Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 4

Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 4
Veiztu hversu mörg frystihús eru í eigu kaupfélaganna? Næsta fróðlegt er að kynna sér það og ýmislegt varðandi rekstur þeirra. Frystihúsin eru 24, sem kaupfélögin eiga, þar af 4, sem þau eiga með öðrum. Einnig er meðtalið frystihús Sambandsins í Reykjavík, Kirkjusandur h.f. Meðfylgjandi kort sýnir þá staði þar sem frystihúsin eru. Að þeim meðtöldum eru um 80 frysti- hús hér á landi. Hagskýrslur fyrir árið 1954 sýna, að öll þessi hús framleiddu um 52.500 smálestir. Þar af fram- leiddu hús samvinnumanna um 7.000 lestir eða 13,5% af heildarframleiðsl- unni. Kirkjusandur h.f. er með 3,5% þar úr. Hvernig stendur á því, að frystihús samvinnumanna eiga ekki stærri hluta úr heildarframleiðslunni? Ef miðað er við fjölda þeirra, ættu þau að vera með um 30% framleiðslunnar. En hús- in eru dreifð út um landið. Þau eru flest á hinum smærri stöðum, og ekki við beztu miðin. Fiskurinn, sem að þeim berst, er smærri og því hlutfalls- lega dýrari í vinnslu en fiskurinn af aðalveiðisvæðunum. „Hvers vegna eru húsin ekki stað- sett þar, sem mestur fiskur berst á land?“ spyrð þú, og mörgu má til svara. Þessi frystihús eru fyrst og fremst til orðin til að veita fólkinu á þessum stöðum atvinnu. Víðast hvar eru þau aðalatvinnuveitandinn, og ef þeirra nyti ekki við, væri lieldur lítið þar um vinnu. Fólkið, sem í félögunum er, ræður gjörðum þeirra. Frystihúsin eru talandi tákn þess, hvernig fólkið notar sín eigin samtök, til að byggja sér líf- \ænlegar atvinnugreinar, sem lúta stjórn þess og verða ekki frá því tekn- ar. Það þar ekki að óttast, að fjár- magnið, sem fólkið skapar í þessum liúsum, verði flutt burt af félagssvæð- inu, þótt illa ári. Slíkt kemur hins veg- Helgi Jóhann 4

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.