Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 6

Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 6
 New York skrifstofa SÍS Arið 1917 opnaði Sambandið ekrif- stofu í New York. Siglingar voru þ«á farnar að torveldast til Evrópu vegna styrjaldarinnar, og Islendingum því nauðsynlegt að beina viðskiptum sínum vestur á bóginn. Guðmundur Vil- hjálmsson stjórnaði skrifstofunni. Hann hafði áður ver- ið starfsmaður Sambandsins á Akureyri og í Khöfn. Skrifstof- an starfaði um 3ja ára skeið og gafst ágætlega. — Að stríðinu loknu urðu Ameríkuviðf kiptin ekki eins hagkvæm og áður, og var New York- skrifstofan þá lögð niður. I seinni heimsstvrjöldinni var svo aftur opnuð skrifstofa vesitra. Helgi Þorsteinsson stjórnaði henni fram til ársins 1946, en þá tók Leifur heitinn Bjarnason við af lionum. Leifur stjórn- aði skrifstofunni þar til 1949, er Agnar Tryggvason tók við. 1952 lét Agnar af stjórn skrif&tofunnar og fór Leifur vestur aftur, en lézt af slysför- um í febrúar 1954. Síðan hefur skrif- stofan verið undir stjórn Valgarðs J. Olafssonar. Islenzkt starfsfólk auk Valgarðs, er: Lúðvík Jónsson, sem ann- ast innkaup, Pálmi Ingvarsson fiski- fræðingur, Stefanía Guðmundsdóttir og Guðjón B. Olafsron, sem er á leið vest- ur þessa dagana. Enda þótt afurðasala sé aðalhlutverk skrifstofunnar, er hún eins konar sendi- ráð SIS og gegnir hinum marg\rísleg- ustu og mikilvægustu hlutverkum. Skrifstofan var fyrst í 42. götu, flutti síðan neðst á Broadway í mitt fjár- málahverfið, en hefur nýlega flutzt aft- ur á 42. götu. f.em er miðsvæðis á Manhattan og liggur ágætlega við sam- göngum og viðskiptalífi borgarinnar. Starfsmennirnir búa flestir ,30—15 mín- útna járnbrautarferð frá skrifstofunni og fara það kvölds og morgna. enda ó- líkt skemmtilegra fyrir fjölskyldur að búa í úthverfum en í ,,asfalt-frumskógi“ miðborgarinnar á Manhattan. <- Lincoln Building 6

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.