Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 10

Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 10
FERSKEYTLUR „Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur, en verður oft í höndum hans hvöss, sem byssustingur. Svo segir hin ágæta ferskeytla, og það er mikið til í því. Ferskeytlan getur verið hættuleg, sé henni beitt á þann hátt. En Hlynur hefur annað í huga. Hann birtir hér nokkra fyrrihluta og ætlar lesendum sínum að spreyta sig við að botna þá. Biður blaðið alla, sem það munu gera, að senda botnana til sín. Það verða án efa margir, sem munu alveg órjálfrátt koma með botna. Það er nú einu sinni svo, að það er satt, sem ofanskráð ferskeytla segir: okkur liggur ferskeytlan létt á tungu adt frá blautu barnsbeini. íslenzk skáldin áður fyrr Oft á fund í laufgan lund óðsnillingar þóttu. leiða sveinar fögur sprund. Laxnes okkar loksins hlaut launin Nóbels dýru. Allt er grafið undir snjó, ísing vafin sérhver tó. Faxi eys og frýsar hátt, fælist klárinn góði, Reyndu að botna rýjan mín. reyndu á skáldafákinn. Það hefur áður verið sagt frá því hér í blaðinu. að félög samvinnustarfs- manna á hinum Norðurlöndunum hafa með sér samband, sem nefnist Ko- operativa Personalalliansen. Sambands- stjórnin kom saman í Stokkhólmi 17. og 18. september og lagði þar drög að starl'semi sambandsins á næsta sumri. Áætlunin er í höfuðdráttum þessi: Stutt mót verða lialdin í hverju land- anna um sig. í Noregi 4.-10 marz, í Sví- þjóð 24.—30. júní, í Danmörku 8.—14. júlí, í Finnlandi í september, og svo er ráðgerð Islandsför í lok júlí, ef þátt- taka verður næg. Islenzkir famvinnu- starfsmenn munu vafalaust fagna aukn- um kynnum við starfsbræður sína á Norðurlöndum. 10

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.