Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 12

Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 12
(---------------------------------------------------------------------------------------------N Telexnotenduf 1962-1973 FjökJi v___________________________________________________y sjálfvirk bæði innanlands og til flestra Evrópulanda. Öll telex- skeyti til útlanda skráir stöðin sjálfvirkt á IBM gataspjöld, sem notandinn fær siðan sem sér- reikning fyrir hvert skeyti. Mynd 1 sýnir fjölda telexnot- enda frá 1962 til 1973, og má þar greina stækkanirnar á handvirku telexstöðinni árin 1966, 1968 og 1969. Stærð sjálf- virku telexstöðvarinnar í dag er 240 nr. Þorvarður Jónsson. Nokkur orð til viðbótar frá S.M. Ég þakka Þorvarði Jónssyni fyrir ágætt svar við grein minni um telexþjónustuna og dreifbýl- ið. ;Mér var því miður ekki kunn- ugt að valskífa er ekki notuð á telextækjum hér á landi. Ég var kunnugur þessum útbúnaði frá starfi mínu á skrifstofum Sam- bandsins í London og Hamborg og það villti um fyrir mér, að fyrstu tækin hér á landi voru búin þessari skifu, þótt ekki væri hún notuð. Ég er Þorvarði algjörlega sammála i þvi efni, að sú aðferð, sem hér er nú not- uð við val á númeri móttakanda, er tæknilega fullkomnari. Tel- exgjöld til útlanda, sem ég til- færði í grein minni, voru gefin upp af Pósti og síma á þeim tima, er greinin var rituð; mér kemur helzt til hugar, að þær smávægilegu breytingar, sem Þorvarður getur um, stafi af breyttu gengi krónunnar. í grein minni sagði ég um not- endur utan Suðvesturlands: „Okkur er ekki kunnugt um, að til séu telextæki utan Faxa- flóasvæðisins (Reykjavík — Hafnarfjörður — Keflavík), nema á Akureyri og Húsavik“. Þorvarður segir i „leiðréttingu“ sinni: „Telexnotendur á íslandi utan Reykjavikur eru nú 3 í Keflavik, 1 i Hafnarfirði, 1 á Húsavik og 3 á Akureyri og þar bíður sá fjórði eftir uppsetn- ingu.“ Hér ber semsé ekkert á milli okkar Þorvarðar Þorvarður getur þess réttilega í grein sinni, að hægt sé að spara sendingartíma með því að nota vélsendi. Hvort hag- kvæmt verður fyrir fyrirtæki í dreifbýlinu að nota þennan aukabúnað mun m. a. ráðast af því, hvort um er að ræða mik- il samskipti við útlönd og hvort farin verður leið 1, 2 eða 3, þeg- ar til þess kemur að sjá dreif- býlisstöðum fyrir telex-þjón- ustu. Þvi miður er það ljóst af grein Þorvarðar, að vissir annmarkar standa enn sem komið er í vegi fyrir því, að dreifbýlinu verði séð fyrir viðunandi telex-þjón- ustu. Ég segi „vissir“ annmark- ar, því málið virðist nú á því stigi, að annmarkar þessir séu fremur fjárhagslegs en tækni- legs eðlis. Hér er í sjálfu sér um að ræða samgöngumál í víð- tækustu merkingu þess orðs, og þá vaknar sú spurning, hvort fráleitt sé að hugsa sér, að hið opinbera hlaupi hér undir bagga og jafni niður á landsbyggðina alla þeim tilkostnaði, sem því yrði samfara að sjá dreifbýlinu fyrir viðunandi þjónustu á þessu tiltekna sviði. ★ 12 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.