Fréttablaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 24
Björk var sér- deilis glæsileg klædd sem orkídeu-avatar- úr framtíðinni eftir Iris van Herpen í tón- leikaröð sinni Cornucopia í New York í sumar. NORDIC­ PHOTOS/GETTY Björk er þekkt fyrir frumlegan, dramatískan og skrautlegan klæðnað og þykir ófyrirsjáan- leg þegar hún leitar nýrra leiða til að tjá sjálfa sig í gegnum tónlist sína og listsköpun. Tískubiblíunni Vogue þótti tímabært að þakka Björk fyrir framlag hennar til tískunnar í byrjun nóvember, þegar ört styttist í endalok 21. áratugarins og byrjun 22. áratugarins. „Björk og tíska; er einhverju við það að bæta?“ spyr Vogue og bætir við að í þrjátíu ár hafi Björk ekki einungis nálgast og kunnað að meta fatnað sem umbreytandi listform heldur beinlínis orðið verndari listgreinarinnar; einnar konu styrktarsjóður fyrir framúr- stefnulega hönnuði sem gefur þeim tækifæri og sýnileika innan hins stóra tískuheims. Vogue nefnir að tískuvit og smekkur Bjarkar sé fordómalaus og frjálslyndur, allt frá Múmín-bol yfir í dýrslegt skart og skrautlega fylgihluti frá ungversk-bandaríska hönnuðinum Judith Leiber. Margar af eftirminnilegustu múnderingum Bjarkar voru hannaðar af góðum vini hennar, breska fatahönnuð- inum Lee Alexander McQueen sem féll frá árið 2010. Þar má nefna ógleymanlegt útlit Bjarkar á albúmi Homogenic-plötunnar 1997. Seinna vann hún meðal annars með með Olivier Rousteing, hönnuði Balmain. Vogue tekur fram að Björk sé alls ekki mótfallin fallegri munaðar- vöru og minnist þess að hún hafi fengið franska tískuhönnuðinn Christian Lacroix til að opna vinnustofu sína á sunnudegi svo hún gæti pantað sér hátískufatnað. Hún sé þó þekktust fyrir að styðja við sjálfstæða og óháða hönnuði, einkum þá sem kanna nýjar og ókortlagðar lendur í tískuheim- inum, rétt eins og hún gerir sjálf í sinni listsköpun. Í þakkarvotti Vogue er sjálfstján- ingu Bjarkar hampað sem dýrðlegri og einstakri. Hún geri allt að sínu. Sagt er að Björk dragist að drama- tískum útlínum sem umbreyta líkamanum, rétt eins og Rei Kawa- kubo hefur hannað fyrir Comme des Garçons og hollenski vísinda- og tæknihönnuðurinn Iris van Herpen hefur gert fyrir Björk. Þá sé samsvörun á milli hins ójarðneska og andlega hjá Björk og mætum hennar á vængjum, hvort sem þeir eru á plíseruðum ermum eða á svani sem hringar sig um hana. Vogue þakkar Björk tískuna Okkar eigin Björk Guðmundsdóttir á afmæli í dag og fagnar 54 árum. Hún á engan sinn líka þegar kemur að tísku og listsköpun í víðri veröld og hlaut á dögunum þakkir fyrir framlag sitt frá tískubiblíunni Vogue. Str. S-XXL BUXUR/LEGGINGS Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Pleður buxnaleggings kr. 6.900.- Sparilegar, ökklasídd kr. 8.900.- Þykkar leggings kr. 8.900.- Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Björk á Englandi 2018 í kjól eftir Rúmenana Lönu Dumitru og Vlad Tenu. Björk á Utopia-tónleikum sínum í Lundúnum 2018.Björk á Iceland Airwaves í kjól frá Emanuel Ungaro. Björk í Tbilisi í Georgíu árið 2017.Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS SMART SPARIFÖT, FYRIR SMART KONUR 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 1 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 9 -2 6 3 4 2 4 4 9 -2 4 F 8 2 4 4 9 -2 3 B C 2 4 4 9 -2 2 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.