Fréttablaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 12
Ekki lemja aðra
þangað til þeir eru
sammála.
Kristín Ásta
Sigtryggsdóttir
Að við fáum hollan
mat og að við
megum stundum vera inni í
frímínútum.
Hlynur Egill
Vignisson
Lára Rún Eggertsdóttir og Jón Illugi Benedikts-son eru bæði í 6. bekk Laugarnesskóla sem er réttindaskóli UNICEF en Hlynur Egill Vignis-
son og Kristín Ásta Sigtryggsdóttir
eru í 5. bekk skólans. Þau eiga það
sameiginlegt að vera öll í rétt-
indaráði skólans. Þess má geta að
í anda réttindaskólans var dregið
um hvaða krakkar kæmu í viðtal
við Fréttablaðið fyrir hönd skólans
en margir voru viljugir til að sinna
þessu verkefni. Nánar er tiltekið
hvað felst í því að vera réttindaskóli
í viðtali við skólastjórann, Sigríði
Heiðu Bragadóttur, á næstu síðu.
Hvað gerið þið í réttindaráðinu?
„Í réttindaráðinu erum við oftast
að tala um réttindi barna og hvað
við getum gert fyrir skólann. Eins
og á síðasta fundi þá vorum við að
hugsa um hvað við gætum gert á
degi eineltis. Og svo líka fáum við
alltaf köku,“ segir Lára.
Það hljómar ekki
illa að fá köku.
„Nema ef það
er alltof mikið
sú k k u laði á
henni,“ segir
K r i s t í n e n
hinir krakk-
arnir malda í
móinn og það
eru greinilega
skiptar skoðanir
um hversu mikið
súkkulaði er of mikið.
„Kokkkurinn í skólanum
er geggjaður,“ segir Lára.
Hvað eru mikilvæg réttindi í skól-
anum?
„Í skólanum er það að engum sé
strítt og það sé ekki verið að leggja í
einelti,“ segir Jón.
Hvað getur maður gert til að fram-
fylgja þessum markmiðum?
„Tala mikið um réttindi og hvern-
ig maður á að segja stopp, labba í
burtu og segja frá,“ segir Jón.
„Ég hef lært að það er mjög slæmt
að leggja í einelti,“ segir Hlynur um
það sem hann hefur lært á veru
sinni í ráðinu.
„Réttindi sem mér finnst fylgja í
skólanum er að hafa leyfi til að tjá
sig. Og að allir eigi rétt á mat,“ segir
Lára.
Hvaða önnur réttindi væri hægt
að nefna?
„Það er mjög mikilvægt að við
erum jöfn en ekki eins,“ segir Lára.
„Þegar við áttum einu sinni að
vera með húfu voru tvær stelpur
með buxur í staðinn. Sumir voru
með derhúfu eða jólahúfu en þær
voru bara með buxur,“ segir Kristín.
Hefur það að vera í réttindaráð-
inu breytt því hvernig þið hugsið um
hlutina?
„Já, maður er meðvitaðri um
stríðni,“ segir Jón.
„Stundum grínast ég
í mömmu og pabba
og segi – það eru
réttindi að ég borði
það sem ég vil
borða,“ segir Lára
og Jón bætir við
að hann geri líka
svona grín heima.
„ U m d a g i n n
þegar það var svo
mikil rigning úti sagði
ég við kennarann að við
ættum rétt á því að vera inni
í hlýjunni í frímínútum,“ segir Lára.
„Það er auðveldara að tjá sig þegar
þú ert búinn að heyra meira um
Barnasáttmálann,“ segir Jón.
„Ég held að allir í skólanum viti
réttindi sín og viti hverju þeir eiga
rétt á af því að við erum alltaf að
tala um það. Það erum ekki bara við
í réttindaráðinu sem vitum hvernig
réttindin eru. Við erum oft að tala
um það um morguninn í söngnum,“
segir Lára en dagurinn í Laugarnes-
skóla byrjar alltaf á söng.
Eru réttindi að fá góðan mat í skól-
anum?
Allir svara þessari spurningu
játandi.
„Það eru réttindi að fá hollan
mat. Ekki bara nammi heldur
góðan mat. Það eru margir krakkar
að mótmæla því að það sé fiskur á
mánudögum og miðvikudögum en
við eigum rétt á því að fá eitthvað
hollt sem er gott fyrir mann,“ segir
Lára.
Vont fólk á móti Barnasáttmála
Finnst ykkur Bar nasátt málinn
mikilvægur?
Svarið er hátt og skýrt já frá
öllum, sannfæringin er greinilega
mikil.
„Einu sem eru á móti honum eru
ábyggilega Donald Trump og Hitl-
er,“ segir Lára.
„Hitler er steindauður,“ segir
Hlynur.
„Það er bara vonda fólkið sem er
á móti honum, Donald Trump, Kim
Jong-un og sálin í Hitler,“ áréttir
Lára.
Á móti kemur að þeim finnst
Réttur til
að lifa og
þroskast
Inga Rún
Sigurðardóttir
ingarun@frettabladid.is
Það er mikilvægt að fá að tjá sig og
hafa eitthvað að segja um umhverfi
sitt. Frjáls leikur er nauðsynlegur
og það eru ekki allir sammála um
hversu mikið súkkulaði er of mikið.
Það er bara vont fólk á móti Barna-
sáttmálanum en sáttmálinn náði
þeim áfanga að verða 30 ára í gær.
Vettvan
gur
Skapa þ
arf vett
vang þa
r
sem bö
rn eru ö
rugg og
öll börn
in taka
þátt.
Rödd
Börn fái nauðsyn-
legar upplýsingar til að
koma sjónarmiðum á
framfæri.
Raunveruleg og sýnileg áhrif
Fyrsta barnaþingið verður haldið
í Hörpu í dag en þar er fjölbreytt-
um hópi barna af öllu landinu
boðið til þátttöku.
Af hverju er mikilvægt að halda
barnaþing?
„Einfaldasta svarið við þessari
spurningu er að okkur ber skylda
til að hlusta á börn og taka mark á
því sem þau hafa segja um sitt líf
og samfélag,“ segir Salvör Nordal,
umboðsmaður barna, sem boðar
til þingsins.
„Barnasáttmálinn leggur
áherslu á rétt barna til að fá að
láta skoðanir sínar í ljós í öllum
málum sem þau varða. Mark-
mið barnaþingsins er að skapa
vettvang á forsendum barna, þar
sem þau fá tækifæri til að ræða
við önnur börn, fá að láta í ljós
skoðanir sínar og upplifa að á þau
sé hlustað og mark á þeim tekið,“
segir Salvör sem lýsir barnaþing-
inu sem nokkurs konar þjóðfundi
barna þar sem þeim gefist tæki-
færi til að ræða hugmyndir og
skoðanir sínar á þeim málum sem
þeim finnist mikilvæg.
Eftir hádegi koma síðan full-
orðnir þátttakendur á fundinn,
meðal annarra alþingismenn, ráð-
herrar, fulltrúar félagasamtaka og
aðila vinnumarkaðarins.
Barnaþingið verður einstakur
vettvangur fyrir umræður barna
um mál sem á þeim brenna og
verður haldið eftirleiðis annað
hvert ár, útskýrir Salvör.
„Við erum því að byrja eitthvað
alveg nýtt og spennandi. Um-
boðsmaður mun síðan vinna að
því að niðurstöður þingsins hafi
raunveruleg áhrif á stefnumótun
og þróun í málefnum barna. Á
næsta barnaþingi verður gerð
grein fyrir því hvernig sjónarmið
barnanna höfðu áhrif á stefnu-
mótun þannig að börn upplifi að
þátttaka þeirra á barnaþingi hafi
haft raunveruleg og sýnileg áhrif,“
segir Salvör sem er sannfærð um
að barnaþing eigi í framtíðinni
eftir að vera öflugur vettvangur
fyrir samráð við börn um hugðar-
efni þeirra.
Leggja vel við hlustir
Hverju ertu spenntust fyrir á
þinginu?
„Það er mjög erfitt að nefna
eitthvað eitt – ég er spennt fyrir
öllu og að sjá hvernig stemningin
verður, en mest hlakka ég til þess
að hitta börnin sem eru þingfull-
trúar. Við höfum lagt okkur fram
um að undirbúa þetta vel og við
erum mjög stolt yfir því að halda
fyrsta barnaþingið í Hörpu sem
á eftir að gefa þinginu glæsilega
umgjörð. Við erum með frábært
fólk með okkur í skipulagning-
unni eins og Pálmar Ragnarsson
sem mun sjá um að halda uppi
stemningu allan fundinn,“ segir
hún.
„Það verður ótrúlega gaman
að fá að fylgjast með vinnu
barnanna og umræðum. Börnin
eru valin með slembivali og þau
koma víða að af landinu. Með
þessu móti heyrum við frá breið-
um hópi barna. Það er gríðarlega
mikilvægt fyrir mitt embætti að
heyra hvað börnum finnst um sín
mál og fá þannig þeirra aðstoð
við að móta áherslur í starfinu
til næstu ára. Við munum hlusta
mjög vel á skilaboð barnanna og
það verður síðan mitt hlutverk að
fylgja málum eftir við stjórnvöld.“
Salvör Nordal.
Obama 0 prósent vondur en Hlynur
hefur trú á því að það sé 1 prósent
gott í Donald Trump. Í kjölfarið
spinnast umræður um að JóiPé og
Króli eða Herra Hnetusmjör ættu að
gera lag um Obama.
Loftslagsmálin mikilvæg
Þeim finnst loftslagsmálin tengjast
sterkt inn í réttindi barna.
„Það voru margir í skólanum að
skrópa og fara að mótmæla. Mig
langaði að gera það en ég var hrædd
um að ég þyrfti þá að gera stærð-
fræðina heima. Ég er mjög mikið
með þeim sem eru að mótmæla.
Það er verið að brjóta á réttindum
barna. Það er verið að skemma
framtíðina okkar og það tengist
réttindum barna til að lifa og þrosk-
ast,“ segir Lára.
„Ég er með annað með Barna-
sáttmálann sem er vernd og öryggi
fyrir framtíðina. Ef einhver er bara
tveggja ára og svo deyja
allir. Það er ekki sann-
gjarnt,“ segir Jón.
Þ e i m f i n n s t
ákveðin innlegg
í b a r át t u n n i
v ið lof t slags-
breytingar að
fólk keyri um á
rafmagnsbílum
eða hjóli.
„Ég var alltaf
s vo st r e s s aðu r
með loftslagsbreyt-
ingarnar og plastið í
sjónum. Flestir voru að
segja við mig – þetta gerist ekki.
Fleiri
frjálsa
tíma!
TILVERAN
2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
1
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
4
9
-1
C
5
4
2
4
4
9
-1
B
1
8
2
4
4
9
-1
9
D
C
2
4
4
9
-1
8
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K