Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 3
Árshátíð í Eyjum Kaupfélag Vestmannaeyja hefur t>ann ágæta sið að efna árlega til al- félagsmanna og starfsfólks. Að þessu sinni fór hófið fram með kaffidrvkkju og ræðum þeirra Steingríms Bene- diktssonar, for- manns félagsins, Benedikts Grön- dal, ritstjóra, og Jóhanns T. Bjarnasonar, kaupfélagsstjóra. Síðan var dans- að eins lengi og leyft er á laugardags- kvöldum og skemmt með getraun og happdrætti. Var þetta góður gleðskap- ur, þar sem fullorðnir fengu nóg af schottish og Mazurkum, en yngri kyn- slóðin fékk að „jutta“ á milli. Jóhann kaupfélagsstjóri notaði bakið á aðgöngumiðunum til að minna fé- lagsfólkið á það, að 120 þúsund krón- ur verði á þessu ári greiddar í vara- sjóði félagsins og stofnsjóði þeirra fé- lagsmanna, sem við það skipta. Þetta eru tíðindi í Eyjum, þar sem sam- vinnuhreyfingin hefur liðið fyrir sund- urþvkkju og kaupfélög hafa lengst af verið 2—3. Nú er félagið eitt og Jó- hann hefur af festu og dugnaði hafið ^’iðreisnarstarf og byrjar skynsamlega á því að treysta fjárhag félagsins eins og unnt er. Athyglisvert er það, að hann er einn þeirra fáu, rem hafa tekið upp ,,skozka tekjuafgangskerfið“ — skrifar nnða fyrir hverja úttekt í tvíriti og heldur öðru eintakinu eftir. Hann veit því nákvæmlega hverjir verzla við fé- lag sitt og hverjir ekki (beztu félags- mennirnir eru þeir elztu og þeir yngstu) og getur úthlutað eftir raunverulegum „Við bau hús er alltaf sólskin“ viðskiptum hvers og eins, hvort sem menn halda saman miðum eða ekki. Kaupfélagið rekur þrjár búðir og kjötvinnslu, sem er nýtt fyrirtæki og gott. Eru búðirnar í tveim myndarleg- um húsum, hvort á móti öðru (áður tvö kaupfélög í samkeppni ), og eru þau máluð í sterkum og fjörmiklum litum, eins og mörg hús fleiri í Eyjum. ,,Við þau hús er alltaf sólskin,“ sagði einhver. Kaupfélagið í Eyjum er nú samein- að og undir góðri stjórn og heldur væntanlega áfram til stærri og meiri átaka fyrir fólkið í þessum myndarlega og vaxandi bæ. Frumlegt félagsmerki 3

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.