Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 6
standið svipað alls staðar og þvi
ekki í mörg hús að venda.
Einna verst verður með ýmsar
vörur frá Bretlandi, en þar er
ástandið alvarlegast, þó ekki sé
það nema að litlu leyti að
kenna olíutakmö.kunum. Sam-
bandið hefur keypt þaðan mik-
ið af vörum í mörgum vöru-
flokkum, en samdráttur í inn-
flutningi mun fyrirsjáanlega
verða fyrst frá Bretlandi af
okkar viðskiptalöndum.
Ekki er fullljóst, hver verður
endanleg útkoma þessara vand-
ræða allra, en hægt er að leiða
að því ýmsum getum. Stóraukið
atvinnuleysi í mörgum löndum
mun draga mjög úr kaupgetu al-
mennings og eftirspurnin eftir
iðnaðarvörum því væntanlega
minnka mjög verulega. Ekki er
útilokað, að samdráttur verði
það mikill í verzlun af þessum
sökum, að iðnaðarfyrirtækin
geti annað hinni takmö kuðu
eftirspurn, jafnvel með aðeins
2—3 daga vinnuviku. Slíkt á-
stand getur þó ekki varað lengi
án þess að valda varanlegri
efnahagskreppu, sem gætt gæti
um víða veiöld.
Gera verður þó ráð fyrir, að
alþjóðleg samvinna verði í
framtíðinni að aukast til að
mæta þessum alvarlegu vanda-
málum, en verði ekki meira í
orði en á borði eins og brenna
hefur viljað við.
Gísli Theódórsson.
Efnahagsmál umheimsins:
Erfiðleikaár
framundan
Eftir þeim fréttum, sem fjöl-
miðlar hafa flutt okkur að
undanfömu, ber víst flestum
sérfræðingum saman um, að
efnahagserfiðleikar síðasta árs
í Vestur-Evrópu og Bandaríkj-
unum séu sízt afstaðnir enn. Á
það jafnt við um þann vanda,
sem skapazt hefur af völdum
verðbólgu og olíuskorts. Nú um
áramótin safnaði hið virta
bandaríska fréttarit TIME sam-
an nokkrum hópi af hagfræð-
ingum og efnahagssérfræðing-
um, sem það fékk til að spá um
horfurnar i atvinnu- og efna-
hagsmálum Vestur-Evrópu árið
1974. Þar sem hér er um að
ræða ýmis af helztu viðskipta-
löndum okkar íslendinga og
þetta efni getur því haft tals-
vert að segja hér á landi, er
ekki ófróðlegt að kynnast ýmsu
af því, sem þessir spöku menn
höfðu um rnálin að segja, ásamt
ýmsu, sem fréttamenn blaðsins
hafa bætt þar við.
Sameiginlegt álit sérfræðing-
anna var, að búast mætti við
stöðnun og verðbó’gu í flestum
Vestur-Evrópulöndum á kom-
andi ári, og framfæ’'slukostnað-
ur í þeim myndi sennilega
hækka að meðaltali um a. m. k.
10%. Þá töldu þeir almennan
samdrátt i viðskiptum mjög vel
mögulegan, en útbreiðsla hans
færi þó m'ög eftir framboði og
verði á olíu, ásamt viðbrögðum
neytenda og stjórnenda fyrir-
tækja við orkuskortinum, svo
og peninga- og fjármálastefnu
viðkomandi ríkisstjórna. Þá
var talið fyrirsjáanlegt, að at-
vinnuleysi myndi aukast í flest-
um löndunum. Ástæðan er sú,
að hægur eða enginn vöxtur
framleiðslunnar mun valda því,
að ekki tekst að útvega störf öll-
um þeim, sem koma úr skólum
eða úr öðrum áttum inn á
vinnumaikaðinn. Loks munu
rauntekjur fó.ks lækka, sem af-
leiðing af því að atvinnuleysi
eykst, verðlag hækkar og d egur
úr eftirvinnu. Þessi tek'ulækkun
verður þó sennilega ekki mjög
tilfinnanleg, þegar á heildina er
litið, en getur komið sér mjög
illa á þeim svæðum, er háðust
eru þeirri framleiðslu, sem oliu-
skoiturinn kemur verst við, t. d.
á bílum, stáli og gúmíi.
Gveinileg mevki þessa þóttust
fréttamenn blaðsins reyndar
sjá núna fyrir jólin i ýmsum
stórbo'-gum Evrópu. Fólk virtist
þar hafa næga peninga handa
á milli, en áberandi var, hversu
óðfúst það sýndist vera i að
eyða þeim. í stærstu verzlunum
London og Parisar var stöðug ös
af fólki, sem lét sér ekki nægja
að kaupa það ódýrasta — verð-
meiri vörurnar virtust seljast
engu síður en hinar.
í þessu sambandi er bent á,
að Evrópubúar séu að líkindum
undir niðri vantrúaðir á fram-
hald þeirrar efnahagsvelmegun-
ar, sem þeir hafa búið við frá
stríðslokum. Margir þeirra muna
enn eftir matar-, olíu- og fatn-
aðarskömmtun stríðsáranna og
næstu ára þar á eftir, og sagan
hefur kennt þeim að treysta rík-
iskerfum sinum og stjórnendum
ekki í takmarkalausri blindni.
Þar af leiðir, hversu útbv eitt það
er, að fólk eigi sér varasjóði,
hvort sem það eru gullstangir
í leynihirzlum, innstæður á
svissneskum bankareikningum
eða bensín á tunnu í bilskúrn-
um.
Líka er sú skoðun talsvert út-
breidd, að nú sé komið að þvi,
að blaðran fari að springa, eða
a. m. k. þenjast mjög út.
Gjörvöll þjóðfélagsuppbygging
Evrópulanda hefur síðustu ár-
in verið eins þanin og í ástand-
inu, sem rikti á undan báðum
heimsstyrjöldunum. Má þar t. d.
nefna, að bíllinn hefur breytt
fornum miðaldaborgum í alls-
herjar bílastæði, og velmegun
6 HLYNUH