Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 9

Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 9
manna, en hefði þetta tvennt ekki komið til, er gert ráð fyrir, að hann hefði numið um 3% á árinu. Nú er aftur á móti erfitt að gera nokkrar ákveðnar spár í þessa átt. Ef þriggja daga vinnuvikan, sem þar hefur nú víða verið innleidd, verður al- mennt ekki rikjandi meir en einn til einn og hálfan mánuð fram eftir árinu, verða áhrif hennar ekki óyfirstíganleg, en öðru máli gegnir, ef hún helzt lengur. Við það bætast svo áhrif olíukreppunnar. Bretar eru að vísu miklu minna háðir olíu frá Arabalöndunum en aðrar Evr- ópuþjóðir, og auk þess eiga þeir birgðir, sem e. t. v. geta enzt næstu tvö árin. Af því leiðir, að hækkað olíuverð mun ekki verða verðbólguaukandi i Bretlandi í sama mæli og víða annars stað- ai*, og m. a. hefur verið gefið UPP, að nýlega hækkað olíuverð í landinu muni ekki valda al- mennri verðhækkun nema sem svarar innan við 1%. Banúaríkin Þá gerir blaðið einnig nokkra úttekt á ástandi og horfum í Bandaríkjunum nú um áramót- in. Bent er á, að Bandaríkja- menn temji sér jafnan að líta til framtíðarinnar með bjart- sýni, en áföll síðasta árs, jafnt á stjórnmálasviðinu sem hinu efnahagslega, geri það þó erfið- ara að þessu sinni en oftast áð- ur. Þannig hafi Watergate-mál- iö sérstaklega dregið mjög úr trausti almennings á stjórn- völdum og stjórnkerfi landsins, sem ófyrirsjáanlegt sé, hvaða afleiðingar kunni að hafa. Þá hefur verðbólga og orku- skortur síðasta árs einnig dreg- ið mikið úr trausti fólks á því, að velmegunin eigi eftir að auk- ast jafn hratt i landinu i nán- ustu framtíð og undanfarið. Skoðanakannanir benda ein- dregið i þessa átt, sérstaklega meðal neytenda, sem núna virð- ast samkvæmt niðurstöðum þeirra vera vondaprari um hag- stæða þróun neyzluvörumarkað- arins en nokkru sinni fyrr. Ýmsar afleiðingar orkuskorts- ins eru þegar fyrirsjáanlegar, og ljóst er talið, að gera megi ráð fyrir talsverðum sveiflum í inn- kaupum landsmanna. Þannig mun hann að sjálfsögðu koma mjög illa við iðngreinar, sem byggja rekstur sinn á olíu- notkun, en einnig er talið full- víst, að sala á bílum dragist mikið saman. Sömuleiðis mun draga úr viðskiptum gistihúsa og fjallahótela, þar sem fólk mun minnka ferðalög sín og dveljast mun meira heima fyrir. Af því mun svo aftur á móti leiða hitt, að sala mun aukast á ýmsum þeim vörum, sem fólk notar þar til dægrastyttingar, t. d. bókum, áfengi, dýrari mat- vörum, sjónvarpstækjum, garð- áhöldum, heimasundlaugum o. s. frv., og auk þess hefur lyfja- iðnaðurinn búið sig undir aukna sölu á getnaðarvarnapillum. Þá er einnig gert ráð fyrir, að stór- aukin orkuleit muni óhjá- kvæmilega leiða til árekstra á milli orkuframleiðenda og um- hverfisverndarmanna, og sömu- leiðis má búast við miklum sviptingum i sambandi við þing- kosningar, sem fram fara í nóv- ember. Eftir atburði síðasta árs er fólk orðið þreytt á stjórn- málamönnunum, og komi bylt- ingarsinnaðir frambjóðendur fram á sjónarsviðið, sem krefj- ast allsherj arhreinsunar á kerf- inu, má búast við að þeir geti fengið allmikið fylgi. Það eru þannig ýmsar blikur á lofti beggja megin Atlants- ála, sem ófyrirsjáanlegt er, til hvaða atburða eiga eftir að leiða á árinu. Samkvæmt þessum spám virðist það þó augljóst, að verðbólga og samdráttur í at- vinnulífi verði stærsti höfuð- verkur stjórnvalda í flestum löndunum. — e. ★ Gróða- brallið með olíuna Það eru ýmis sjónarmiff, sem koma til sögunnar, þegar far- iff er aff kryf ja olíukreppuna niff- ur í kjölinn, svo sem fjölmifflar um allan heim eru nú sem óðast aff gera. M. a. virffist skilningur sósíalísku landanna koma nokkuff vel fram í eftirfarandi grein, sem okkur barst fyrir stuttu frá sovézku fréttastof- unni APN og er eftir fréttaskýr- anda hennar D. Ardamatski. Olíuauðhringarnir eru nú af ráðnum hug að skapa orku- kreppu með þvi að liggja á birgðum sínum i þvi skyni að hækka olíuverðið og ná sér í aukalegan gróða. í fréttaskeyti var skýrt frá því, að hollenzkar sjóliðasveitir hefðu verið sendar til að verja hollenzkar olíustöðvar á Antilla- eyjum. Gæzla slíkra stöðva og mikilvægustu olíuleiðslna i Hol- landi sjálfu hefur einnig verið stóraukin, og eru m. a. notaðar sérstakar varðsveitir með hunda. Viðurkennt er, að þessar ráð- stafanir séu óþarflega strangar, en þær hafa viss dramatísk áhrif. Sagt er, að gengið sé út frá því sem vísu, að ef olíu- skorturinn vekur ótta neytenda, séu rikar ástæður til þess. Og ef olíuverðið hækki daglega, sé það, þegar öllu er á botninn hvolft, „í þágu heildarinnar“. „Við stöndumst þetta í lengri tima“ ef neyzlan minnkar, og ef ein- hver missir atvinnuna, verður það samt sem áður auðveldara HLYNUR 9

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.