Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 10

Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 10
„fyrir þjóðfélagið í heild“. Þessar röksemdir eru ekki að- eins bornar á borð fyrir neyt- endur í Hollandi. Þær eru not- aðar á allan mögulegan hátt um öll Vesturlönd, í Evrópu og Bandaríkjunum og reyndar alls staðar þar sem stórir olíuauð- hringar raka saman gróða sín- um. En um leið og óttaslegnir neytendur reyna að komast að því, hve mikil olía sé eftir í risavöxnum olíugeymum í Rott- erdam, sem birgja nær alla Vestur-Evrópu upp af olíu, geta þeir það ekki, og er þá ekki um að kenna varðhundum og skarp- skyggnum varðmönnum. Auð- hringarnir standa ekki síður vörð um tölurnar en geymana sjálfa. Mánuðum saman hefur mikill leyndardómur hvílt yfir öllum upplýsingum um olíumál, og er engu líkara en þar sé um samsæri að ræða. Hér er í raun og veru samsæri á ferð, leynimakk olíufyrirtækj - anna, sem stefna að olíukreppu af ráðnum hug í því skyni að geta mokað inn ágóða eftirlits- laust. Á þriðja fjórðungi s. 1. árs, þegar olíukreppan var aðeins að hefjast, var gróðaaukning 20 stærstu olíufyrirtækjanna að meðaltali 51%. Auðvitað hefði verið erfitt að ná slíkri gróða- aukningu án þess að hækka verðið á oliuvörum, enda nam hækkunin í Vestur-Þýzkalandi hér um bil 170% á árinu. Og það þarf ekki að taka það fram, að hækkað verð á olíu hefur í för með sér verðhækkanir á öðr- um sviðum. En hversu mikið leyndarmál sem tölurnar kunna að vera, er þó auðveldlega hægt að reikna út olíubirgðirnar og gera sér grein fyrir því, að oliuauðhring- arnir eru af ráðnum hug að halda í birgðirnar. Upplýsingar leka út eins og olíutaumur úr yfirfullum geymi. Kleinbesen, yfirmaður fjárhags- deildar hafnaryfirvaldanna í Rotterdam, sagði óvart um dag- inn, að „ekki færri, heldur fleiri oliuskip hafa komið í höfnina síðustu dagana.“ Aðrar heim- ildir sanna einnig, að afhend- ing oliunnar fer fram með eðli- legum hætti. Áhafnir á skipum, sem sigla um Norðursjó, hafa veitt athygli miklum fjölda full- fermdra olíuskipa, sem þar eru saman komin, og loftskeyta- menn haft heyrt samtöl skip- stjóra oliuskipanna, þar sem þeir spyrja hver annan, nve lengi þeir eigi að vera úti á rúm- sjó. Sumir geyma oliuna í geymum og skipum, aðrir geyma hana einfaldlega í olíulindunum. Bandarískir fjölmiðlar hafa ó- skapazt mikið yfir Aröbum fyr- ir að draga úr olíuframleiðsl- unni, en á sama tíma hafa stór bandarísk fyrirtæki gert yfir 1.000 borholur óvirkar aðeins i Mexíkóflóa. Stefna auðhringanna í þá átt að viðhalda kreppunni er ekk- ert annað en féfletting þeirra á veikamönnum. Hún leiðir einnig til samdráttar í fram- leiðslu margra iðngreina og til vaxandi atvinnuleysis. Um leið kemur æ betur í ljós, að ríkisstjórnir Vesturlanda eru alls ófæi ar um að mæta þessum aðgerðum auðhringanna. Á nýafstaðinni ráðstefnu ráð- herra EBE-landanna í Brussel var rætt atvlnnuleysið, sem olíu- kreppan hefur í för með sér, af jafnmiklum trúnaði og hér væri um að ræða efnahagsráðstöfun, sem hefði endanlega verið skipulögð fyrir næsta ár. Sömu þróun er spáð i Bandaríkjunum. Bandaríski þingmaðurinn Adlai Stevenson telur, að atvinnuleysi muni á næsta ári komast upp í 8% af völdum olíuauðhringanna, og í sumum þjóðfélagshópum verði það allt að 25%. Brezk yfirvöld notfæra sér eldneytis- skortinn til þess að ráðast á lífs- kjör almennings og réttindi og til þess að berjast gegn verk- fallsmönnum, t. d. námuverka- mönnum, sem nú eru í verkfalli, og hefur næstum því verið kennt um að eiga alla sökina á oikukreppunni. Þessu gæti varla verið á ann- an veg farið. Gróðabrall olíu- auðhringanna nú er aðeins rök- rétt sýnishorn af „frjálsu fram- taki“, „fjárhagi án eftirlits“, „frjálsri markaðsstefnu“ og „ó- hindruðum leik frjálsra mark- aðsafla“. Árangurinn af þeim leik er alltaf hringunum í hag. Olíulöndun í Hamborg. ÍO HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.