Hlynur - 15.04.1982, Blaðsíða 15

Hlynur - 15.04.1982, Blaðsíða 15
Magga, Hrönn, Dóra, Steindóra og Kristbjörg syngja við undirleik Árni Magnússon syngur gamanvísur við undirleik Gunnars Sig- Árna Magnússonar. Gunnar Sigmarsson kom þar líka við sögu, en marssonar. komst ekki fyrir á myndinni. FRÁ VOPNAFIRÐI • Starfsmanrrafélag KVV hélt árs- hátíð sína, þá aðra í röðinni, í Mikla- garði þ. 20. feb. s. 1. á afmæli Sam- vinnuhreyfingarinnar. Samkoman var fjölmenn. Nær allt starfsfólk KVV var þar mætt, með betri helm- inginn, og fleiri gesti. Ekki skorti neitt í mat og drykk, og einnig var vel séð fyrir andlega fóðr- inu. Jón Þór Guðmundsson, formaður félagsins setti hátíðina með smá ræðustúf, og bauð síðan Alexander Arnason vera veislustjóra. Munaði litlu, að hann hnekkti Olympíumeti Vilhjálms Einarssonar í þrístökki, á ferðum sínum milli borðs og ræðu- púlts (Hann var sem sé nýsloppinn úr gifsi). Ýmislegt var til skemmtunar með- an á borðhaldi stóð: Gunnar Sigurðsson flutti létt efni, stolið og frumsamið, þó meira frum- samið. Árni Magg söng gamanvísur ortar af Jóni Pór við harmoníkuspil Gunnars. Auglýsingar komu í smá- skömmtum, flestar úr fylgsnum Myndarlegur hópur við eitt borðið. KVV. Vinsælast á dagskránni var tískusýning, þar sem þeir Dúddi, Kristján og Ómar sýndu nýja og gamla kvenfatatísku. Kynnir: Ásta Ólafsdóttir. Sýningardömur þessar höfðu það öfugt við fatafellur að þær bættu stöðugt á sig fötum í þessari röð: að fyrst fengu gestir að virða fyrir sér ýmiskonar baðfatnað, á þrýstnum kroppum þeirra, þar næst breytilega náttfatatísku, gagnsæja eða ógagnsæja, og að lokum flotta kvöldkjóla með ýmsu sniði, þessu fylgdi að sjálfsögðu svo þokkafullar hreyfingar, að þeir þekktustu á Broadway falla í skuggann. Að síðustu sungu þær Kristbjörg, Magga, Hrönn, Dóra og Steindóra nokkra gamla slagara við undirleik Árna og Gunnars. Árshátíðinni lauk svo með þrum- andi dansleik, Iék 5 manna hljóm- sveit gömlu og nýju dansana, og allir dönsuðu af miklu fjöri til kl. hálf fjögur um nóttina, stauluðust sár- fættir heim „fullir" af skemmtilegum minningum. — Halldóra Aðalsteinsd. Kristján Magnússon sýnir náttfatnað á tískusýningunni.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.