Hlynur - 15.04.1982, Blaðsíða 17
Frá Stf. Kf.
Dýrðfirðinga
Rætt við Andrés Guðmundsson
• Aðalfundur var haldinn þriðju-
daginn 20. apríl og mæting var góð,
rúml. 50%.
Stjórnin var endurkjörin. Formað-
ur: Magnús Sigurðsson; ritari: Krist-
ín Kristjánsdóttir; gjaldkeri: Helga
Aðalsteinsdóttir og meðstjórnendur:
Aðalsteinn Gunnarsson og Andrés
Guðmundsson.
Þá var Andrés endurkjörinn full-
trúi starfsmanna í stjórn Kf. Dýrfirð-
inga. Varamaður: Aðalsteinn Gunn-
arsson. Það er í samþykktum starfs-
ntannafélagsins, að fulltrúi starfs-
manna sé kosinn á aðalfundi þess.
Starfsemin hefur verið með mjög
líflegu móti í vetur. Par er fyrst að
telja félagsmálanámskeið, sem hald-
ið var í nóvember 1981 í samvinnu
við Lionsklúbbinn, verkalýðsfélagið
og íþróttafélagið Höfrung. Kaupfé-
lagið og Þingeyrarhreppur styrktu
námskeiðið. Þátttakendur voru 22.
þar af 9 konur. Leiðbeinandi var
Guðmundur Guðmundsson, fræðslu-
fulltrúi Sambandsins. Allir voru sér-
staklega ánægðir með námskeiðið og
samdóma um, að betri leiðbeinandi
væri vandfundinn og áhugi á að fá
hann aftur á staðinn.
Síðan stóðun við fyrir hnýtingar-
námskeiði í desember þar, sem þátt-
takendur voru 25, þar af einn karl-
maður. Leiðbeinandi var Borgný
Gunnarsdóttir, kennari við Grunn-
skólann á Þingeyri. Þetta var mjög
rómað af þeim, sem námskeiðið
sóttu og margir og fagrir gripir urðu
til.
Við héldum árshátíð okkar 13.
mars í félagsheimilinu á Þingeyri.
Hún var að vanda byggð á ýmsum
skemmtiatriðum, leik, söng, gríni og
glensi — allt heimatilbúið. Hún er
þannig byggð upp, að um daginn er
barnaskemmtun og skemmtun fyrir
fullorðna um kvöldið og dans á eftir.
Ágóði af þessari skemmtun er notað-
ur til helgarferðar starfsfólks til
Reykjavíkur og sú ferð var farin
helgina 23.-25. apríl og þá prófuð-
um við þá nýjung, að Átthagafélag
Dýrfirðinga tók þátt í sameiginlegri
kvöldskemmtun með borðhaldi og
dansi og sóttu þá skemmtun 167
manns. Hún var haldin í Félagsheim-
ili Seltjarnarness. Þá má koma fram,
að félagar starfsmannafélagsins í
þessari ferð voru 32, en á skemmtun-
inni fyrir vestan voru 250 manns alls.
Andrés Guömundsson, kynnir á árshátíð
1982.
Kórsöngur á árshátíðinni.
Við héldum að kúrekar væru aðeinsfyrir westan, en þeireru greinilega lika fyrir vestan.