Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 3
Olíuborun í Norðursjónum. jóla síðast liðinn. Það liggur auðvitað í augum uppi, að þessi olíuhækkun er grundvallarrösk- un fyrir atvinnuvegina og breyt- ir algjörlega stöðu þeirra, og er rétt að benda á, að þarna er að- eins um að ræða hækkunina á þessum þremur olíutegundum, en hvo.ki flugvélaeidsneyti né smurolíur eru teknar með inn í dæmið. Og þar fyrir utan virð- ast olíuframleiðslulöndin svo enn vera að tala um hækkun, e.t.v. bundna eins konar iðnað- arvöiuvísitölu, eftir þvi sem fram hefur komið i fréttum nú undanfarið. — En telur þú viðskiptasam- bönd okkar við Sovétrikin nægi- lega trygg til að við getum treyst því að fá þaðan nægilega olíu framvegis, og hvað er að segja um ho.furnar eftir að árið 1974 er liðið? — Ég tel, að næstu árin sé ekki hætta á öðru en að við getum áfram fengið oliu frá Sovétxíkjunum, en á hinn bóg- inn eykst þeirra eigin oliuneyzla vitaskuld ár frá ári og sömuleið- is notkunin í Austur-Evrópu- löndunum, sem þeir sjá að miklu leyti fyrir oliu. Þess vegna hefur verið útlit fyrir það, að útflutn- ingur þeirra til Vestur-Evrópu myndi ekki aukast, en ég met þó ástandið þannig, að ekki sé þö.f á að ge.a ráð fyrir öðru en að við getum keypt olíu frá þeim áfram á næstu árum. í þessu sambandi er líka að því að gæta, að það er sennilegt, að heimur- inn eigi eftir að yfirvinna þessa erfiðleika á næstu árum með því að þ.óa aðrar orkulindir í stað oliunnar, en það tekur þó að sjálfsögðu allt sinn tima. — En hvað er um flugvéla- eldsneyti að segja, nú hefur komið fram í fréttum, að við ís- lendingar séum allvel birgir af því, er ekki svo? — Við eigum birgðir af flug- Forsídan: Olíuborun. vélaeldsneyti í landinu, sem eiga að duga framánæstavor, ogauk þess höfum við gert ráðstafanir til að fá þörfum okkar fyrir það á árinu 1974 fullnægt. Hins veg- ar má búast við, að við getum ekki fengið meira magn en sem svarar kaupum okkar á því á árunum 1972 og 1973, sem aftur hefur í för með sér, að við getum ekki tekið við neinni aukningu. — Svo að það á þá ekki að vera hætta á beinum skorti á olíuvö um í landinu á næstunni? — Nei, ég tel það ekki vera, svo framarlega sem ekki verður um að ræða verulega aukningu í sölu frá því sem verið hefur undanfarið. — En hvað má gera ráð fyrir, að útsöluverð á algengustu olíu- vörum hækki mikið, þegar þess- ar síðustu hækkanir eru komnar til framkvæmda hér? — Eins og innkaupsverð er á olíu i dag, þá geri ég ráð fyrir því, að tonnið af fuelolíu þurfi að hækka upp í rúmar 7.000 krónur úr núverandi 4.300 krón- um, lítrinn af gasolíu til húsa- kyndinga verði án söluskatts um 12,70 í stað 7,70 og lítrinn af bílabensíni fari upp í 32 krónur úr 23 krónum. — Nú spáir þú hlutfallslega minnstri hækkun á útsöluverði bílabensíns. Það byggist þá lík- lega á því, að það sé mest skatt- lagt af þessum vörum? — Já, það eru nærri því 70% af bensinverðinu tollar og skatt- ar. — En ef við víkjum aftur að olíukreppunni, er það ekki rétt, að hún eigi sér í raun og veru ýmsar aðrar orsakir en olíusölu- takma’kanir Arabaríkjanna einar saman? — Það verður að hafa í huga í sambandi við þetta, að olíunotkun í heiminum hefur vaxið gífurlega á undanfö num á um, sérstaklega i Bandaúkj- unum, Vestu -Eviópu og Japan, HLYNUR 3

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.