Hlynur - 15.04.1982, Qupperneq 19

Hlynur - 15.04.1982, Qupperneq 19
Líflegt hjá Stf.KRON • Félagsstarfið hér hefur verið með ágætum og höfum við skarað fram úr sjálfum okkur í ár, því fyrir utan hið hefðbundna starf svo sem sumarferð, leikhús og árshátíð, þá var haldið þorrablót og jólaball fyrir börn starfsmanna. • Á þorrablótinu og jólaballinu lék fyrir dansi KRON-bandið, en það er starfsmannahljómsveit, sem skaut upp kollinum á árshátíðinni í haust. Tvær söngkonur höfðu bæst í hóp- inn, svo þetta var orðið 6 manna band, allt, utan einn, starfsfólk KRON. • Góð þátttaka hetur venö a skemmtunum hjá okkur í vetur og góð stemning. Má sérstaklega geta um jólaballið, sem tókst alveg frá- bærlega vel. Við sprengdum utan af okkur Fáksheimilið, ýmsir starfs- menn, sem vildu gjarnan leggja sitt af mörkum, komu með dýrindis veislu- tertur og fyrir utan kaffi, kökur og gos dreifðu jólasveinar eplum og sæl- gætispokum. KRON-bandið fékk alla til að syngja með og voru margir þreyttir í fótum og á fugladansi er heim var haldið. Jólaball fyrir börn starfsmanna verður örugglega árviss skemmtun hér eftir. • Aðalfundur starfsmannafélagsins var haldinn I. mars. Nokkur um- skipti urðu á stjórn, enda ágætt, að fólk þar hringsóli svolítið. Stjórn skipa núna: Rebekka Práinsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Steingrímur Ingólfsson, Bára B jarnadóttir, Sigur- björg Björnsdóttir, Sæunn Jóhanns- dóttir, Gunnhildur Kristjansdóttir og Ólafur Sigurðsson. Meðlimir KRON-bandsins. F. v.: Arthúr, Sigurvin, Áslaug, Bergþóra og Víðir. Gunn- ar rótari laumast á bak viö Bergþóru. Á jólaballi. • Starfsfólk KRON skiptist á 12 vinnustaði og eiga 7 þeirra fulitrúa í stjórn. Við höfum reynt að dreifa kröftunum sem mest til að fá bein persónuleg tengsl við sem flestar búðir, en það skiptir greinilega miklu máli varðandi þátttöku starfsfólks. hinmg hötum við rekið okkur á, að miklu varðar, að verslunarstjórar séu jákvæðir gagnvart starfsmannafé- laginu og taki þátt í starfi þess, þá koma aðrir á eftir. Pað eru jú versl- unarstjórarnir, sem mest samskipti hafa út á við.— Rebekka Þráinsdóttir. HLYNUR 19

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.