Hlynur - 15.04.1982, Síða 12
Hérer unnið við einhvern dýrindis bakstur.
okkur félagana. Ferðinni var nú heit-
ið til Kulmbach, 130 km frá Núrn-
berg. Veðrið var stillt, snjór yfir öllu
og kalt. Við vorum sóttir í bifreið,
sem Þjóðverjum þykir sjálfsagt til-
hlýðilegt að flytja bakara í, svokall-
aða „micro-bus“, sem við hér heima
köllum rúgbrauð. Bílar þessir eru á-
kaflega kaldir og var þessi engin und-
antekning. Var framrúðan eini skjár-
inn, sem sást út um, hinar voru allar
þykkhélaðar.
Eftir Iangan akstur, að mér fannst,
komum við loks til Kulmbach. Þar
var okkur tekið tveim höndum, af
framkvæmdastjóra Ireks Akardy, hr.
Bergmann, og drifnir beint á nám-
skeið í tilraunabakaríi fyrirtækisins.
Kennarinn var hvorki meira né
minna en doktor í okkar fagi. Heitir
hann dr. Gaubach og undir hans leið-
sögn vorum við leiddir í allan sann-
Ieika um hvernig ætti að prófa gæði
smjörs og annarra efna, sem við höf-
um í höndunum frá degi til dags.
Ireks Akardy er mjög stórt fyrirtæki
og framleiðir m. a. hjálparefni til
brauðgerðar, sem okkur voru kynnt.
Dagurinn leið fljótt og um kvöldið
bauð hr. Bergmann okkur til kvöld-
verðar á veitingahúsi, skammt frá
hótelinu, þar sem við bjuggum. Þetta
var ákaflega skemmtileg stund,
menn skiptust á sögum hver frá sínu
12 HLYNUR
landi og dr. Gaubach sagði m. a. frá
því, hvernig hann slapp við að gegna
herþjónustu í seinni heimsstyrjöld-
inni, vegna þess að hann og faðir
hans voru einu bakararnir í heimabæ
hans, og ekki mátti bærinn verða
brauðlaus. Einnig var frásögn hans
athyglisverð af því hvernig hann bak-
aði brauð í svörtustu Afríku og leysti
þar vandamál með undir- og yfirhita
á bráðsnjallan hátt.
í skoðunarferð.
Kvöldið leið hratt og áður en varði
var kominn háttatími og daginn eftir
áttum við að skoða fyrirtækið. Næsta
dag vorum við sóttir á hótelið í stórri
rútu og bílstjórinn tjáði okkur að í
dag væri hvorki meira né minna en
24° frost. Veðrið var ákaflega stillt,
en samt nísti kuldinn og trén þarna
voru ákaflega falleg með þykku hélu-
lagi, sem glampaði á í sólskininu.
Við byrjuðum á að setjast niður og
hlusta á fyrirlestur hjá dr. Gaubach,
sem Dennis og Ásgeir þýddu jafn-
óðum. Síðan hófst skoðunarferð um
byggingar fyrirtækisins — og þvílíkt
flæmi! Við gengum um tilraunabak-
arí, efnarannsóknarstofu, upp og
niður stiga, kíktum inn í komsíló og
tanka, þar sem verið var að vinna
þurrsúr í brauð og allt í einu var kom-
inn tími til brottferðar. Við kvöddum
hr. Bergmann og stigum inn í rúg-
brauðið og þar hittust Albert og
taskan hans aftur, eftir tveggja sólar-
hringa aðskilnað.
Aftur til Danmerkur.
Ferðin til Núrnberg var býsna
kuldaleg og vorum við fegnir að
komast inn í flugstöðina þar. Ferða-
máti okkar frá Núrnberg breyttist
allmikið, því úr ,,micro-bus“ stigum
við upp í ,,air-bus“ og var það mikil
breyting til hins betra. Flugið til
Frankfurt tók stuttan tíma og skildi
Ásgeir þar við okkur, Því hann ætlaði
til Hamborgar á heimleiðinni. Síðan
flugum við til Kaupmannahafnar og
þar kvaddi Dennis, enda kominn til
síns heima og framundan hjá honum
var skíðaferðalag til Austurríkis.
Við fluttum okkar hafurtask í inn-
anlandsflug, því nú lá leiðin út á Jót-
Hlegið að einum góðum.
land, nánar tiltekið til Julesminde,
þar sem við ætluðum að skoða
Credin-verksmiðjurnar og læra sitt af
hverju um notkun þeirra efna, sem
þar eru framleidd til brauð- og köku-
gerðar. Þar sem við sátum í biðsal
innanlandsflugsins þótti Jónasi nátt-
úrlega tilvalið að fá sér í pípu. Vindur
sér þá að honum strákur og bað um
eld í sígarettu. Varla var komin glóð í
sígarettuna. þegar strákurinn þaut til
stúlku, sem kom aðvífandi rétt í því.
Kysstust þau svo innilega, að auðséð
var, að þessi smá glóð, sem strákur-
inn fékk hjá Jónasi, hafði blossað
upp innvortis.