Hlynur - 15.04.1982, Qupperneq 9

Hlynur - 15.04.1982, Qupperneq 9
Áætlunarflug vestur og norður Áœtlunarflug tilogfráofangrándum ARNARFLUG Innanlandsflug 29577 stöðum. Láguflugum allt land. um liðum, eins og venjulega var lokið, þ. e. miðasala, dyravörður, fatahengi, gekk sæmilega að komast áfram í mannþrönginni, en þó var einn og einn, sem notaði jarð- ýtuaðferðina við að koma sér áfram. Gekk það að mestu stórslysalaust, þótt kók og djús sullaðist yfir mannskap- inn, þegar fyrirbærið geystist framhjá. Annars var það eitt sem ég tók fljótlega eftir. Það var hvernig fólk horfði á þennan vesaling og velti fyrir sér í hljóði, hvað væn eiginlega að honum. Mátti lesa ýmislegt úr svipbrigðum fólks og hátterni, hvað það hugsaði. Mið- aldra frú horfði á mig með samúðarsvip og mældi mig út frá hvirfli og niður úr, með þannig svip, að manni vöknaði um augu. „Auminginn, að rembast með þetta á hækjum, vitandi það, að hann er með krabba og fóturinn verður ábyggilega ekki á honum eftir mánuð". Önnur dálítið yngri vel við skál: „Honum veitir nú ekki af einum fótastyrkjandi þessum". Einn af fastagestum staðarins: „Þetta er nú meiri auli- nn, hefur ekki nennt að bíða í biðröð og vonast til að sér yrði hleypt strax inn, eða misst bílprófið og notar þetta sem afsökun til að þurfa ekki að keyra". Pannig gekk það allt kvöldið og hafði ég lúmskt gaman af. Þegar ég var á leið út, geng ég framhjá borði, þar sem nokkrar saumaklúbbskonur sátu. Tekur þá ein sig úr hópnum og spyr mig, hvað hafi komið fyrir mig. Ég lít fast framan í hana og segi grafalvarlegur: „Konan sparkaði svo fast í mig, að ég fór úr ökklaliðnum". „Jesús", hrópaði konan og tók bakfall, og var þar með rokin. Seinast sá ég hana sitja við borðið, óðamála, en augnabrúnir vinkvennanna hurfu upp fyrir ennið. 4 maí 1982. HLYNUR 9

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.