Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 2
5.400 milj. kr. hækkun frá 1972 Viðtal við Vilhjálm Jónsson forstjóra Olíufélagsins Það er kunnara en frá þurfi að segja, að olíuskorturinn hefur undanfarna mánuði verið eitt alvarlegasta vandmál nánast gjörvalls mannkynsins. Frá ná- grannalöndunum berast fregn- ir af kulda í íbúðum fólks af þessum sökum, styttum vinnu- tíma í verksmiðjum og tak- mörkunum á akstri bifreiða. Hér á landi erum við svo lánsöm, að beinn skortur á olíuvörum hefur ekki orðið a. m. k. enn sem komið er, en þó hefur komið til vandræða, m. a. hjá islenzkum skipum, sem hafa átt í erfiðleik- um með að fá afgreidda nægi- lega olíu í erlendum höfnum. Hérlendis hafa líka orðið tals- verðar verðhækkanir á olíum og bensíni af þessum sökum, og samkvæmt fréttum, þegar þetta er ritað, er ekki annað fyrir- sjáanlegt en þær eigi eftir að verða meiri á næstu mánuðum. Oddamaður samvinnuhreyfing- arinnar á þessu sviði er Vil- hjálmur Jónsson forstjóri Oliu- félagsins, og snemma i janúar gengum við á fund hans og innt- um hann fregna af því, hvað væri framundan í olíumálunum og hvers landsmenn mættu vænta. Við spurðum hann fyrst um olíukaup íslendinga síðustu árin, hvar þau hefðu verið gerð, hvert verðlagið hefði verið og hverjar horfur væru á þróun þess á næstunni. — Meginhlutinn af þeirri oliu, sem notuð er á íslandi, svarar Vilhjálmur, — hefur síð- ustu árin verið keyptur frá Sovétríkjunum, en þó hefur allt flugvélaeldsneyti, öll smurolía og um 20% af gasolíunni verið keypt frá vestrænum olíufélög- um. Á þessum kaupum hafa engar breytingar orðið, og ný- lega var gerður samningur, sem tryggir okkur áframhaldandi kaup frá Sovétrikjunum á þessu ári. Ég tel líka, að við munum fá áfram sama magn frá vest- rænu olíufélögunum og undan- farið, þannig að ef ekkert óvænt kemur fyrir, eigum við að vera tryggir með olíu allt árið 1974. Það er þó misskilningur, að olíu- kreppan komi ekki við okkur, þótt þetta magn sé tryggt, því að við verðum að sæta svipuðum kjörum og aðrir á heimsmarkað- inum að því er verð snertir. Verðin í samningunum við Sov- étmenn eru miðuð við heims- markaðsskráningu á olíu og breytast þess vegna á sama hátt til okkar og annarra, þegar verðhækkun verður á markaðn- um. Þess vegna hafa olíuskort- urinn og olíukreppan áhrif á efnahagslíf á íslandi eins og í öðrum löndum, og ég tel, að þau áhrif muni verða miklu stór- kostlegri en menn eru farnir að gera sér grein fyrir hér á landi. í þessu sambandi vil ég benda á, að heildarútsöluverð til ein- staklinga og atvinnufyrirtækj a á íslandi á árinu 1972 á bíla- bensíni, gasolíu og fuelolíu var um 3.300 miljónir íslenzkra króna. Á árinu 1974 má gera ráð fyrir, að útsöluverð á þessum sömu tegundum verði í kringum 8.700 miljónir. Þetta er hækkun, sem nemur um 5.400 miljónum króna og atvinnuvegirnir og einstaklingarnir verða að greiða í viðbót við það, sem var fyrir tveimur árum. Þessar upphæðir eru miðaðar við það innkaups- verð, sem nú er vitað um, og innifallin í því er sú hækkun, sem boðuð var af olíufram- leiðslulöndunum á aðfangadag Vilhjálmur Jónsson. 2 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.