Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 14

Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 14
NÝBYGGING KEA Hafnarstræti 95, Akureyri Þann 12. marz 1971 var byrj- að að rífa gömlu húsin á bak- lóðum Hafnarstrætis 91 og 93 og síðan Hótel Goðafoss við Hafnarstræti 95. í byrjun maí voru þau öll horfin og nöfn eins og Hótel Goðafoss, Jakobshús, Refsstaðir, Bensa-skúr, Jóhann- esar-minni og sjálfsagt fleiri munu brátt gleymast. Þarna var geymsluhúsnæði allra sölu- deilda i Hafnarstræti 91 og 93, samtals um 600 fermetra gólf- flötur. Ákveðið hafði verið að reisa sex hæða verzlunarhúsnæði við Hafnarstræti 95 og tveggja hæða viðbyggingu vestan hússins við Hafnarstræti 93. Þessar fram- kvæmdir eru nú á lokastigi og húsnæðið þegar komið í notkun að miklu leyti. Hér er samtals um 3.532 fermetra gólfflöt eða 11.437 rúmmetra að ræða. í hús- inu verða tvær lyftur, vörulyfta í vesturhlutanum og lyfta til fólksflutninga í austurhlutan- um. Húsið verður þannig nýtt i aðalatriðum: 1. hæð: Skódeildin með inn- gangi frá Hafnarstræti 93 flutti 23. maí 1972. — Stjörnu Apótek, á meginhluta hæðarinnar Hafnarstræti 95, flutti 1. júní s. 1. — Herradeildin tók neðri hæð viðbótarbyggingarinnar Hafnarstrætis 93 i notkun 20. júlí s. 1., en þar er og skrifstofa Vöruhússtjóra og hluti af vöru- lager Skódeildar. 2. hæð: Vefnaðarvörudeild og teppadeild, fluttu 11. sept. s. 1. í eldra húsnæði Vefnaðarvöru- deildar á 2. hæð Hafnarstrætis 93 mun flytja hluti af Járn- og glervörudeild, og verður hún væntanlega opnuð í þessum mánuði. 3. hæð: Hæðin er enn þá að mestu óinnréttuð, nema vöru- geymsla Vefnaðarvörudeildar og kaffistofa og önnur aðstaða fyrir starfsfólk Vöruhússins. Að öðru leyti er hæðin ætluð und- ir skrifstofur. 4. hæð: Hæðin verður tekin i notkun seinni hluta vetrar, en þar verður m. a. Skattstofa Norðurlandskjö.dæmis eystra í austurhlutanum, en hún fær einnig 4. hæð Hafnarstræti 93. 5. og 6. hæð: Birgðastöð Mat- vörudeildar með vöruafgreiðslu frá Gilsbakkavegi. Flutt var í húsnæðið 13. okt. s. 1. Á 5. hæð eiu og skrifstofur deildarstjóra Matvörudeildar og forstöðu- manns Birgðastöðvar. Húsnæði þetta er þó einungis hugsað Birgðastöðinni til bráðabirgða Þessar myndir sýna hluta af hitsnœðinu að innan. Myndin t. v. er úr Vefnaðarvörudeild, en sú til hœgri sýnir viðskipta- vini á leið til Leikfangadeildarinnar. (Myndirnar frá nýbygg ingunni tólc Gunnlaugur P. Kristinsson.) 14 HLYNUB

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.