Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 4

Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ÁRA5ÁBYRGÐ fiat.is FIAT TIPO - LÍKLEGAST BESTU BÍLAKAUPIN BJÓÐUM ÖRFÁA FIAT TIPO Á HREINT FRÁBÆRU VERÐI FRÁ KR. 3.090.000 KR. Fiat Tipo er einn rúmbesti bíllinn í sínum stærðarflokki og með frábæra aksturseiginleika.1400 bensín beinskiptur 120 hö. *B íll in n þa rf að v er a sk oð að ur TÖKUM ALLA BÍLA UPP Í Á 500.000 KR.* Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Lilja vill auka aðsókn í kenn- aranám og vinnur að frumvarpi sem gengur út á að starfs- nám kennara verði launað og að kennaranemar fái sérstaka styrki. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi Ríkisendur- skoðun gerir athugasemdir við eftirlit Fiskistofu í nýrri stjórn- sýsluúttekt. Þá bárust fréttir af fyrirhugaðri úttekt á RÚV en auk þess hefur fjárlaganefnd óskað eftir úttekt á Íslandspósti. Sindri Þór Stefánsson Sindri var í héraðsdómi dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í svokölluðu Bitcoin- máli. Þrjú í fréttum Styrkir, úttekt á RÚV og dómur TÖLUR VIKUNNAR 14.1.2019 - 18.1.2019 50 milljarðar er árlegur samfélags- legur kostnaður vegna lélegrar svefn- heilsu. 67% Íslendinga hafa áhyggjur af þeim áhrifum sem lofts- lagsbreytingar geta haft, samkvæmt nýrri könnun Gallup. 381 kvörtun barst til umboðsmanns Alþingis á síðasta ári. Embætt- inu tókst að ljúka afgreiðslu 84 prósenta þeirra á árinu. 1.300 milljónir mun kosta að gera lag- færingar á Landeyjahöfn til að hún nýtist sem best fyrir nýjan Herjólf sem á að hefja siglingar milli lands og Eyja á árinu. 878 milljarðar króna gætu hafa safnast í auðlinda- sjóð árið 2035 miðað við að lagður yrði sæ- strengur. ZZZ Z KJARAMÁL „Það er ljóst að okkar áherslur verða í skattamálum og húsnæðismálum. Svo eru ýmis sérmál okkar eins og jöfnun launa milli almenna og opinbera vinnu- markaðarins og áframhaldandi launaþróunartrygging. Við leggjum líka mikla áherslu á styttingu vinnu- vikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergs- dóttir, formaður BSRB, um komandi kjaraviðræður. Alls losna 152 kjarasamningar í lok mars næstkomandi en þar eru undir flestir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt lögum þurfa aðilar að skila viðræðuáætl- unum til ríkissáttasemjara tíu vikum fyrir þann tíma og rann sá frestur út í gær. Um hádegi í gær höfðu emb- ættinu borist 14 áætlanir en taka skal fram að heildarsamtök geta gert sameiginlega áætlun fyrir sín aðildar félög. Í svari frá ríkissátta- semjara kemur fram að von sé á fleiri áætlunum eftir helgi en ekki liggi fyrir hversu margar þær verði. Sonja segir að stutt sé í að kröfur aðildarfélaga BSRB verði klárar. „Þetta er farið að skýrast. Það eru búnir að vera fundir hjá aðildar- félögunum og samningseiningum BSRB þar sem við erum að ræða hverjar verða sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum og viðsemj- endum.“ Félagsmenn BSRB eru um 21 þúsund talsins og losna samningar meginþorra þeirra í lok mars. „Það er okkar stefna að tryggja lægstu launin þannig að það er samstaða með aðildarfélögum ASÍ hvað það varðar. Svo eru áherslur okkar svip- aðar í skatta- og húsnæðismálum,“ segir Sonja. Varðandi samráð við stjórnvöld bendir Sonja á að von sé á tillögum átakshóps um húsnæðismál von- andi í næstu viku. „Það er auðvitað mikilvægt að taka það samtal og það er tilraunarinnar virði að fá fólk til að sameinast um tillögur. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn.“ Umræðan um skattamálin sé hins vegar svolítið á eftir. „Þau eru á dag- skrá í samtali við stjórnvöld næsta þriðjudag og það verður áhugavert að heyra af því. Þau mál verða samt auðvitað ekki kláruð á einum degi.“ sighvatur@frettabladid.is Segir samhljóm með áherslum BSRB og Alþýðusambandsins Formaður BSRB segir að áherslan í komandi kjaraviðræðum verði á skattamál, húsnæðismál og styttingu vinnuvikunnar. Samstaða sé með málflutningi Alþýðusambands Íslands varðandi lægstu launin. Samning- ar á opinbera vinnumarkaðnum losna í lok mars en frestur til að skila viðræðuáætlunum rann út í gær. Stytting vinnuviku eitt af stóru málunum „Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hafa sýnt fram á jákvæðar niðurstöður, bæði hvað varðar líðan og svo sýna þær ekki annað en að af- köstin séu þau sömu. Þannig að þetta er vel hægt. Þess vegna spyrjum við að því hvers vegna það séu ekki allir búnir að taka þetta upp,“ segir Sonja. Hún segir styttinguna einnig stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnu- markaði. „Það er þannig í dag að einn þriðji hluti kvenna á vinnumarkaði er í hlutastarfi og meginástæðan er fjölskylduábyrgð. Við erum þannig að horfa til þess að konur geti frekar verið í fullu starfi og samt samþætt fjölskyldu- og atvinnulíf. En við sjáum líka út úr rýniviðtölum að körlum er gefið meira svigrúm til að taka þátt í fjölskyldulífinu.“ Sonja Ýr, sem hér sést ávarpa þing ASÍ, segir margt sameiginlegt í áherslum BSRB og ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.