Velferð - 01.06.2019, Page 27

Velferð - 01.06.2019, Page 27
Velferð 27 Próteinríkur matur nauðsynlegur Góð hreyfi færni og sterkir vöðvar eru mikilvægir til að eldra fólk sé áfram fært um að framkvæma daglegar athafnir. Til að varðveita vöðvamassa þarf að hreyfa sig daglega en einnig borða matvörur sem eru próteinríkar, það er fi sk, kjöt, egg, mjólkurvörur, baunir og linsur. Það er auðveldara að fá nægjanlegt prótein ef matur sem inniheldur prótein er hluti af öllum máltíðum dagsins. Það er til dæmis hægt að byrja daginn á að fá sér sýrðar mjólkurvörur eða egg. Sem þumal- puttaregla þá ætti magnið af fæðutegundum sem innihalda mikið prótein að vega jafn mikið og áður – jafnvel þó matar- lystin hafi eitthvað minnkað. Það ætti frekar að koma fram í aðeins minna magni af meðlæti. D-vítamín og kalk Bæði D-vítamín og kalk eru mikilvæg fyrir beinin, ekki síst þegar aldurinn færist yfi r. Lágt gildi D-vítamíns í blóði, samhliða lítilli kalkneyslu tengist minni beinþéttni og minni lífslíkum. Einnig aukast líkur á byltum hjá eldra fólki. D-vítamín myndast í húðinni fyrir áhrif út ólublárra geisla sólar. Á Íslandi er myndun D-vítamíns í húð ófullnægjandi yfi r vetrarmánuðina. Eins myndast minna D-vítamín í húð- inni þegar fólk eldist og við það bætist að aldraðir eru oft meira innan dyra og njóta ekki sólarljóss í sama mæli og áður. Fáar fæðutegundir innihalda D-vítamín í einhverju magni, þá helst í feitum fi ski t.d. laxi, bleikju, síld og makríl, D-vítamínbættum vörum, t.d. D-vítamínbættri drykkjar- mjólk og smávegis í eggjum. Því er mælt með að taka inn D-vítamín sem fæðubótarefni. Til að tryggja góðan D-vítamín hag er mælt með að: • Taka inn D-vítamín sem fæðubótarefni, annaðhvort lýsi eða D-vítamíntöfl ur daglega. Ráðlagður dag- skammtur af D-vítamíni er 15 míkrógrömm til 70 ára aldurs en 20 míkrógrömm fyrir 71 árs og eldri. Þetta samsvarar magninu í 10 ml af þorskalýsi sem ein venju- leg heimilismatskeið gefur. • Borða feitan fi sk að minnsta kosti einu sinni í viku. Feitur fi skur er náttúruleg uppspretta D-vítamíns. • Neysla á D-vítamínbættum vörum getur stuðlað að bættum D-vítamínhag. D-vítamín hjálpar til við upptöku á kalki. Ef neytt er 500 ml. sem samsvarar tveimur glösum, diskum eða dósum af mjólk eða mjólkurvörum á dag og/eða osti, fæst bæði nægjanlegt magn af kalki og mikilvæg prótein. Þeir sem ekki vilja mjólk geta fengið kalkbætta sojamjólk og aðrar kalkbættar vörur eða tekið kalktöfl ur. Nægur vökvi yfi r daginn Tilfi nning fyrir þorsta minnkar með aldrinum og því þarf eldra fólk að gæta þess sérstaklega að fá nægan vökva yfi r daginn. Erfi tt er að segja nákvæmlega til um hversu mikið hver og einn þarf en ágætt viðmið er um 1,5-2 lítrar yfi r daginn. Rétt er að nefna að allir drykkir teljast með, það er vatn, mjólk, kaffi og te. Mikilvægt að fylgjast með þyngdinni Viðmið um heilbrigða þyngd hjá eldra fólki eru ekki þau sömu og hjá yngra fólki og er jafnvel talið gott að vera með smá varaforða. Því er almennt ekki ráðlagt að eldra fólk fari í megrun vegna hættu á að missa vöðva sem erfi tt er að byggja upp aftur á efri árum. Hinsvegar er mikilvægt að fylgjast með þyngdinni og ef fólk léttist skyndilega er rétt að hafa samband við heimilislækni. Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingar, Embætti landlæknis Dr. Ólöf Guðný Geirsdóttir, dósent hjá Matvæla- og nær- ingarfræðideild HÍ & verkefnastjóri hjá Rannsóknarstofu HÍ & LSH í öldrunarfræðum. Af vef Landlæknis: Næring eldra fólks sem er við góða heilsu Eldra fólk, sem er við góða heilsu, getur haft gagn af almennum ráðleggingum um mataræði en þó með aðeins öðrum áherslum. Orkuþörfi n minnkar með aldrinum, aðallega vegna vöðvarýrnunar og minni hreyfi ngar. Þörfi n fyrir vítamín og steinefni minnkar hins vegar ekki með aldrinum og þörfi n fyrir prótein eykst. Fyrir eldra fólk, sem hefur minni matarlyst, er sérstaklega mikilvægt að minni fæðuskammtur gefi meira magn af próteini en um leið sama magn af vítamínum og steinefnum. Heilkornavörur (t.d. hafragrautur og heilkornabrauð) ásamt grænmeti og ávöxtum eru góð uppspretta tre a og næringarefna. Soðið grænmeti er jafngóður tre agjafi og hrátt grænmeti. Þetta er hins vegar orkusnauður matur og má ekki taka pláss frá öðrum næringar- og próteinríkum mat. Fyrir eldra fólk sem er veikt eða borðar lítið þarf að gera einstaklings- bundnar ráðstafanir til að uppfylla næringarþörf og koma í veg fyrir vannæringu.

x

Velferð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.