Hlynur - 15.09.1972, Síða 16
Auglýsingar eru ævagamalt
fyrirbæri, þó að það flóð þeirra,
sem við þekkjum, hafi fyrst
komið til sögunnar á síðari tím-
um. Þannig er talið, að vopna-
smiðir í Evrópu fyrir tveimur
til þremur árþúsundum hafi
auglýst örvarodda sína og brons-
sverð, og á miðöldum notuðu
kaupmenn í evrópskum borgum
bjöllur og kallara til að lokka
viðskiptavini til búða sinna.
Nú á dögum er ýmislegt brall-
að til að vekja athygli væntan-
legra viðskiptavina á vörum, o%
takist einhverjum að búa til
auglýsingu, sem virkilega slær
í gegn, getur sá hinn sami selt
hana dýrum dómum.
Það má ætla, að svo hafi ver-
ið háttað um þann, sem bjó til
fílinn, sem sést hér á mynd-
inni. Teikningin er frá um 1880
og sýnir einkennilegan hlut, sem
þá gat að líta á götum Parísar-
borgar. Einhver hugvitsamur
náungi fékk þessa hugmynd og
hrinti henni í framkvæmd, en
hún var í því fólgin, að hann
smíðaði eftirlíkingu af risa-
stórum fíl, sem beindi ranan-
um upp í loftið. Þessum fíl var
stillt upp á vagn á hjólum, og
fyrir vagninn var spenntur hest-
ur, sem maður teymdi. í söðl-
inum uppi á fílnum sat svo
annar maður, sem veifaði flögg-
um og hrópaði og kallaði til að
draga að sér athygli þeirra, sem
framhjá gengu.
Vegfarendur, sem áttu leið
um þar sem þessi hersing fór,
sáu ekki annað en það sem hér
hefur verið lýst, en gera má ráð
fyrir, að þeim hafi brugðið, er
fíllinn hóf allt í einu að blása
pappírsmiðum út um ranann,
sem fuku í allar áttir og dreifð-
ust um nágrennið.
Galdurinn var sá, að fíllinn
var útbúinn á svipaðan hátt
og Trójuhesturinn forðum, þ.e.
inni í honum sat maður, sem
hafði það verkefni að feykja á-
litlegum stafla af miðum út um
ranann með loftþrýstingi í
hvert sinn sem nægilega stór
hópur áhorfenda hafði safnazt
saman umhverfis. Þetta kom
fólkinu svo sannarlega á óvart,
og þegar miðarnir fuku í allar
áttir, teygði það sig ósjálfrátt
eftir þeim og las það sem á
þeim stóð.
Þessi þjónusta stóð til boða
hverju því fyrirtæki í París,
sem vildi reyna að draga til
sín viðskiptavini með því að
dreifa flugmiðum, sem lýstu á-
gæti tiltekinnar vöru, til veg-
farenda á götum borgarinnar.
Slíkt var algeng auglýsingaað-
ferð á þeim tíma, og mun hug-
vitsmaðurinn hafa hagnazt vel
á uppfinningu sinni. Hins veg-
ar fara ekki sögur af því, að
þessi aðferð hafi verið reynd
síðan, en hugsa mætti sér, að
einhverjum gæti flogið í hug
að endurvekja hana.
Snjöll
auglýsingar-
hugmynd
H L Y N U R
BlaS um samvinnumál
9. tbl. 20. árg.
september 1972
Hlynur er gefinn út af Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, Starfsmannafélagi SÍS og Félagl
kaupfélagsstjóra. Ritstjórar eru Sigurður A. Magnússon (ábm.) og Eysteinn Sigurðsson. Auk
þeirra eru í ritnefnd Geir H. Gunnarsson og Gunnar Sveinsson. Ritstjórn og afgreíðsla eru
hjá Fræðsludeild SÍS, Ármúla 3, Reykjavík. Verð kr. 225,00 érgangurinn, kr. 20,00 heftið.
Kemur út mánaðarlega. — Prentun: Prentsmiðjan Edda hf.
16 HLYNUR