Hlynur - 15.03.1956, Síða 7

Hlynur - 15.03.1956, Síða 7
i Mynd úr safni Guðmundar. Maðurinn stendur hjá steinrunnum trjábol, sem fannst í fjallshlíð norðan Loomundar- fjarðar, 500 m yfir sjó. nokkur vafi á einhverju fyrirkomulagl hinna 40 birgðastöðva Olíufélagsins. I safni hans er líka að f.nna myndir af ýmsu, sem hann hefir ve.tt athygli á ferðum sínum. Skipta myndirnar sjálf- r.agt hundruðum og eru frá hinum lík- legustu og ólíklegustu stöðum. Skapanornirnar ákváðu snemma, að Guðmundur skyldi starfa við vélar og járnsmíðar. Vart 12 ára gamall var hann sendur heila dagle ð til að setja saman sláttuvél í annarrl sveit, þá fyrstu, sem þangað kom. Þegar hann var 16 ára lá leið hans til Danmerkur, þar sem liann lærði vél- og ketilcmíðar. Tvítugur stjórnaði hann framkvæmd- um við Skeiðaáve tuna og svona mætti lengi telja. Hann hef r alltaf starfað við vélar og járnsmíðar, það hefir átt hug hans allan. — En nú er kallað á Guð- mund. Hann kveður sjómennina og létt- ur í spori hraðar hann för sinni til smiðanna v ð geyminn, leysir úr spurn- Framh. á bls. 15. ÞREFALT AFMÆLI Karl Hjálmarsson, kaupfélagsstjóri á Hvammstanga, átti þrefalt afmæli um áramótin. Hann vacð fimmtugur 17. desember, átti 25 ára kaupfélagsstjóra- afmæl' 1. janúar og hafði þá lagt 30 ár að baki sem starfsmaður samvinnu- félaganna. Karl er fæddur að Ljóts- stöðum í Laxárdal árið 1900. Hann inn- r.taðist í eldri deild Samvinnuskólans 1923 og lauk þaðan prófi um vor ð. Réðist til Kaupfélags Revkjavíkur í ársbyrjun 1926. Hjá Kf. Reykjavíkur var hann samtíða Sigurliða Kristins- syni og Valdemari Þórðarsyn!, sem þar voru báð r deildarstjórar. Þeir eru nú kunnari fyrir önnur störf og önnu. nöfn, eða sem Silli og Valdi. A m’ðju næsta sumri fór Karl til Kaupfélags Borgar- fjarðar og starfaði þar næstu fimm ár- ’n. 1931 réðist hann kaupfélagsstjóri t‘.l Kaupfél. Langnes- inga, Þórsh.. Þar voru þá starfandi tvö félög, en Karli tókst á skömmum tíma að sameina þau. Karl starfaði á Þórshöfn í 17 ár, eða fram 11 1947 er hann tók við störfum hjá Kaupfélagi Vest- ur-Húnvetninga af Skúla Guðmundssyni, alþingismanni, sem þar var áður kaupfélagsstjóri. Karl á að baki glæsilegan starfsferil hjá samvlnnufélögunum. Hlynur árnar honum og konu hans, Hólmfríði Ingi- marsdóttur allra he lla á þessum merku tímamótum. Karl 7

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.