Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 4

Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 4
HAFNFIRZKAR FRÉTTIR Haraldur Kaupfélag Hafnfirðinga opnaði fyrir nokkru aðra kjörbúð sína að Kirkju- vegi 16, en þar rak það áður verzlun með afgreiðslufyrirkomulaginu. A opn- unardegi búðar- innar var um það \ bil ár liðið frá því að kaupfélag- ið opnaði kjör- búðina við Strand I götu. Það er í frásögur færandi að breytingin átti sér stað á einni helgi, því að verzlað var í búð- inni fram á laug- ardagskvöld, en þ^ var innrétting öll tekin úr og hin nýja sett í staðinn þá um helgina. Verzlunarstjóri hinnar nýju búðar er Haraldur Hafliðason, sem starfað hefir lengi hjá félaginu. Hann er fæddur á Siglufirði 6.2. 1929. Fimmtán ára gamall réðist hann í veiðafæraverzlun Sigurð- ar Fanndals á Siglufirði og starfaði þar fram til ársins 1951, er hann réðist til Kf. Hafnfirðinga. Deildarstjóri varð hann að Strandgötu 28 árið 1953, og tók við verzluninni að Kirkjuvegi 1955, eins og áður segir, og veitir nú hinni nýju kjörbúð forstöðu. Fleira er fréttnæmt frá Hafnarfirði, þar hefir Sigurður Sigfinnsson fyrrum starfsmaður Kf. „Fram“, Norðfirði gerst deildarstjóri skó- og vefnaðar- vörudeildar. Sigurður er fæddur að Kleif í Breiðdal 21.7. 1903. Árið 1920 réðist hann að verzlun Sigfúsar Sveins- sonar á Norðfirði og vann hann þar við alhliða verzlunarstörf næstu 26 árin, Sigurður en þá gekk hann í þjónustu kaup- félagsins „Fram“. Hefir hann fram til síðustu mán- aðamóta, er hann réðist til Hafnar- fjarðar, veitt for- stöðu vefnaðar- vörudeild félags- ins og jafnframt verið aðalinn- kaupastjóri þess. SKÓÚTSTILLING Það er hægt að stilla út skóm þótt kaupfélagið eigi ekki hverfil. Hér er eitt ráð við því. Klæðið masónít-nlötu með pappír, skreytið hana með grein- um og öðru tiltæku. Festið síðan skón- um á plötuna með smánöglum undir hælinn. Einnig mætti, ef platan væri götuð, draga örþunnt girni yfir skóinn og hnýta það baka til. 4

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.