Fréttablaðið - 21.11.2019, Síða 26

Fréttablaðið - 21.11.2019, Síða 26
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Rauður litur verður vinsæll í vetur, bæði einn og sér og með öðrum litum. Þann- ig sjást oft mynstraðir kjólar með áberandi rauðum röndum á tískusýningum. Einnig eru rauðu kjólarnir klæddir upp með jakka í öðrum lit, svörtum eða galla- jakka. Það gefur sportlegt útlit og væri til dæmis flottur klæðnaður fyrir jólahlaðborðin sem eru fram undan. Samkvæmt tískusérfræðingum verður litaflóran mjög falleg eftir áramótin þegar kemur að tísku- heiminum. Bláir tónar verða áberandi, hvítur, jarðlitir og mintugrænn svo einhverjir séu tilnefndir. Dimmir litir verða vinsælli en bjartir. Dökkfjólublár kemur sterkur inn og litur sem líkist ryðguðum appelsínum, hvað svo sem það þýðir, túrmerikgulur og grágrænn. Svartur litur verður áberandi sem fyrr. Þá verða dragtir vinsælar en þær eiga að vera lausar við líkamann og þægilegar. Buxurnar verða víðar og háar í mittið. Tískan eftir ára- mótin einkennist nokkuð af þægi- Stjörnurnar klæðast rauðu Rauðir kjólar eru ekki bara jólalegir og fallegir heldur eru þeir afar vinsælir um þessar mundir. Stjörnurnar flykkjast í samkvæmi þessa dagana og margar eru þær klæddar rauðu. Sonna Rele kom á verðlaunaaf- hendingu í soul-tónlist í Las Vegas um helgina í rauð- um, stuttum kjól. Sonna er söngkona og tónlistarmaður sem hefur meðal annars túrað með John Legend. Kántrísöngkonan Danielle Brad- bery mætti í rauðu á CMA-verð- launahátíðina í Nashville. Fyrirsætan Marie Amiere mætti á galahátíð hjá Óperunni í Berlín í rauðum síðkjól sem eftir var tekið. Tískuhönnuðurinn Rachel Zoe var í glæsilegum kjól á hátíð í Los Angeles fyrir nokkrum dögum. Rachel er einnig rithöfundur og viðskiptakona. Chiquinquira Delgado mætti á Grammy- verðlauna- hátíðina fyrir latín-tónlist í Las Vegas 14. nóvember. Chiquinquira er fyrirsæta, sjónvarpskona og leikkona frá Venesúela. legum og afslöppuðum klæðnaði en þó kvenlegum. Hvað sem næsta árs tísku líður þá er um að gera að finna sér rauðan jólakjól áður en hátíðarhöld aðventunnar fara í gang með öllum jólatónleikunum. TRAUST Í 80 ÁR S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Fylgið okkur á FB DÁSAMLEGAR DÚN-ÚLPUR/KÁPUR, 2 síddir, gæðavottaðar, st-36-48 margir litir. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 1 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 4 9 -2 B 2 4 2 4 4 9 -2 9 E 8 2 4 4 9 -2 8 A C 2 4 4 9 -2 7 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.