Fréttablaðið - 21.11.2019, Side 20
Lokanir gatna í miðborginni og fyrirhuguð breyting Laugavegar, Bankastrætis og hluta
Skólavörðustígs í göngugötur hafa
verið mikið til umræðu síðustu
mánuði. Þar hefur hið svokallaða
Miðbæjarfélag, sem titlar sig mál
svara atvinnustarfsemi og eigenda
atvinnuhúsnæðis í miðbænum,
haft sig mikið í frammi. Talsmaður
Miðbæjarfélagsins, Gunnar Gunn
arsson, hefur meðal annars sagt að
borgarstjóri og „fylgifiskar hans“
vilji ekki horfast í augu við sann
leikann, og sakað Þórdísi Lóu Þór
hallsdóttur, oddvita Viðreisnar í
borgarstjórn, um lygar.
Í gagnrýni sinni á fyrirætlanir
Reykjavíkurborgar hefur félagið
vísað í undirskriftalista gegn lok
unum gatna með undirskriftum
247 rekstraraðila í miðborginni.
Talsmaður félagsins hefur haldið
fram í fjölmiðlum að 92% rekstrar
aðila á Laugavegi, Bankastræti og
Skólavörðustíg hafi skrifað undir,
og að hjá þeim starfi 1.870 manns,
samkvæmt þeim tölum sem fyrir
tækin gefa upp á listanum. Ekkert
af þessu stenst nánari skoðun.
Söfnun undirskrifta hófst haust
ið 2018 og var listinn af hentur
borgarstjóra í mars 2019. Nýlega
birtist svo auglýsing í Morgun
blaðinu, þar sem fyrirtækin voru
sögð á móti lokunum gatna í mið
borginni. Í kjölfarið hafa komið
fram rekstraraðilar sem eru ósáttir
við að nöfn fyrirtækja þeirra séu
notuð í þessu samhengi – að þau
hafi skrifað undir á allt öðrum for
sendum á sínum tíma.
Á listanum eru 246 undirskriftir
frá 212 manns. Um er að ræða 35
einstaklinga sem ekki eru skráðir í
fyrirtækjaskrá, 40 sem skráðir eru
sem einstaklingar í atvinnurekstri,
og 171 undirskrift frá fyrirtækjum
sem skráð eru á 142 fyrirtækja
kennitölur.
Við nánari skoðun kemur hins
vegar í ljós að tíu rekstraraðilar
skrifa tvisvar undir, þar af þrír sem
voru strikaðir út áður en listinn
var af hentur borgarstjóra. Mistök,
gæti einhver sagt, en það vekur
ákveðna athygli að einn þeirra sem
skrifa tvisvar undir er stjórnar
maður í Miðbæjarfélaginu. Tveir
aðilar hafa aldrei verið með rekstur
á því heimilisfangi sem forsvars
menn listans tengja þá við, átta eru
hættir rekstri og að minnsta kosti
18 eru f luttir af svæðinu. Minnst tíu
aðilar hafa lýst því yfir að þeir séu
ósáttir við að vera á listanum eða
í vafa um hvort þeir myndu skrifa
undir í dag.
Sé litið á staðsetningu fyrirtækj
anna kemur í ljós að mörg þeirra
eru utan þess svæðis sem breyta
á í göngugötu. Vissulega munu
breytingarnar hafa einhver áhrif á
fyrirtæki í næsta nágrenni svæðis
ins, en hins vegar er erfitt að sjá
að þær breyti nokkru um aðgengi
að bókaverslun og veitingastað í
Austurstræti, hársnyrtistofum í
Bergstaðastræti, dýralæknastofu
efst á Skólavörðustíg eða fyrir
tækjum við Lækjargötu, Hafnar
stræti, Hverfisgötu og Freyjugötu.
Allt eru þetta dæmi af lista Mið
bæjarfélagsins.
Fjölmörg fyrirtæki birtast oftar
en einu sinni á listanum. Til dæmis
eru 46 undirskriftir, rétt um 20%
allra undirskrifta, frá sjálfstætt
starfandi listamönnum og hönn
uðum á sex stöðum. Tólf þeirra eru
frá einu listagalleríi á Laugavegi og
samtals sextán frá tveimur fyrir
tækjum á Skólavörðustíg, galleríi
og hönnunarbúð. 26 undirskriftir,
yfir 10%, eru frá hárskerum og hár
snyrtistofum. Þar af er 21 frá ein
yrkjum sem í mörgum tilfellum
starfa f leiri saman á stofu. Sem
dæmi má nefna að fjórir hárskerar
á hársnyrtistofu sem nýlega f lutti
af Skólavörðustíg skrifa undir list
ann, og 15 undirskriftanna eru frá
aðilum sem starfa á fimm stofum,
þrír og þrír saman.
Það skal tekið fram að ég ber
mikla virðingu fyrir fólki í sjálf
stæðum atvinnurekstri, og gagn
rýni mín snýr alls ekki að þeim.
Hins vegar er augljóst að fram
setning Miðbæjarfélagsins er öll til
þess gerð að ýkja andstöðuna gegn
lokunum gatna í miðbænum.
Talan sem Miðbæjar félag ið
hefur haldið á lofti varðandi starfs
mannafjölda virðist vera algjörlega
úr lausu lofti gripin. Hún er í raun
mun hærri en sú tala sem kemur
út séu allar upplýsingar um starfs
mannafjölda lagðar saman – þar
með talið þau fyrirtæki sem eru
oft á listanum, telja sig ekki eiga
þar heima, eru f lutt, hætt rekstri
eða staðsett utan þess svæðis sem
um ræðir.
Það sama á við um fullyrðinguna
um að 92% rekstraraðila á Lauga
vegi, Bankastræti og Skólavörðu
stíg mótmæli lokunum gatna á
svæðinu. Fyrirtækin sem skrifa
undir í þessum þremur götum
eru 121, sé hverju þeirra gefið eitt
atkvæði og að frátöldum þeim sem
ekki ættu að vera á listanum að
ofantöldum ástæðum.
Samkvæmt talningu sem Rann
sóknarsetur verslunarinnar fram
kvæmdi í júní 2019 eru útsölustaðir
verslunar og þjónustu í þessum
götum 289 talsins, sem er fjölgun
um níu frá árinu 2015. Skrifstofu
húsnæði og fasteignafélög eru
þar ekki talin með, en átta slík
fyrirtæki á svæðinu eru á lista Mið
bæjar félagsins.
Niðurstaðan er því sú að af 289
útsölustöðum verslunar og þjón
ustu við Laugaveg, Bankastræti
og Skólavörðustíg eru 113 á undir
skriftalistanum. Það eru því ekki
92% fyrirtækja í þessum götum
sem skrifa undir listann, heldur að
hámarki 39%. Það er því augljóst
að Miðbæjarfélaginu gengur eitt
hvað annað til en að stuðla að upp
lýstri og málefnalegri umræðu um
göngugötur í Reykjavík.
Ég er sjálfur hlynntur því að
Laugavegi, Bankastræti og Skóla
vörðustíg verði breytt í göngu
götur og tel að það verði til heilla
fyrir bæði miðborgina og þá sem
þar starfa. Að sjálfsögðu er mikil
vægt að taka tillit til sjónarmiða
rekstraraðila og eiga við þá gott
samráð um breytingarnar. Hins
vegar er af leitt að umræðan bygg
ist á úreltum undirskriftalistum og
misvísandi upplýsingum eins og
þeim sem Miðbæjarfélagið hefur
ítrekað sett fram. Það er óneitan
lega hæpið að þeir sem halda uppi
slíkum málf lutningi geti útnefnt
sjálfa sig boðbera sannleikans og
kallað annað fólk lygara.
Rangfærslur Miðbæjarfélagsins um göngugötur
Páll Tómas
Finnsson
upplýsinga-
ráðgjafi og
áhugamaður
um vistvænar
borgir
Ég er sjálfur hlynntur því að
Laugavegi, Bankastræti og
Skólavörðustíg verði breytt
í göngugötur og tel að það
verði til heilla fyrir bæði
miðborgina og þá sem þar
starfa.
Það bæri vott um mikla samfélagslega blindu eða meðvitaða missýn að draga í efa
eða neita frelsandi áhrifum MeToo
hreyfingarinnar á jafnréttisstöðu
kvenna. Án hennar væri margur
dóninn enn heiðursmaður. Þegar
konur koma opinberlega fram
undir nafni og segja frá stað og
stund, ber það vott um ábyrgð og
kjark, þá getur málið fengið fram
gang innan réttarríkisins. Nafn
leysið er andhverfa þess. Yfirlýs
ingar nafnleysingja liggja áfram í
loftinu, án þess að meintur gerandi
geti borið hönd fyrir höfuð sér.
Hann er réttlaus. Oft hefur verið á
það bent hve varhugaverð sú aðferð
sé, að ásaka einhvern um alvarlega
hegðun úr skjóli nafnleyndar. Sú
aðferð minnir á leyniskyttur sem
skjóta á varnarlausa. Mannfólkið
er missterkt siðferðislega. Sumir
telja sig hafa rétt til að ná sér hressi
lega niður á annarri persónu eða til
að koma voðaorði á einstakling. Í
slíkum tilfellum er upplagt að gera
það án þess að hægt sé að persónu
greina ákæranda. Þá er sú aðferð
alþekkt og var (er?) stunduð af
alúð af íslenskum fjölmiðlum, að
birta óhróður og jafnvel níð undir
nafnleynd. Nafnleyndin hefur þá
miklu kosti, að sá sem ber óhróður
um náungann eða ber hann sökum
um óviðurkvæmilega hegðun, ber
enga ábyrgð á framburði sínum eða
skrifum. Þetta er íslenska aðferðin.
Víðast hvar erlendis virðist mér
nafnleysið vera undantekning.
Nafnleyndin
Það er nafnleyndin sem gerir þessa
aðferð femínista svo siðferðislega
brenglaða, því nafnleysinginn
firrir sig ábyrgð á sannleiksgild
inu. Hann er ekki til, nema sem
getgáta. Manneskja er borin sök,
sá sem það gerir þarf ekki að sýna
mikla tilburði til að færa sönnur á
atburðinn. Hvernig er hægt að verj
ast ákæru þar sem kærandinn er
án nafnnúmers eða hulinn búrku?
Það er kallað réttleysi. Ásökunin
er ekki borin fram í dómsal heldur
eins og illmælgi, sem er dreift í
gegnum samherja í f jölmiðlum.
Það má draga af því þá ályktun,
að aðalatriðið sé að ræna viðkom
andi ærunni, gera hann útlægan
úr mannlegu samfélagi. Af þeim
dæmum sem birst hafa í fjölmiðl
um og sem miða að fordæmingu og
ærumissi, er ógerningur að sann
reyna atburðarás. Grunaður maður
í morðmáli fengi ekki slíka útreið.
Aftökur úr launsátri eru þekktar
en að sama skapi ekki rómaðar.
Skyldi hugsunin að baki óhæfu
nafnleyndarinnar vera gamla ill
kynjaða slagorðið: Tilgangurinn
helgar meðalið?
Fælingarmáttur
Auk glæpagengja hafa margir
stjórnmálamenn, sem reisa stefnu
sína og athafnir á trúrænni sann
færingu, nýtt sér „tilganginn“ til að
réttlæta óhæfuverk sín. Tilgangur
inn er í þeirra augum svo heilagur
að allt var leyfilegt – einnig aftökur.
Samviskulausir einræðisherrar
hafa gert þetta að megin siðferðis
reglu sinni. Bæði kommúnisminn
og fasisminn sem og f jölmörg
öfgasamtök hafa gert þetta heil
ræði að kjörorði sínu. Réttlæting
óhæfunnar var fólgin í því, að við
komandi hreyfing vildi hefna fyrir
þau „glæpaverk“ sem beitt var gegn
þeim sem voru í svipaðri stöðu fyrr
á öldum. Í því fælist hreinsunar
máttur fyrir samfélagið. Jafnframt
átti fordæmið að hafa fælingar
mátt gagnvart verðandi kúgurum.
Engar aðferðir gengu of langt til að
stöðva áratuga ánauð arðræningja
og kúgara á undirokuðum. Flestar
pólitískar hreinsunar og hefndar
stefnur beittu þess konar réttlæt
ingu. Óhæfuverkin voru endur
gjald fyrir kúgun fortíðar. Aldalöng
kúgun konunnar er einnig sögð
réttlæta nafnleyndina. Vonandi
er ekki að renna upp nýtt skeið
hefndarréttlætinga.
Vernd meintra fórnarlamba
Okkar örsmáa íslenska samfélag
hefur á liðnum misserum mátt
fylgjast með nafnlausum aðförum
að nafngreindum einstaklingum.
Kunnum leikara var fyrirvara
laust vikið úr starfi. Þjóðþekktur
stjórnmálamaður „brenndur á
báli“ víðtæk rar fordæmingar.
Sumum atgöngum hefur verið stýrt
af duldum einstaklingum. Fámenn
samfélög eru mun viðkvæmari
fyrir slíkum vinnubrögðum en
fjölmenn. Nafnleysið hefur verið
réttlætt með nauðsyn á vernd. Það
er ekki sannfærandi, ekki hvað
síst þegar um marga meinta brota
þola er að ræða. Þessi mál eiga lítið
sameiginlegt með uppljóstrurum,
sem komist hafa yfir mikilvæg
leynigögn sem skipta almenning
máli. Því betur er nafnlaus fram
burður ekki tekinn gildur þegar
réttarríkið fær að virka, nema í
sérstökum réttarlega samþykktum
tilfellum. Réttarkerfið tekur ekki
mark á ásökunum sem kunna að
vera uppspuni einnar manneskju.
Það er sjaldan síðasta úrræði fólks
að ljúga til um staðreyndir, hvort
heldur sem eru konur eða karlar.
Það er því að sumra mati siðleysi að
dæma einstaklinga til opinberrar
aftöku á grunni hulinna heilinda.
Meðalhófið
Skyldi mælikvarði meðalhófs vera
hafður í heiðri þegar meintir mis
gjörðamenn eru dæmdir af dóm
stóli götunnar? Eru kynferðisleg
áreitni og káf svo alvarlegir glæpir
að um þá gildi ekkert meðalhóf? Er
það eins með fyrrnefndan ágang
og meinsemi eins og morð, að þau
fyrnist aldrei? Skyldi slíkt réttarfar
mega kallast réttlátt? Hér er ekki
verið að fjalla um íslenskt réttar
far, heldur dómstól götunnar, sem
kallaður hefur verið til. Sá dóm
stóll fær ekkert að vita um mis
gjörðirnar annað en að þær hafi
verið alvarlegar. Þó að ekki sé um
nauðgunartilraun eða þaðan af
verra að ræða. Áreitni er hvim
leið og lítt verjandi, þó ekki þurfi
hún endileg að valda viðkomandi
miklum varanlegum eftirköstum.
Hún er bæði huglæg og hlutlæg, því
mælikvarðinn er líka einstaklings
bundinn. Dómur almennings sem
meintur misgjörðamaðurinn fær,
gerir þar engan greinarmun. Hann
er kategórískur. Á myrkum miðöld
um Íslandssögunnar voru snæris
þjófar dæmdir til Brimarhólms og
konum drekkt fyrir meint framhjá
hald. Það þykja okkur sem nú lifum
óréttlátir, ofstopa og kúgunarfull
ir dómar. Á okkar tíð verður dómi
götunnar ekki áfrýjað. Refsingin er
einföld og grimm. Útlegð úr mann
legu samfélagi – opinber aftaka.
Réttlæti eða réttlæting?
Þröstur
Ólafsson
Mannfólkið er missterkt
siðferðislega. Sumir telja sig
hafa rétt til að ná sér hressi-
lega niður á annarri persónu
eða til að koma voðaorði á
einstakling. Í slíkum til-
fellum er upplagt að gera
það án þess að hægt sé að
persónugreina ákæranda.
2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
1
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
4
9
-4
D
B
4
2
4
4
9
-4
C
7
8
2
4
4
9
-4
B
3
C
2
4
4
9
-4
A
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
2
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K