Fréttablaðið - 21.11.2019, Side 2
Veður
A- átt, 13-18 m/s með suðurströnd-
inni fram yfir hádegi, annars mun
hægari. Dálítil rigning suðaustan
til, en bjart veður norðan heiða.
Hiti 1 til 7 stig, en víða 0 til 5 stiga
frost á N- og A-landi. SJÁ SÍÐU 26
Börn minna á rétt sinn
Fjölmörg börn úr bæði leik- og grunnskólum mæltu sér mót á Skólavörðuholti í gær á alþjóðlegum degi barnsins. Þau gengu niður
Skólavörðustíg og minntu á réttindi sín með kröfuspjöldum á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
PREN
TU
N
.IS
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
PREN
TU
N
.IS
LAUFABRAUÐ
eftir norðlenskri uppskrift
................................................
Hægtað pantasteikt ogósteikt
DÓMSMÁL „Við erum að fá hingað
þennan frábæra sérfræðing frá
Skotlandi sem er framkvæmdastjóri
Scottish Mediation og hann ætlar
að segja okkur hvernig Skotar hafa
verið að gera þetta,“ segir Dagný Rut
Haraldsdóttir, sáttamiðlari, lög-
fræðingur og stjórnarmaður Sáttar.
Í dag klukkan 15 verður haldið
málþing um sáttamiðlun í húsa-
kynnum Íslenskrar erfðagreiningar
þar sem Graham Boyack mun flytja
erindi um innleiðingu sáttamiðlun-
ar í Skotlandi. Sátt, félag um sátta-
miðlun heldur málþingið og segir
Dagný sáttamiðlun vera að ryðja
sér til rúms á Íslandi.
„Sáttamiðlun er það kallað þegar
hlutlaus þriðji aðili leiðir og stýrir
ferli þar sem markmiðið er að hjálpa
málsaðilum að ná samkomulagi,“
segir Dagný. „Þetta ferli má nota í
hinum ýmsu málum, til dæmis við
nágrannaerjur, í viðskiptum og í
rauninni á þetta heima alls staðar
þar sem fólk á í deilum,“ bætir hún
við.
Dagný segir mun ódýrara að
útkljá ýmis mál með sáttamiðlun
en í dómskerfinu. „Þetta kostar
okkur miklu minna ef talið er beint
í beinum peningum og líka ef við
lítum á tíma,“ segir hún.
„Svona getum við leyst f lókin
mál með nokkrum fundum sem
taka í mesta lagi nokkrar vikur á
móti mörgum mánuðum eða jafn-
vel árum í dómskerfinu,“ segir hún.
Árið 2013 var sett í barnalög
skyldubundin sáttameðferð við
skilnað eða sambúðarslit tveggja
aðila sem eiga saman barn.
„Með því að setja þetta inn í
barnalögin hefur þekkingin og
reynslan á sáttamiðlun aukist. Við
sjáum að miklu færri mál eru að fara
fyrir dómara og í úrskurð hjá sýslu-
manni,“ segir Dagný. Árið 2014 kom
351 slíkt mál á borð Sýslumannsins
á höfuðborgarsvæðinu og þar af fór
261 þeirra í sáttamiðlun.
„Þetta hefur gefið góða raun og
í rauninni ætti það að vera þannig
að ef upp kemur deila þá sé sátta-
miðlun fyrsta skrefið sem er reynt
en ekki dómskerfið,“ segir Dagný.
Hún segir sáttamiðlun eiga við í
hinum ýmsu málum, bæði einka-
málum og sakamálum. „Íslendingar
eru bara alltaf svolítið seinir til, og
ef við horfum á löndin í kringum
okkur þá er þetta úrræði notað
mun meira þar en hér. Á málþing-
inu munum við heyra hvernig þetta
gengur til í Skotlandi en ætla má að
Skotar séu um tíu árum á undan
okkur í þessu,“ segir hún.
Kolbrún Benediktsdóttir vara-
héraðssaksóknari tekur undir orð
Dagnýjar og segir að hægt væri að
notast við sáttamiðlun í mun meiri
mæli en gert er. „Þetta er mjög gott
úrræði og það er sorglegt hvað það
er lítið notað. Ég held að þetta gæti
verið stórgott úrræði í ýmsum saka-
málum,“ segir Kolbrún.
birnadrofn@frettabladid.is
Sáttamiðlun notuð í of
litlum mæli hér á landi
Dagný Rut Haraldsdóttir sáttamiðlari segir sáttamiðlun ódýrari kost en að
mál veltist um í dómskerfinu. Úrræðið mætti nýta í mun fleiri málum. Á mál-
þingi um sáttamiðlun í dag verður meðal annars fjallað um reynslu Skota.
Þetta kostar okkur
miklu minna ef
talið er í beinum peningum
og líka ef við lítum á tíma.
Dagný Rut
Haraldsdóttir,
sáttamiðlari og
lögfræðingur
UMHVERFISMÁL „Hér er verið að
kynna áform um lagasetningu og
leitað eftir ábendingum almenn-
ings og hagsmunaaðila sem er
mikilvægt skref í þessu stóra verk-
efni,“ segir Guðmundur Ingi Guð-
brandsson umhverfisráðherra um
fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð.
Þverpólitísk nefnd um undirbún-
ing að stofnun þjóðgarðsins hefur
unnið að þeim áherslum sem fyrir-
hugað lagafrumvarp mun byggja á.
Þær áherslur hafa nú verið kynntar
í samráðsgátt stjórnvalda.
Þar kemur fram að vegna sérstöðu
og stærðar væntanlegs hálendis-
þjóðgarðs sé talið rétt að setja sér-
lög um hann frekar en að friðlýsa
svæðið á grundvelli gildandi laga.
Samhliða verði lagt fram frumvarp
um stofnun sem fer með málefni
allra friðlýstra svæða.
Þá er gert ráð fyrir því að sérlög
um Vatnajökulsþjóðgarð falli niður
þar sem hann verði hluti hálendis-
þjóðgarðs. – sar
Kynna áform
um þjóðgarð
+PLÚS
Málþing um sáttamiðlun verður haldið í dag. NORDICPHOTOS/GETTY
DÓMSMÁL Skúli Mogensen, fyrr-
verandi forstjóri WOW air, hefur
gert kröfu til Héraðsdóms Reykja-
víkur um að Sveini Andra Sveins-
syni verði vikið frá störfum sem
skiptastjóra þrotabús flugfélagsins.
Skúli byggir á því að skiptastjór-
inn hafi veitt rangar og villandi
upplýsingar um mikilvæg mál-
efni búsins, bæði í fjölmiðlum og
á skiptafundum. Með þeim hafi
Sveinn Andri rýrt verulega það
traust sem til hans þurfi að ríkja
sem skiptastjóra.
Vísar hann annars vegar til
umfjöllunar Fréttablaðsins um
kaup Ballarin á eignum þrotabúsins
en haft var eftir Sveini Andra í frétt-
inni að uppsett kaupverð væri þegar
greitt.
Á skiptafundi hefðu skipta-
stjórar verið inntir eftir því hvort
einhver tengsl væru milli þeirra
og umrædds kaupanda og þeir
svarað því að svo væri ekki, hvorki
við kaupandann né forsvarsmenn
hans. Við nánari athugun hafi þó
komið í ljós að lögmaðurinn Páll
Ágúst Ólafsson, sem gætti hags-
muna umrædds kaupanda hér á
landi, hafi starfsstöð í sama húsi og
Sveinn Andri og deili með honum
kaffistofu, fundarherbergi og prent-
urum.
Skúli byggir kröfu sína einnig á
meintri vanrækslu Sveins við upp-
lýsingagjöf, bæði um skiptakostnað
og þóknanir og á því að Sveinn
Andri hafi tekið sér þóknun af fé
búsins án þess að hafa til þess við-
hlítandi heimild.
Krafa Skúla verður tekin fyrir í
Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu
viku. – aá
Vill skiptastjóra
WOW úr starfi
Skúli Mogensen,
fyrrverandi for-
stjóri WOW air.
2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
1
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
4
9
-2
1
4
4
2
4
4
9
-2
0
0
8
2
4
4
9
-1
E
C
C
2
4
4
9
-1
D
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
2
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K