstings.
Það er hangikjöt í matinn og hvað! Auðvitað er ekki hægt að
forðast alveg saltan eða reyktan mat. Unnin matvæli auð-
velda okkur lífi ð, saltur og reyktur matur tengist mjög ís-
lenskri matarhefð. Helsta ráðið til að draga úr saltneyslu er
að borða minni skammta af þeim matvælum sem eru sölt eða
reykt og borða samhliða vel af grænmeti og ávöxtum sem eru
rík af kalíum. Kalíum auðveldar líkamanum að losa sig við
natríum, en natríum er það efni í saltinu sem veldur mörgum
óþægindum t.d. bjúg eða hækkuðum blóðþrýstingi.
Saltríkar fæðutegundir:
• Tilbúnar máltíðir• Pakka- eða dósa- súpur og sósur
• Reykt og/eða saltað kjöt og fi skur
• Tilbúnar sósur t.d. soya-, pasta-, chili- og tómatsósa auk
annarra tilbúinna sósa
• Brauð
• Dósamatur t.d. bakaðar baunir, kjöt og fi skur
• Brauðálegg t.d. ostur, kjöt- og fi skiálegg
• Unnar kjötvörur t.d. pylsur, beikon, salamí, peperóní o.fl .
• Kartöfl ufl ögur, saltstangir og saltaðar hnetur
• Kjöt-, fi ski- og grænmetiskraftur
• Kryddblöndur
• Morgunkorn
Það þarf ekki að hætta að borða saltríkar fæðutegundir held-
ur aðeins að takmarka magn þeirra og borða þær kannski
sjaldnar. Gott er að hafa í huga að oft er hægt að fá sambæri-
lega vöru en með minna salti. Því er mikilvægt að rífa sig upp
úr vananum lesa næringarupplýsingarnar sem eru á matvör-
unni og velja hollari kostinn.
Verði þér að góðu!
Belladonna • Skeifunni 8, 108 Reykjavík