Fréttablaðið - 19.01.2019, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 19.01.2019, Qupperneq 25
V iðar Guðmundsson, prófessor í eðlis-fræði, Ragnheiður Þorleifsdóttir, fram-kvæmdastjóri Hug-smiðjunnar, Henry Alexander Henrysson, prófessor í heimspeki, og Karl Friðriksson, framtíðarfræðingur og forstöðu- maður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands, velta fyrir sér framtíðinni, vænt- ingum og ýmsum áskorunum sem reiknað er með að sam- félagið þurfi að fást við. Er hægt að spá fyrir um framtíðina? „Það má reyna og það er nauðsynlegt,“ segir Viðar Guðmundsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, en segir fortíðina sýna að slíkar spár verði fljót- lega lélegar. „Slíkar spár framlengja oft ríkjandi ástand línu- lega, eins eru spár sem byggja meira á draum- órum og eru lítils virði. Í besta lagi fá spárnar okkur til að huga að núverandi ástandi,“ segir Viðar. Hann segist viss um að við sjáum ekki fyrir allar breytingar sem verði orðnar á samfélagi okkar árið 2050 eða 2100. „Tölvutæknin mun enn aukast. Miklar breytingar verða í uppbyggingu og þróun örgjörva og minniseininga sem erfitt er að sjá fyrir. Skammtatölvur verða enn á jaðrinum. Þróun þeirra er hafin, en spennandi langtíma glíma við tæknilega örðugleika er fram undan. Fjárfesting í þróun örgjörva, og íhluta í samskiptatæki og tölvur mun enn vaxa, og rafeindaiðnaður- inn í heild verða enn stærri en nú um mundir,“ segir Viðar sem segir samfélagið munu einnig neyðast til að taka á umhverfisvá, þróun lýðræðis, mannlegum samskipta- vanda, menntun og vísindalæsi. Ný skammtatölva kynnt IBM kynnti á dögunum nýja skammtatölvu, IBM Q System One. Hvaða þýðingu hefur það? Hvers eru þær megnugar? „Grunneiningarnar eru enn nokkuð stórar, á millimetraskal- anum. Í framtíðinni verður hægt að smækka þær og heilda eins og einingar hefðbundinna tölva í hálf- leiðarakerfum með uppbyggingu á nanóskala. Fyrir skammtatölvur verður það enn dýrari og erfiðari þróun en fyrir hefðbundnu eining- arnar. Takist þetta vel er augljóst að ýmsir reikningar fyrir vísindin verða miklu hraðari og möguleiki á að reikna ýmsa eiginleika stórra flókinna kerfa opnast. Þetta mun gagnast í lyfjaþróun, hönnun á efnum með vissa sértæka eigin- leika. Eðlisfræðingar munu fjalla um eðlisfræði flókinna kerfa, eins og heila, taugakerfis, og lífs,“ segir Viðar og segir heimsmyndarfræðin einnig munu hagnast á skammta- tölvum. Fyrirtæki farin að gyrða sig í brók Henry Alexander Henrysson er heimspekingur og aðjunkt við Sagn- fræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann sinnir rannsóknum á hagnýtri siðfræði og gagnrýnni hugsun og segir að á síðastliðnum árum hafi orðið vitundarvakning um að skyldur okkar við komandi kynslóðir séu raunverulegar skyld- ur. „Maður sér til dæmis merki um þetta í því hvernig mörg fyrir- tæki eru farin að taka samfélags- lega ábyrgð fastari tökum. Enn þá er þó tvennt sem veldur áhyggjum varðandi þessa þróun. Annars vegar geta skyldur við komandi kynslóðir stangast á við nærtækari skyldur okkar. Við þurfum stöðugt að vera rýna hugsun gætu stuðst við tækni- legar lausnir sem munu aðstoða okkur við að greina staðreyndir frá áróðri og forða okkur frá glapsýnum og hleypidómum,“ segir Henry og nefnir að þannig geti ný tækni um tíma vegið að mikilvægum gildum og jafnræði en síðar mögulega orðið mikilvæg undirstaða. „Jákvæð niðurstaða veltur á því að akademía og atvinnulíf taki höndum saman,“ segir hann. Réttindi vinnandi fólk Í flestum spám þar sem horft er skammt fram í tímann, til dæmis til 2030 og 2050, er reiknað með umfangsmikl- um breytingum á vinnu- markaði vegna framfara á sviði gervigreindar. Henry segir litla stefnumótun í gangi um hvernig við ætlum að bregðast við þeim. „Það sem í raun telst siðferðilega ámælisvert er þegar þeir, sem treyst er til að stjórna samfélag- inu, telja það rétt- mætt að bregðast við eftir á. Við getum sem samfélag haft gríðar- lega mikið að segja um hvernig við viljum bregðast við fyrirsjáan- legum breytingum á vinnumarkaði. Eitt er að aðlaga menntakerfið að þessum breytingum, en það er ekki síður mikil- vægt að huga að því hvernig hugað verður að réttindum vinnandi fólks í þessu nýja umhverfi. Mun okkur til dæmis lánast að sýna almennilegt vald- þrek til að tryggja að sprotafyrir- tæki sem byggja á nýsköpun eigi tækifæri í heimi þar sem sífellt færri fyrirtæki, sem hvergi borga opinber gjöld sem nokkru nemur, eiga sífellt stærri sneið hagkökunnar? Það er ekki endilega ætlað atvinnuleysi sem verður alvarlegasta afleiðing vitvélavæðingarinnar heldur er spurningin hvort við treystum þeim fyrirtækjum sem nú standa best að vígi til að leiða þessa þróun,“ segir Henry. Grænkerar unnu rökræðuna Hvernig sérðu fyrir þér heiminn og manneskjuna í honum árið 2050? En 2100? „Að einhverju leyti erum við að horfa fram á grundvallarbreytingar á manneskjunni á næstu áratugum – breytingar sem urðu mjög skýrar á sjóndeildarhringnum á síðasta ári. Sumt snertir lífsstíl okkar. Því var stungið að mér að eftir nokkra ára- tugi muni enginn borða kjöt í sama mæli og í dag. Mér þykir það líklegt enda sýnist mér grænkerar hafa unnið hina siðferðilegu rökræðu,“ segir Henry. „Þá var einnig nefnt við mig að það muni þykja stórkostlega sið- ferðilega ámælisvert að aka sjálfur bifreið yfir vissum hraða. Við munum horfa til baka og hugsa hvaða ábyrgðarleysi það hafi verið að láta einstaklinga í mismunandi ástandi stjórna svona tækjum á þjóðvegum. Hugbúnaður mun alveg taka yfir slíkt. En þetta mun einnig rista dýpra. Mig grunar að árið 2050 muni það einnig þykja mikið ábyrgðarleysi að geta barn og fæða upp á gamla mátann. Fólk sem geri það sé að leggja byrðar á samfélagið. Allir fósturvísar verða skimaðir fyrir sjúkdómum og óæskilegum útlitseinkennum. Slíkt verður grundvallarkrafa fyrir sam- ábyrgð í heilbrigðisþjónustu. Fólk af sama kyni mun líklega einnig geta átt börn saman án þess að þurfa kynfrumur frá gagnstæðu kyni. Að minnsta kosti mun konum standa þessi möguleiki til boða árið 2050. Allt þetta mun gjörbreyta skilningi okkar á eigin tilvist og tilveru. Sumt verður jákvætt og annað neikvætt eins og gengur. Mig grunar að ein- hverjir muni spyrja hvers vegna við völdum að feta þessa slóð. Svarið verður líklega á þann veg að þetta gerðist bara. Við munum horfa til Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum Það sem framtíðin ber í skauti sér reynist oft rót- tækara en spáð var og sagan sýnir að spár um framtíðina verði fljótt lélegar. Reynsla okkar og menning villir sýn. En við sjóndeildarhringinn má greina spennandi breytingar. Þróun skammta- tölva er hafin og gervigreind og tækni við notkun algóritma við ákvarðanatöku fleygir fram. að vega og meta ólíkar skyldur og hverjar séu þær mikilvægustu í til- teknum aðstæðum. Það er ekki nóg að viðurkenna bara skyldur við komandi kynslóðir – við þurfum að vera viðbúin því að eiga í stöðugri ígrundun um ólíkar skyldur okkar og mér finnst við almennt ekki vera vel búin undir að eiga í þessum vangaveltum,“ segir Henry. „Seinna atriðið er að þrátt fyrir að mörg fyrirtæki séu eins og áður sagði farin að gyrða sig í brók hvað varðar áhrif á samfélag og umhverfi, þá eru mikilvægustu aðilarnir seinir til. Hin alþjóðlegu stórfyrirtæki eru almennt ekki að gera merkilega hluti í þessum málum. Það sama á við um kjörna fulltrúa víða um heim,“ segir Henry og segir að í veru- leika þessara mikilvægu aðila, til dæmis í umhverfismálum, ráði enn skammtímasjónarmið ársfunda eða kosninga. Gervigreind og gagnrýn hugsun Getur tækni leyst (eða þvert á móti, aukið) ákveðin siðferðileg vanda- mál? „Hver einasta tækninýjung skapar siðferðileg álitamál. Hún getur orðið að vandamáli ef við gætum okkar ekki á því hvernig hún mótar líf okkar. Þetta sjáum við bæði hvað varðar nýja tækni í heilbrigðis- vísindum og í þeirri samskipta- tækni sem stöðugt hefur meiri áhrif á líf okkar. Í samtímanum höfum við til dæmis miklar áhyggjur af því hvernig samfélagsmiðlar og sú gervigreind sem þeir byggja orðið á stjórna skoðunum okkar. Mér finnst ekki ólíklegt að við náum betri tökum á þessari tækni og að algóritmar verði fljótlega farnir að aðstoða okkur á uppbyggjandi máta við skoðanamyndun. Fjöldamargir þættir þess sem við köllum gagn- Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.