Fréttablaðið - 21.11.2019, Qupperneq 19
Það er harmþrungið að sjá það skilnings- og þekkingarleysi sem einkennir alla umræðu
um verðtryggingu. Þetta skiln-
ingsleysi blasir við í aðfararorðum
forsætisráðuneytis við skipun
nefndar sem skoða á aðferðafræði
við útreikning vísitölu neysluverðs
í tengslum við verðtryggingu. Þar
segir:
Í samræmi v ið y f irlýsing u
ríkisstjórnar um markviss skref
til afnáms verðtryggingar frá 3.
apríl 2019, hefur forsætisráðherra
skipað nefnd um aðferðafræði við
útreikning vísitölu neysluverðs.
Verkefni nefndarinnar er að skoða
aðferðafræði við útreikning vísi-
tölu neysluverðs út frá alþjóðlegum
samanburði og leita álits erlendra
sérfræðinga. Meðal annars verði
aðferðafræði við húsnæðislið vísi-
tölunnar tekin til athugunar auk
svokallaðs vísitölubjaga.
Hvað er verðtrygging?
Samkvæmt umsögn með Ólafs-
lögum er tilgangur verðtryggingar
að koma í veg fyrir eignatilfærslur
knúnar fram af verðbólgu. Sam-
kvæmt umsögn með núverandi
lögum á verðtryggingin að leiðrétta
fyrir rýrnun gjaldmiðilsins.
Skilgreiningin og tilgangurinn
er því skýr og bundinn í lögin um
verðtryggingu.
Epli og appelsínur
Mikilvægt er að allir sem fjalla um
verðtryggingu geri sér grein fyrir að
ef rýrnun gjaldmiðils er appelsína
þá er breyting á vísitölu neyslu-
verðs epli. Rýrnun gjaldmiðils á
vinnusvæði sínu eða lækkun innra
virðis hans er hér um bil aldrei jöfn
hækkun vísitölu neysluverðs! Þótt
vísitala neysluverðs sé fullkomlega
reiknuð út án vísitölubjaga er breyt-
ing hennar ekki jöfn breytingum á
innra virði gjaldmiðilsins. Þetta er
einfaldlega staðreynd samkvæmt
skilgreiningu. Það verður ekki fyrr
en þessi staðreynd rennur upp fyrir
samfélaginu að við getum tekið
örugg skref í rétta átt.
Klassísk hagfræði
Hagfræðingurinn, frumkvöðull-
inn og hugsuðurinn Carl Menger
innleiddi hugtök in um innra
og ytra virði hluta. Stóri mis-
skilningurinn sem umvefur fram-
kvæmd verðtryggingarinnar og
alla umræðu um hana er að ekki
er gerður greinarmunur á breyt-
ingum á innra og ytra virði krón-
unnar okkar. Tökum dæmi til að
skilja hver eðlismunurinn er: Við
erum stödd í byrjun september
og óvenjulega harður frostakaf li
umlykur Þykkvabæinn. Uppskeran
á kartöf lum bregst þetta árið. Fyrir
jólin fer að bera á kartöf luskorti.
Við þessi atvik rýkur verðið á kart-
öf lum upp. Af því að kartöf lur eru í
körfu vísitölu neysluverðs hækkar
hún. Þá er spurningin með krón-
una okkar, hefur hún rýrnað að
sama skapi? Svarið er nei. Krónan
getur áfram keypt jafnmörg lamba-
læri, jafnmargar pulsur, jafnmarga
dollara o.s.frv. Séu hugtök Mengers
notuð þá hefur ytra virði krónunn-
ar lækkað en innra virðið staðið í
stað í dæminu okkar.
Vísitala neysluverðs mælir breyt-
ingar á ytra virði krónunnar en það
Við eigum að mæta þörfum
borgarbúa, fækka skrefum
og stytta bið. Við eigum að
einfalda líf íbúa og fyrir-
tækja. Þess vegna ætlum við
að taka stór skref í tækni-
lausnum til hægðarauka
fyrir íbúa og fyrirtæki í
borginni.
Örn Karlsson
vélaverk
fræðingur
Um vísitölubjaga,
raunvaxtabjaga og
þekkingarbjaga
HLUTHAFAFUNDUR
Hluthafafundur Brims hf. verður haldinn fimmtudaginn
12. desember 2019 í matsal félagsins að Norðurgarði 1,
101 Reykjavík og hefst hann klukkan 17:00.
Fundurinn fer fram á íslensku.
DAGSKRÁ
1. Tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar um kaup félagsins á öllu hlutafé í
sjávarútvegsfyrirtækjunum, Fiskvinnslunni Kambi hf. og Grábrók ehf.
2. Önnur mál.
AÐRAR UPPLÝSINGAR
Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál tekin til
meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það
skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar á
netfangið hluthafafundur@brim.is með það
löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá
fundarins. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi
síðar en kl. 17:00 mánudaginn 2. desember 2019,
þ.e. 10 dögum fyrir fundinn.
Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni
krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki
atkvæðisréttar.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á
fundarstað.
Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta:
a) veitt öðrum skriflegt umboð
b) greitt atkvæði skriflega
Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn
þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu
félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að
finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og
hvernig þeim skuli skilað til félagsins.
Dagskrá, tillögur og öll skjöl sem lögð verða fyrir
fundinn eru hluthöfum tiltæk á íslensku, á heimasíðu
félagsins og á skrifstofu félagsins á venjulegum
skrifstofutíma. Endanleg dagskrá og tillögur verða
birtar viku fyrir fundinn.
Allar nánari upplýsingar um fundinn má finna á
vefsíðu félagsins www.brim.is
Stjórn Brims hf.
eru breytingar á innra virði hennar
sem skipta máli sem viðmið ef
koma á í veg fyrir eignatilfærslur
með verðtryggingu.
Í dæminu hér að ofan hækkaði
vísitala neysluverðs og þar með
allir verðtryggðir lánasamningar.
Þeir hækkuðu þrátt fyrir að krónan
héldi styrk sínum. Þeir hækkuðu
því að raungildi.
Með þessum hugleiðingum sjáum
við strax fleiri brotalamir í umræð-
unni um hagræn málefni. Raun-
reikningar, þ.e. raunvextir o.s.frv.
eiga samkvæmt klassískri hagfræði
að taka mið af breytingum á innra
virði krónunnar en ekki ytra virð-
inu eins og nú er gert. Þetta á einn-
ig við um verðbólgu. Samkvæmt
klassískri hagfræði er verðbólga
það náttúrulega fyrirbæri þegar
hagkerfi ryðja sig og innra virði
gjaldmiðilsins lagar sig að raun-
hagkerfinu í samræmi við peninga-
magnið. Í nútíma er gjarnan reynt
að mæla þessa hreyfingu á innra
virðinu með vísitölu undirliggjandi
verðbólgu. Við Íslendingar höfum
enn sem komið er ekki náð tökum
á slíkum mælingum eða þeirri hug-
myndafræði sem að baki liggur.
Að greina milli breytinga á innra
og ytra virði krónunnar?
Á einhverjum þröngum tímabilum
skiptir það litlu máli, þá ganga
breytingar á innra og ytra virðinu
nálægt takti af því að lítið er um
atvik sem hreyfa raunvirði einstak-
ara vara og vöruf lokka. En þetta er
eins og með veðrið, stormurinn
skellur á með litlum fyrirvara.
Slíkan storm fengum við í fangið
um áramótin 2003/2004. Þá hófst
nokkurra ára tímabil stórkost-
legrar gliðnunar milli breytinga
á innra og ytra virði krónunnar.
Tveir vöruf lokkar með mestu
vægin í vísitölu neysluverðs tóku
stökk svo að segja samtímis. Olía
á heimsmarkaði margfaldaðist
í verði og húsnæði tvöfaldaðist.
Þetta voru raunhækkanir vegna
atvika óháðum peningum.
Vegna þess að við sem samfélag
greindum engan mun á innra virði
og ytra virði krónunnar gerðum
við tvennt til stórkostlegs skaða.
Í annan stað urðu allir raunreikn-
ingar kolvitlausir. Við vanmátum
raunvexti og í fátinu keyrðum við
stýrivexti upp og riðluðum með
því svo að segja öllum parametrum
fjármálalegs stöðugleika. Og hins
vegar mokuðust raunverulegar
eignir almennings til f jármála-
stofnana með raunhækkun veð-
bandskrafna í gegnum verðtrygg-
inguna. Verðtryggingin kom ekki
í veg fyrir eignatilfærslur á þessu
tímabili, hún skóp eignatilfærslur
þvert á tilgang laga um verðtrygg-
ingu.
Lauslega reiknað voru meira en
70% af breytingum vísitölunnar
á löngum tímabilum vegna raun-
breytinga á verðum þessara tveggja
vöruf lokka. Ólögleg eignaupptak-
an í gegnum verðtrygginguna var
a.m.k. 200 þúsund milljón krónur á
verðlagi þess tíma. Skilningsleysið
hrakti okkur að hruni.
Ef vísitala neysluverðs hefði
verið rétt reiknuð án vísitölubjaga
á þessum árum þá hefði það engu
breytt um niðurstöðuna. Vísitölu-
bjagi er talinn vera 0,3 til 1%, þ.e.
útreiknuð vísitala er talin vera með
þetta frávik frá því að mæla rétta
breytingu á neysluútgjöldum með-
almanns á gefnu tímabili. Vísital-
an reiknuð án skekkju hefði gefið
álíka ranga mynd af breytingum
á innra virði krónunnar á ofan-
greindu tímabili. Epli og appelsínur
verða alltaf ólíkir ávextir jafnvel
þótt eplið sé gljáfægt.
Meirihlutinn í Reykjavíkur-borg er sammála um að einfalda líf fjölskyldna í
borginni. Við í Viðreisn lofuðum
fyrir síðustu kosningar að brúa bilið
milli fæðingarorlofs og leikskóla og
nú hefur fjármagn til þess verið
tryggt. Við vitum hversu mikið for-
gangsefni það er fyrir foreldra að
geta treyst á leikskóla borgarinnar
og þurfa ekki að standa í alls kyns
reddingum fyrstu mánuði eftir
að fæðingarorlofi lýkur til að geta
snúið aftur til vinnu eða jafnvel að
þurfa að fresta því að snúa aftur til
vinnu vegna þess að bilið er ekki
brúað og daggæsla fæst ekki.
Við höfum lofað að fjölga leik-
skólarýmum á næstu fjórum árum
um 700-750 pláss. Áætlun um að
bjóða öllum börnum, 12 mánaða og
eldri, leikskólavist fyrir lok árs 2023,
gengur vel. Fjárhagsáætlun meiri-
hlutans gerir ráð fyrir 2,7 milljarða
fjárfestingu til að byggja leikskóla
og endurgera leikskólalóðir. Við
ætlum að byggja nýja leikskóla við
Kirkjusand, við Njálsgötu, við Voga-
byggð og í Skerjafirði. Með þessum
byggingum bætast við 396 dagvist-
unarpláss. Þá verða viðbyggingar
reistar við a.m.k. fimm leikskóla þar
sem mikil eftirspurn er eftir rýmum
og mun árið 2020 og 2021 bætast
við pláss fyrir 137 börn. Þegar hafa
nýjar leikskóladeildir verið opnaðar
í færanlegu húsnæði á þessu ári.
Við tryggjum sumaropnun leik-
skóla í öllum hverfum til að mæta
Einfaldara líf borgarbúa
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
oddviti
Viðreisnar
og formaður
borgarráðs
fjölbreyttum þörfum fjölskyldna.
Þetta verkefni hófst nú síðasta
sumar með tilraunaverkefni sem
nú verður haldið áfram með.
Við erum að einfalda lífið fyrir
fjölskyldur í borginni og einfalda
þjónustuna.
Við erum sammála um að fækka
þeim skrefum sem þarf að taka til
að fá góða þjónustu borgarinnar.
Þess vegna ætlar meirihlutinn í
fjárhagsáætlun sinni að forgangs-
raða f jármunum í að rafvæða
umsóknir til að það taki styttri tíma
og færri skref til að sækja um og það
taki styttri tíma að vinna úr þeim
umsóknum.
Nú þegar er búið að taka upp raf-
rænar lausnir til að sækja um fjár-
hagsaðstoð og þjónustu ferðaþjón-
ustu fatlaðra. Umsóknarferlið orðið
mun einfaldara fyrir notandann og
afgreiðslutími slíkra umsókna um
fjárhagsaðstoð hefur styst úr að
meðaltali átta dögum í 24 klukku-
stundir.
Við viljum ganga lengra í raf-
rænni þjónustu fyrir íbúa og fyrir-
tæki, einfalda alla ferla fyrir not-
endur og gera þá skilvirkari. Því er
lagt hér til að leggja heilmikla fjár-
muni í ný upplýsingakerfi.
Við erum að betrumbæta þjón-
ustu Reykjavíkurborg með þarfir
notandans í forgrunni. Lykilatriðið
er að setja sig í spor borgarbúa og
fyrirtækja til að leysa þau vandamál
sem upp koma, til að gera reynslu
íbúa og fyrirtækja í Reykjavík af
þjónustu borgarinnar ánægjulegri.
Samfélagið sem við búum í er
síbreytilegt og í stöðugri þróun.
Tækninni f leygir fram, aðgengi að
upplýsingum eykst, örar breytingar
verða á framboði og eftirspurn
þjónustu og þannig mætti lengi
telja. Tækniþróunin hefur m.a.
hjálpað okkur að panta pitsu og
fylgjast með hvernig hún kemur til
okkar. Fækkað flækjustigum við að
fá greiðslumat fyrir íbúðaláni og að
rata í útlöndum með aðstoð símans.
Þetta eru dæmi um þjónustu sem
hefur breyst gríðarlega á síðustu
árum. Ekkert hefði gerst ef ekki væri
fyrir meðvitaðar ákvarðanir um
að leggja upp í vegferð til að auka
þjónustu. Slíka meðvitaða ákvörð-
un hefur Reykjavíkurborg tekið.
Við eigum að leggja áherslu á góða
og rafræna þjónustu af því að við
höfum metnað til að vera leiðandi
í þróun rafrænna lausna og viljum
skýr þjónustuviðmið.
Við eigum að mæta þörfum
borgarbúa, fækka skrefum og stytta
bið. Við eigum að einfalda líf íbúa
og fyrirtækja. Þess vegna ætlum við
að taka stór skref í tæknilausnum til
hægðarauka fyrir íbúa og fyrirtæki
í borginni.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19F I M M T U D A G U R 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9
2
1
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
4
9
-5
2
A
4
2
4
4
9
-5
1
6
8
2
4
4
9
-5
0
2
C
2
4
4
9
-4
E
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K