Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 5
Verðhækkanir og vöruskortur Við báðum Gísla Theódórsson aðstoðarframkvæmdastjóra Innflutningsdeildar Sambands- ins að g-era lesendum HLYNS stuttlega grein fyrir ástandi og horfum í innflutningsmálunum ni- um áramótin. Brást hann vel við, og fer greinargerð hans hér á eftir. Á s. 1. ári fór að bera á því að skortur væri að myndast á ýmsum hráefnum til iðnaðar og sömuleiðis að verksmiðjur iðn- aðarríkjanna önnuðu ekki eftir- spurn eftir neyzluvörum. Jafn- hliða þessu jókst eftirspurn eft- ir kornvörum, alls konar, og samfara uppskerubresti víða um heim, hækkaði verð þeirra mjög mikið, en það hafði í för með sér sjálfvirka hækkun flestra matvæla og annarra landbúnað- arafurða. Orkuþörfin jókst samhliða vaxandi framleiðslu þannig að bensínskortur hafði gert vart við sig strax á s. 1. sumri í Bandaríkjunum og áburð vant- aði þar til að taka aukið land til ræktunar. Virðast forráðamenn efnahagslífsins í flestum lönd- um ekki hafa gert sér nægilega grein fyrir hinni stórauknu neyzlu, og því vantaði t. d. olíu- hreinsunarstöðvar og fleiri á- burðarverksmiðj ur. Ástæðurnar fyrir hinni auknu neyzlu eru sjálfsagt margar, en þó má áætla að mjög aukin kaupgeta almennings í Evrópu, Ameriku og í Japan hafi valdið þar miklu um og sömuleiðis að hundruð miljóna manna í þróunarlöndunum hafa gert vaxandi tilkall til að njóta, í æ ríkara mæli, hlutdeildar í lysti- semdum nægtaþjóðfélaganna, í stað þess að vera að mestu hrá- efnaforðabúr þeirra. Afleiðingar þessa hafa orðið þær, að sífellt hefur reynzt erf- iðara að fá ýmsar vörur og af- greiðslutími hefur yfirleitt lengzt mjög. Þó að það sé nú mjög i tízku að kenna olíu- skömmtun Arabaríkjanna um alla hluti, hafa flestir gert sér ljóst, að þessi þróun hófst löngu fyrr, og höfðu margir reyndar varað við afleiðingunum. Hins vegar virðist það einnig auðsætt, að þau vandamál, sem fyrir voru og menn töldu að væru sæmilega viðráðanleg á þessum áratug, hafa, með olíuvanda- málinu, orðið geigvænleg. Innflutningsdeild Sambands- ins kaupir nú vörur frá 34 lönd- um í öllum heimsálfunum, og eru þess dæmi, að vöruverð hafi þre- faldazt á einu ári. Útlit er fyrir, að flest þau ríkja, sem auðugust eru af hinum ýmsu málmteg- undum til iðnaðar, s. s. Suður- Ameríkurikin, Afríka og Ástr- alía, sjái sig neydd til að hækka verulega hráefni sín, þó ekki væri til annars en að geta keypt síhækkandi iðnaðarvörur og matvæli, sem þau annars hafa ekki nægilega mikið af sjálf. Og þannig gæti verðbólgu- skrúfan haldið endalaust áfram í heiminum. Á allra næstu mánuðum er liklegt að Innflutningsdeildin muni geta svarað eðlilegri eftir- spurn á flestum algengum vöru- tegundum, þar sem margar pantanir eru sífellt i gangi í „pantanakeðjunni“ og þær elztu orðnar nokkra mánaða gamlar, en verðhækkanir verða miklar. Ef orkumálin komast, hins vegar ekki fljótlega í sitt sama lag, og jafnvel og trúlega þrátt fyrir það, eru fyrirsjáan- legar vantanir í ýmsum vöru- flokkum. Að sjálfsögðu verður leitað nýrra markaða í stað þeirra, sem kunna að lokast eða þrengjast, en því miður er á- HLYNUR 5

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.