Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 14

Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 14
við „Björk“ á Eskifirði Jón Sveinsson, kaupfélagsstjóri á Eskifirði, lét af störfum um áramótin, en hann hefur gegnt þeim störfum síð- an 1947. Við störfum af Jóni tók Guðni B. Guðnason, áður starfsmaður hjá Kaupfélagi Rangæinga, Hvolsvelli. Kf. ,,Björk“ var stofnað 1935, fyrir forgöngu séra Stefáns Björnssonar. Keypti félagið þá verzlun á staðnum og hefur notazt við þau húsakynni síðan. Voru þau orðin með öllu ófullnægjandi eins og gefur að skilja. Undir forystu fráfarandi kaupfélagsstjóra, réðist fé- lagið í byggingu nýs verzlunarhúss, og er það nú risið af grunni. Ilúsið var tekið í notkun um áramótin. Húsið var teiknað á teiknistofu SIS. Hinn nýi kaupfélagsstjóri er ungur að árum, en hefur þó langan starfsferil að baki hjá samvinnufélögunum. Hann er fæddur á Guðnastöðum í Austur- Landeyjum 1. apríl 1926. Stundaði nám í Samvinnuskólanum 1945—’47, og hóf strax að prófi loknu störf hjá Kf. Rang- Guðni Jón æinga. Vann hann fyrst almenn verzl- unar- og skrifstofustörf, en hefur verið aðalbókari félagsins frá 1950. 700 manns ... Framh. af 5. siðu. en einn þáttur í starfsemi New York- skrifstofu SÍS. Þeir, sem vilja koma vörum sínum á framfæri í Vesturheimi, verða að aug- lýsa vörumerki sitt vel og rækilega. Vörumerki á freðfiskinum er Samhand Seajood. Hafa bandarískar húsmæður vafalaust lítið skilið fyrra orðið og það verið þeim óþjált í munni. Slíkt er talið hættulegt. Kaupandinn verður að skilja og geta borið fram heiti vör- unnar. Var því leitað til auglýsinga- fróðra manna í New York. Þeir voru ekki lengi að koma með snjalla tillögu. Teiknuðu þeir glaðklakkalegan og síl- skeggjaðan sjóara, gáfu honum nafnið Sam Band (sem hefur verið skýrður á íslenzku Sámur Bandsson), og lcgðu til, að hann yrði notaður í öllum aug- lýsingum. Og nú átta hinar banda- rískii húsmæður s.ig á hlutunum. Þeir, sem gerzt l>ekkja t!I þessara mála, telja það fullvíst, að Sámur muni verða þýðingarmikill, þegar tímar líða. Hann eigi vafalaust eftir að hei!la marga húsmóðurina með sínu hýra brosi og stuðla að aukinni sölu Islandsfiskjar í Bandaríkjunum. 14

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.