Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 16

Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 16
Árshátíð SÍS með nýju sniði Arshátíð Sambandsins var haldin að Hótel Borg 17. nóvember s.l. Var þar fjölmenni samankomið, enda árshátíðin hin vinsælasta skemmtun. Að þessu sinni var margt með nýjum hætti, sem kom sumum nokkuð spánskt fyrir sjón- ir í fyrstu, en flestir sættu sig vel við og telja má líklegt að festa muni ræt- ur. Má þar fyrst telja, að hin hefð- bundnu langborð voru horfin, en í þeirra stað sátu menn við smáborð og var það mun frjálslegra og þægilegra. I>á var matseðillinn mjög frábrugðin því, sem verið hefir á fyrri árum. Stuðluðu báðar þessar breytingar að styttra borðhaldi, en lengri dansi og var það vel. Oskar H. Gunnarsson, hinn nýkjörni formaður Starfsmannafélagsins, setti skemmtunina. Ræddi hann um hin giftudrjúgu störf frumkvöðla samvinnu- hreyfingarinnar og kvað mikinn vanda lagðan á okkar herðar að halda ekki einungis í horfinu, heldur sækja fram á við til bættra lífskjara fyrir land og þjóð. Hvatti hann til þess að stcirfsfólk ið stæði vel saman um félag sitt, ylti þar á miklu fyrir alla aðilja. Þá tók til máls Skúli Guðmundsson, alþingismað- ur. Var hann léttur í máli og líkti Sambandinu við stórbýli, en dótturfyr- irtækjunum við sel og hjáleigur. Kvað hann þá „Sölvhólsbændur" vera bú- menn góða. Þessu næst söng Kristinn Hallsson,, óperusöngvari, en svo tók Jón Rafn Guðmundsson til máls. Tal- aði hann um samvinnufélögin og starfs- menn þeirra. Kvað hann samvinnu- menn hafa miklu hlutverki að gegna, og það vera undirstöðu alls, að góður skilningur ríkti milli forráðamanna og starfsfólks á hverjum tíma. Karl Guð- mundsson, gamanleikari, flutti að síð- ustu gamanþátt, en síðan var stiginn dans fram eftir nóttu. Var þetta hin glæsilegasta hátíð, Sambandinu og starfsfólkinu til hins mesta sóma. Með- fylgjandi myndasíða er frá hátíðinni. * Draumur dótturinnar. 16

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.