Hlynur - 15.04.1982, Blaðsíða 10

Hlynur - 15.04.1982, Blaðsíða 10
Bjarni Helgason, Egilsstöðum IJr reisubók bakarameistara Samvinnubrauðgerða Frá námskeiöi Samvinnubakara á Húsavík í okt. 1980. F, v.: Sveinn Benónýsson, Hvammstanga; Rene Tornare, Sviss, leiö- beinandi; Kjell Berglund, A. B. Juvel i Sví- þjóö, leiðbeinandi; Hermann Jónsson, Ak- ureyri; Ottó Sigurðsson, Neskaupstað og Bjarni Helgason, Egilsstöðum. Myndina tók Evert Evertsson, Húsavík, en auk þess vantar á myndina; Sigurð Hjartarson, Höfn; Vilhjálm Hallgrímsson, Akureyri; Stefán Árnason, Selfossi og Albert Þorkelsson, Borgarnesi. # Frásögn mín hefs't í Reykjavík síðla laugardags 9. jan. s. I. fyrir utan Esjuberg. Veðrið var fremur kalt og vindur úr öllum áttum eins og oft er í Reykjavík. A Esjubergi ætlum við að hittast fimm bakarar frá samvinnubrauð- gerðunum víða um land, ásamt Höskuldi í Kjarna, Ásgeiri í Bako og Pálmari í Innflutningsdeild til að ræða ferðaáætlun okkar fimmmenn- inga til Danmerkur, Svíþjóðar og Þýskalands. Ég æði áfram eftir gang- stéttinni til að ná í húsaskjól, áður en næðingurinn kæli mig niður úr öllu valdi. Margir bakarar eru ákaflega kulvísir og ég er þar engin undan- tekning. „Bjarni, Bjarni!" heyrist hrópað fyrir aftan mig og út úr bíl snarast þrír menn. Tveir þeirra eru frekar breið- vanir, en hinn þriðji er mesti væskill í samanburði við þá. Siggi bakari á Hornafirði nær fyrstur í hönd mína og heilsar með breiðu brosi. Hinn stóra manninn hef ég aldrei séð áður, en mig rennir grun í að þar sé kominn frá Akureyri „maðurinn með stóra nafnið", þ. e. Jónas Hallgrímsson. Sá þriðji og mjói er auðvitað Pálmar, sem er þarna á ferð til að kynna okk- ur plön sín. Við göngum inn og hittum þar fyr- ir Svein frá Hvammstanga, sem situr við borð eitt og lítur hálf vesældar- lega út, enda með flensu og smitberi. Brátt bætast í hópinn Ásgeir og Höskuldur, en þeir tveir eru umbjóð- endur erlendra fyrirtækja, sem ætl- unin er að við heimsækjum í ferð okkar. Þá eru allir mættir, nema Al- bert frá Borgarnesi, sem er kominn til Keflavíkur og ætlar að hitta okkur þar, daginn eftir. Við ræddum fyrirhugað ferðalag og áttum þarna mjög gagnlegar við- ræður á meðan Stefán Jökulsson rísl- aði við píanóið úti í horni. Ákveðið var, að Ásgeir færi með okkur til Þýskalands og lóðsaði okkur þar í gegnum námskeiðið og kynnisferð hjá fyrirtæki, sem hann hefur umboð fyrir hér heima, en Höskuldur gat ekki farið með, en ætlaði þess í stað að afhenda okkur danskri fabrikku, þar sem við yrðum skólaðir til í fag- inu. Hvað stóð til? Ágæti lesandi! Þú, sem lesið hefur framanritað vilt e. t. v. fá að vita meira um þetta tilstand hjá þessum bakarahópi. Hvers vegna er þessi lýður þarna samankominn og fyrir hverra tilstilli? Haustið 1980 hélt Landssamband bakarameistara aðalfund sinn á Húsa- vík. Að honum Ioknum komu saman í brauðgerð K. Þ. sjö af níu meistur- um brauðgerða, sem kaupfélögin reka víðsvegar um landið. Til þessa fundar var sérstaklega boðað og lögð áhersla á, að sem flestir bakarar kaupfélaganna sæju sér fært að koma. Þarna voru einnig mættir Kell Berglund frá Svíþjóð og Rene Tor- nore, svissneskur konditor. Kell kynnti okkur meðferð á sænska hveitinu, sem allir kaupfélagsbakar- ar nota nú og Rene lumaði á ýmsum 10 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.