Hlynur - 15.04.1982, Side 3
HLYNUR
2. tbl. 30. irg. 1982
Útgefendur:
L(S og NSS
Ritstj. og ábm.:
Guðmundur R. Jóhannsson
Útgáfustjórn:
EvaÖrnólfsdóttir,
Gunnar Sigurösson,
Pálmar Arnarsson,
Reynir Ingibjartsson,
Vigdís Palsdóttir.
Auglýsingar:
Reynir Ingibjartsson,
s. 21944.
Sigurður Pórhallsson,
s.81411.
Afgreiðsla:
Hamragarðar,
Hávallagötu 24,
sími: 21944.
Umbrot og filmuvinna:
Repró.
Tölvusetning og offsetprentun:
Formprent.
Ljósmyndir:
Skyggna hf.
Prentuð eintök: 6.000.
Fjöldi áskrifenda: 5.500.
Forsíðumynd:
Þær eru hressar þessar, enda voru
þær að útskrifast frá Bifröst 1. maí
s. I. Sá skemmtilegi háttur hefur
verið síðastliðin tvö ár að stúlkurn-
ar sem útskrifast klæðast íslensk-
um búningi.
Við eldumst líka
Ágæti lesandi!
Árið í ár er helgað öldruðum og þess vegna langar mig til að óska okkur
öllum, sem enn erum að eldast, til hamingju með það.
Sagt er, að Oscar Wilde hafi látið hafa eftir sér: „sð slæmt væri að þurfa
að fara í boð, en verra væri þó að vera ekki boðinn". Það má að sumu leyti
segja það sama um ellina, hún er mörgum afar erfið, en samt vilja menn
ekki deyja mjög ungir. Ekki veit ég hvort betra væri, að menn byrjuðu lífið
gamlir og yngdust svo þar til þeir hyrfu, því eins og bjartsýnismaður sagði
törðum: „að öllu er nokkuð".
Eitt at'því, sem gerir fólki erfitt fyrir er, að það hefur ekki leitt hugann að
því hvcrnig sé að eldast. Þetta er eitthvað sem kemur fyrir hina. Það hefur
ekki reynt að hugsa sér hvernig það vill verja ævikvöldinu. Um marga má
segja, að þeir eiga því miður engra kosta völ vegna sjúkdóma eða annarra
utanaðkomandi erfiðleika, en með bættum kjörum og minni þrældómi eru
þó margir, sem geta lifað tiltölulega eðlilegu lífi langt frameftir aldri, þó
e. t. v. þurfi aðstoðar við eitt og annað smávegis.
Annað er, að gamalt fólk hefur ekki átt upp á pallborðið hjá auglýsend-
um nútímans, og má um kenna sjálfsagt, að það er hætt að láta glepjast til
að kaupa fánýtið. Ef hins vegar blaðinu yrði snúið við og það yrði tíska að
vera gamall, þá yrði það litið öðrum augum. Ef hamrað væri á fegurð
ellinnar, sem svo sannarlegaer til, daginn út og daginn inn, þá færu fleiri að
trúa, aö henni gæti fylgt margt gott. Vandfundinn er meiri fegurð en í
andlitum aldinna góðmenna.
Það, sem kemur fólki, sem er að eldast og öldruðum best, er sjálfsagt
samhjálp og samvinna. Mörg kaupfélög hafa tekið upp þann góða hátt að
taka ekki mikið mark a lögboðnum eftirlaunaaldri, heldur reyna að láta
fólk hafa vinnu í samræmi við þrek þess og vilja. í framtíðinni þegar við
höfum lært að byggja dvalarheimili fyrir aldraða svo öllum líki, þá verður
sennilega ekkert, sem kemur þeim betur en byggingasamvinnufélög, þar
sem menn geta byrjað að leggja í stofnsjóð á unga aldri og tekið þannig þátt
í uppbyggingu sinna eigin heimkynna þegar þeir þurfa á þeim að halda og
eru samábyrgir fyrir ellinni, hvort sem er þeirra eða annarra.
Það sem við þurfum að sjá þegar við horfum á aldraða er að sjá okkur
sjálf. Setja okkur í þeirra stað og reyna að skilja hvernig ellin er. Hún getur
gert okkur gott en líka illt og enginn er óhultur fyrir duttlungum hennar.
Eg bið svo öldruðum blessunar á þessu ári og öðrum, svo og okkur, sem
eigum þetta eftir. — vigdíspálsdóltir.
HLYNUR 3