Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 15

Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 15
Ilajnarstrœti 91 (fremst d myndinni), 93 (í miðið) og nýbyggingin nr. 95 lengst undan. I meðfylgjandi grein er frá því skýrt, hvernig þessi nýja bygging verður nýtt í aðalatriðum. eða þar til byggð verður sér- stök vörugeymsla fyrir kaupfé- lagið. Hönnun og teikningar að þessum framkvæmdum annað- ist Teiknistofa Sambandsins, arkitekt Hákon Hertervig. Burð- arþolsteikningar gerði Verk- fræðiskrifstofa Sigurðar Thor- oddsen, Akureyri, loftræsti- og pípulagnateikningar Pétur Valdimarsson tæknifræðingur og raflagnateikningar Sigurður Sigurjónsson, Teiknistofu Sam- bandsins. Múrarameistari og byggingarstjóri fyrir hönd KEA er Gísli Magnússon, trésmíða- meistari Aðalgeir Finnsson, pípulagningarmeistarar Sig. Svanbergsson og Karl Magnús- son, málarameistari JónA.Jóns- son, en raflögn annaðist Ljós- gjafinn hf., raflagnameistari Ól- afur Jónsson. Uppsetningu loft- ræsti- og lofthitunarkerfis ann- aðist Vélsmiðjan Oddii svo og gufulagnir, en húsin eru hituð upp með gufu frá Ketilhúsi KEA, sem er sameiginleg kyndistöð fyrir byggingar kaupfélagsins í og við Grófargil. Innréttingar eru ýmist erlendis frá eða smíð- aðar af innréttingadeild Skipa- smiðastöðvar KEA, sem einnig annaðist uppsetningu þeirra allra. í upphafi þessara bygginga- framkvæmda varð að fjarlægja steintröppur þær og gangstig, sem lágu frá Gilsbakkavegi nið- ur á baklóð Hafnarstrætis 91, um svo nefnt „Skessuhorn". Vegna eindreginna óska frá fé- lagsfólki hefur KEA þess í stað látið smíða og reisa 72 þrepa stiga úr járni og tré. Er það hin bezta samgöngubót fyrir þá, sem búa á Brekkunni. (KEA-fregnir) ★ HLYNUR 15

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.