Fréttablaðið - 21.11.2019, Síða 40

Fréttablaðið - 21.11.2019, Síða 40
Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 21. NÓVEMBER 2019 Orðsins list Hvað? Norðurslóðir á ferðinni: Álitamál, áskoranir og möguleikar Hvenær? 12.00-13.00 Hvar? Þjóðarbókhlaðan Gunnar Þór Jóhannesson pró- fessor ræðir m.a. um áskoranir í ferðaþjónustu. Fundurinn er öllum opinn. Hvað? Hagstjórn Jónasar Haralz Hvenær? 16.00 -18.00 Hvar? Oddi, stofa 101 Boðið er til málþings í tilefni af því að hundrað ár eru frá fæðingu Jónasar Haralz. Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri f lytja erindi. Léttar veitingar. Hvað? Útgáfu nýrra höfunda fagnað Hvenær? 17.00 - 19.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2 Svikaskáldin Melkorka Ólafs- dóttir og Ragnheiður Harpa Leifs- dóttir gefa út ljóðabækur. Hvað? Upplestur Hvenær? 17.30 - 18.30 Hvar? Borgarbókasafnið Kringlunni Dóri DNA, Gerður Kristný, Sjón og Vigdís Grímsdóttir lesa úr nýjum bókum sínum. Hvað? Spjall og léttar veigar Hvenær? 20.00 - 21.00 Hvar? Bókakaffið, Selfossi Skáldin Steinunn Sigurðardóttir og Harpa Rún Kristjánsdóttir bjóða upp á spjall og léttar veigar. Þær lesa úr nýjum ljóðabókum auk þess að ræða skáldskapinn, skriffærið og innblásturinn. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir og eru gestir hvattir til að spyrja krefjandi spurninga. Hvað? Þýðing þess að þýða fyrir börn Hvenær? 20.00 – 22.00 Hvar? Gunnarshús, Dyngjuvegi 8 Sverrir Norland stýrir umræðum við Jón Stefán Kristjánsson og Þórarin Eldjárn um barnabóka- þýðingar, íslenskuna, hugarf lugið – og lesendur framtíðar. Hvað? Fyrirlestur um Elías Mar Hvenær? 21.00 Hvar? Reykjavíkur/Akademían Þórunnartúni 2, 4. hæð Dr. Ásta Kristín Benediktsdóttir íslenskufræðingur f lytur fyrir- lestur um rithöfundinn Elías Mar (1924-2007). Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tónlist Hvað? Á ljúfum nótum Hvenær? 12.00 Hvar? Fríkirkjan í Reykjavík Flutt verður verkið The speaking silence eftir Matthew Brown sem er fyrir fjóra gítara og eina söngkonu. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. (Ath. að ekki er tekið við greiðslukortum). Hvað? Heilunartónleikar Hvenær? 20.00 Hvar? Fríkirkjan, Reykjavík Að viðburðinum stendur Hugrún Fjóla, tónlistarkona og jógakenn- ari, og hefur hóp af tónlistarfólki með sér. Hvað? Dúettinn Vasi Hvenær? 21.00-11.00 Hvar? Petersen svítan, Ingólfsstræti Hunton og Gunnar Már Jakobsson flytja þjóðlagaskotna tónlist úr öllum áttum. Frítt inn. Dr. Ásta Kristjánsdóttir minnist Elíasar Mar í Reykjavíkur/Akademí- unni, Þórunnartúni. DOMINO’S KÖRFUBOLTAKVÖLD Í KVÖLD 21:15 Tryggðu þér áskrift Arnþór Guðjónsson, Margrét Hrafnsdóttir, Þórarinn Sigurbergsson, Svanur Vilbergsson og Þröstur Þorbjörnsson koma fram í Fríkirkjunni í Reykjavík. BÆKUR Þögn Yrsa Sigurðardóttir Útgefandi: Veröld Fjöldi síðna: 366 blaðsíður Barn hverfur úr barnavagni. Lík finnst í bifreið. Huldar og Freyja eru vinir með þægindum. Kyrkislangan er enn í sínu herbergi. Í síðustu fimm bókum Yrsu Sigurðardóttur hafa glæpir vissu- lega verið í forgrunni en lög reglufólk ið sem rannsakar þá: góðlátlegi lög reglu- risinn Huldar sem er ástfanginn af barna- sálfræðingnum Freyju sem vill helst af öllu ekk- ert með hann hafa, Erla, yfirmaður þeirra sem er ekki sátt við nokkurn skapaðan hlut, Gunn- laugur, samkynhneigði samstarfsmaðurinn, og Lína lögreglunemi, þó með drjúgan hlut söguþráðar- ins á sínum snærum. Þetta form, að sömu rannsóknaraðilar fari með glæpamálin sem eru til umfjöll- unar milli bóka, er fjarri því að vera óþekkt í glæpasöguritun, og er hægt að minnast á Martin Beck og félaga í Stokkhólmi í bókaflokknum Skáld- saga um glæp sem kom út á áttunda áratugnum og margir telja upphaf skandinavísku glæpasögunnar sem á ensku kallast Scandinavian noir og Erlend og félaga sem rannsökuðu glæpi í Reykjavík í verkum Arnaldar Indriðasonar. G l æ p a r a n n s ó k n a r - „ f j ö l - skylda“ Yrsu samanstendur af afar skemmtilega skrifuðum per- sónum sem dyggir lesendur þekkja og finnst gaman að hitta aftur. Yrsa hefur löngum verið meistari plottsins og skrifað fléttur sem ríg- halda lesandanum og þegar bætist við þetta skemmtilega persónu- gallerí sem að auki fær tækifæri til að þróast og breytast með hverri bók verður útkoman með skemmtilegri glæpa- sögum sem komist verður í tæri við. Að eignast börn, eiga börn og missa er leiðarstef í Þögninni, fimmtándu spennusögu Yrsu. Bókin hefst á því að ungbarni er rænt úr vagni þar sem það sefur úti, nokkuð sem erlendum lesendum á ekki eftir að koma á óvart því hvaða heilvita manneskjur láta börn sofa eftirlits- laus utandyra og ekki er ólíklegt að þurfi neðanmálsgreinar til að skýra þennan séríslenska sið í þýðingum. Næst erum við komin í jarðarför tíu ára gamals barns og fleiri foreldrar eiga eftir að upplifa þessa sárustu allra sorga áður en bókin er úti. Þá er Erla, yfirmaðurinn á þeirri deild rannsóknarlögreglunnar sem hefur rannsókn málsins með höndum, á steypinum og önnur sögupersóna á líka von á sér. Einnig er komið að málum sem hatrammar samfélags- deilur hafa snúist um og tengjast börnum og frjósemi eins og bólu- setningum og staðgöngumæðrun en ekki er óalgengt að bækur Yrsu snerti á samfélagsmálum meðfram hefðbundnum glæpafléttum. Glæpirnir eru nokkuð óhugnan- legir (annað höfundareinkenni Yrsu), mikið af sundurtættum lík- ömum og greinilegt að þessi sundr- un holdsins er höfundi hugstæð um þessar mundir en hún var einnig áberandi í síðustu bók. Vitundarmiðjan er helst hjá Freyju og Huldari en við sjáum einnig sög- una út frá sjónarhóli fleiri persóna sem eru aðilar máls og eins og oft hjá Yrsu er ein persóna sem saumar síðasta lausa þráðinn fyrir lesendur þó hinar persónurnar fái kannski aldrei að vita hvernig allir þræðir spinnast saman. Þá er lausn málsins nánast aldrei sú sem liggur beinast við heldur fer lesandinn með lög- reglufólkinu í marga hringi áður en niðurstaða fæst. Yrsu Sigurðardóttur tekst hér enn á ný að skrifa afar góða glæpasögu sem eflaust mun halda mörgum í lestraránauð á jólanótt og jóladag. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Glæpasaga sem ríg- heldur lesandanum en snertir líka á umhugsunarverðum samfélagsmál- efnum. Yrsu tekst það enn á ný „Yrsa hefur löngum verið meistari plottsins.“ FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 4 9 -3 5 0 4 2 4 4 9 -3 3 C 8 2 4 4 9 -3 2 8 C 2 4 4 9 -3 1 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.