Hlynur - 15.09.1972, Qupperneq 10

Hlynur - 15.09.1972, Qupperneq 10
FERILRIT mjög áríðandi, að við vitum all- an timann, að við séum á réttri leið og getum lagt fram hald- bær rök fyrir ákvörðun okkar. Ef við athugum aðgerðirnar verðum við að gera okkur full- ljóst, hvort verkið er í raun og veru nauðsynlegt. Getum við komizt af án alls verksins? Ef verkið er nauðsynlegt, þá rann- sökum við hverja einstaka að- gerð þess. Við hverja aðgerð spyrjum við: Hvað er það sem í rauninni gerist? Af hverju er þetta framkvæmt? Þegar við virðum vinnuna, komumst við að þeirri niðurstöðu, að hún skipt- ist í þrjá hluta: Að undirbúa verk. Að framkvæma það. Að ljúka verki. Það er framkvæmdin, sem er aðalatriðið. Ef við getum úti- lokað sjálfa framkvæmdina, get- um við lagt niður undirbúning- inn og lok verksins. Ekki eru allar aðgerðir jafn mikilvægar og undir vissum kringumstæðum er vafaatriði, í hvaða röð eigi að framkvæma þær. Ef við spyrjum, hvar verk- ið á að vinnast, hvenær og hvaða starfsmaður á að vinna það, geta svörin verið á þann veg, að hægt sé að sameina að- gerðirnar. Með sameiningu að- gerðanna sparast jafnframt flutningur og sá tími, sem líður milli þeirra. Oft getur verið hentugt að breyta verkrásinni. Það er ekki alltaf hægt, en ef svo er, getum við e. t. v. minnk- að biðina, skapað með því betri þjónustu og dreift vinnuálaginu á herðar fleiri starfsmanna. Slíkt er óneitanlega mikill kost- ur. Þá er ekki síður nauðsyn- legt að bæta vinnuaðferðir vanabundinna og staðlaðra verka. VI. NIÐURLAG Höfundi er fullljós takmörkun greinarinnar og agnúar, sem á henni eru. Þrátt fyrir augljósa annmarka er þó von, að í henni hafi verið eitthvað umtalsvert. Á það var í upphafi minnzt, að hagræðingarverkefni væru svo víðfeðmt svið, að þess væri eng- inn kostur að draga fram einn þátt þeirra, án þess að ýmislegt fleira fengi að fljóta með. Grein- in er að mestu byggð á riti frá Sveriges Mekanförbund í Stokk- hólmi „Grafisk beskrivning av arbetsrutiner inom kontoret“ og bókinni „Handbog för Kontoren“ bls. 125-144 eftir Leif H. Skare. Ýmsar fleiri heimildir má tína til, þó það sé ekki gert hér. Ef greinin hefur vakið skilning og áhuga lesenda á gildi hvers konar hagræðingar, er í raun og veru tilganginum náð. Hrafn Magnússon, Bifröst. 10 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.