Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 4

Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 4
Olíuhreinsunarstöð viS Persaflóa. og áður en aðgerðir Arabaríkj- anna komu til sögunnar, var að myndast orkuskortur, vegna þess að notkunin var að fara fram úr framleiðslunni og markaðurinn var því orðinn mjög viðkvæmur. Það var ekki lengur fyrir hendi sá möguleiki, ef framleiðslan dróst af ein- hverjum ástæðum saman í einu landi, að auka hana annars staðar. Nú i dag má segja, að ástandið sé orðið þannig, að eini staðurinn í heiminum, þar sem fyrirvaralítið er hægt að auka oliuframleiðslu er í Arabalönd- unum við Persaflóa, og það er einmitt þar, sem framleiðslan hefur nú verið skorin niður um 25%. — En hvað er t. d. að segja um Alaska, þar sem fréttir herma, að miklar olíulindir hafi fundizt? — Það er núna verið að und- irbúa það að leggja olíuleiðslu suður yfir Alaska, en þar er sá hængur á, að það tekur um tvö ár að leggja þá leiðslu og koma henni í notkun. Þó að það sé vissulega mikil olía í Alaska, þá leysir hún ekki fyrirsjáanlega þessi stóru vandamál dagsins í dag. — En hvað um alla olíuna, sem Sovétmenn hafa fundið í Síberíu? — Sú olía, sem þeir hafa fundið þar, er yfirleitt á óað- gengilegum stöðum, svo að það kostar langar olíuleiðslur og tekur langan tima að koma henni á markað. Hið sama er einnig að segja um Norðursjó- inn, þar sem fundizt hefur mik- ið magn af olíu, en samt sem áður er ekki gert ráð fyrir, að það verði fyrr en um 1980, sem framleiðslan þar verði komin í það horf, að hún fullnægi þörf- um Bretlandseyja, en sú olía, sem fundizt hefur til þessa í hluta Noregs af Norðursjónum, verður sennilega flutt í land í Bretlandi. Varðandi öll þessi mál verður líka að hafa það í huga, að olíuneyzla í Vestur-Evrópu hefur aukizt um 30 miljónir tonna á ári síðustu árin, og þessar nýju olíulindir gera ekki meira en að vega upp á móti þeirri aukningu í notkuninni, sem orðið hefur í heiminum. Hins vegar má líka kannski segja, að olían hafi til þessa ver- ið of ódýr, svo að þess vegna hafi ekki verið hugsað sem skyldi um að finna og hagnýta aðrar orkulindir. — En ef við víkjum að okkar eigin málum, geturn við sparað olíu eða hagnýtt innlenda orku- gjafa í staðinn fyrir hana að einhverju umtalsverðu marki? — í dag notum við mikið af olíu til að framleiða rafmagn, og sömuleiðis fer mikið af henni til að hita upp hús hér á þétt- býlissvæðunum, sem við ættum að geta hitað upp með jarð- varma. Það liggur því geysilega mikið á fyrir okkur að nýta jarðvarmann sem mest til að hita upp hús og framleiða raf- magn, og ég tel það ekki fara á milli mála, að þannig getum við minnkað olíunotkun okkar verulega. — Og að lokum, þá hefur lít- illega verið rætt um það, að olía kynni að finnast á hafsbotnin- um við ísland. Er nokkur von til þess, að við getum sjálfir far- ið að framleiða okkar eigin olíu? — Ég veit ekki annað um það mál en það, sem fram hefur komið i fréttum eftir sovézkum vísindamönnum, að norðaustur af landinu séu jarðlög, sem séu likleg til að þar geti verið olíu að finna. Eins og nú er mun hins vegar ekki vera til tækni til að vinna oliu á meira sjávar- dýpi en 400 metrum, en dýpið þar sem þessi jarðlög eru mun vera 800 til 1.500 metrar, svo að vinnsla þar er samkvæmt því ekki möguleg. Hins vegar er að því að gæta, að tækni við oliuvinnslu fleygir mjög ört fram, svo að alls ekki er útilok- að, að hugsanlega olíu á þessu svæði megi nýta einhvern tíma i framtíðinni. Aftur á móti held ég, að allir séu sammála um, að á landinu sjálfu og landgrunn- inu næst því sé ekki líklegt, að olíulindir eigi eftir að finnast. HLYNUR þakkar Vilhjálmi Jónssyni forstjóra fyrir samtal- ið. — e. 4 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.