Hlynur - 15.04.1982, Page 6
BÆGJUM HIIMDRUIMUM BURT
INNGANGAR
Utan við Holtagarða er gangstéttarbrúnin 18 sm há, en þegar upp fyrir brúnina er komið, tekur við góður hellulagður flötur og
mjög aðgengilegur inngangur.
# Bægjum hindrunum burt er fyrirsögn
þessa myndaflokks sem birtist núna og
áætlað er að komi í nokkrum næstu blöð-
um.
Þessar hindranir eru oftast smávægi-
legar fyrir okkur sem enn erum ekki
gömul til baga og líkamlega heil. En fyrir
hina eru þessar hindranir oft óyfirstígan-
legur þröskuldur.
Hvort sem við erum á ári fatlaðra eða
ári aldraðra eða aðeins á ári venjulegra
mannlegra samskipta koma þessar hindr-
anir öllum við. Því er hugmyndin með
þessum myndum að vekja athygli á ýmsu
sem virðast kunna sjálfsagðir hlutir en
verða útundan fyrir einskært hugsunar-
leysi.
Þeir Karl Brand hjá Endurhæfingar-
ráði og Vigfús Guðmundsson frá Sjálfs-
björg hafa undarfarið skroppið með
Kristjáni Pétri ljósmyndara, á ýmsa
vinnustaði samvinnuhreyfingarinnar hér
í Reykjavík og kannað ástandið með
þetta í huga.
Með þessu er ekki verið að ásaka
neinn, heldur er ætlunin að benda á það
sem betur má fara og einnig að geta þess
sem vel er gert. Hafa ber í huga, að við
byggingu elstu húsanna voru sérhags-
munir ekki hafðir I huga og í raun er svo
skammt síðan þessi mál komust í sviðs-
ljósið að þessvegna er víða pottur brotinn.
Nú tökum við fyrir innganga. Og víða
þarf lítið að laga. Dálítill flái á stétt, hag-
anlegt handrið við tröppur eða góðar dyr
með sléttum fleti getur skipt sköpum
hvort fólk kemst leiðar sinnar eða ekki.
Og þessi þægindi geta stundum komið
okkur sem heil erum til góða.
Litum á þessar myndir og lítum síðan
á okkar vinnustað. Hvað þarf að bæta?
Er það mikið fyrirtæki? Gæti það ekki
verið kostnaðarins virði?
• Bægjum hindrunum burt.