Hlynur - 15.04.1982, Blaðsíða 20
Jón Sigurðsson, skólastjóri afhendir Ernu Bjarnadóttur verðlaun fyrir besta námsár-
angur á stúdentsprófi vorið 1982.
Á siðasta hausti tók við skólastjórn Samvinnuskólans Jón Sigurðs-
son. Þó ungur sé að árum, er han kunnur fyrir störf sín að þjóðmál-
um og hafði um fimm ára skeið verið ritstjóri dagblaðsins Timans.
Skólastjórar Samvinnuskólans hafa jafnan verið pennar góðir og
Jón hefur skrifað um ýmis efni í blöð. í starfi sínu í vetur hefur Jón
sýnt að mikils má af honum vænta og Samvinnuskólinn fær von-
andi aö njóta starfs hans um mörg komandi ár.
Jón Sigurðsson, skólasijóri Bifröst
— Hvað hefur komið þér mest á
óvart í starfinu við Samvinnuskólann?
— Eg hélt satt að segja, að slíkur
ferskur og, ef ég mætti orða það svo
hátíðlega, heilbrigður félagsandi,
sem ríkir að Bifröst væri einfaldlega
ekki til nema í bókum mjög velvilj-
aðra höfunda. Sem unglingur kynnt-
ist ég slíkum félagsanda ekki og
sennilega hef ég, eins og flestir aðrir
gera reyndar, ályktað af eigin
reynslu.
En þessi félagsandi er hér til og
virðist dafna mjög vel. Ef eitthvað
getur kallast menningarlíf, þá er það
þetta, enda felur þetta litla samfélag
okkar í sér strangt nám, mikil félags-
störf og talsverðan aga. Það sem
mestu varðar er, að menn koma
hingað til að læra sjálfviljugir, ráða
sjálfir félagsmálum sínum og aginn er
að langmestu leyti sjálfsagi. Eins er
um þá listastarfsemi, sem hér fer
fram, að hún er um fram allt eigið
frumkvæði, eigin sköpun nemend-
anna.
— Er skólinn líkur því, sem þú
gerðir þér í hugarlund, áður en þú
komst hingað?
— Eins og ég sagði, hefur félags-
andinn komið mér ánægjulega á ó-
vart. Að öðru leyti haði ég kynnt mér
málefni skólans að sjálfsögðu og
fengið glöggar upplýsingar um náms-
skipan og starfsháttu.
Að því Ieyti hefur það ef til vill
einkum farið fram úr vonum mínum
hversu létt og áreynslulítið, eiginlega
sjálfkrafa, störfin ganga í höndum
starfsliðs og nemenda.
— Hvernig sérðu fratntíð skólans
fyrir þér?
— Eg get í fljótu bragði ekki séð,
hvað það væri, sem ætti að hindra
skólastörfin í framtíðinni, fremur en
gerst hefur á liðnum tíma. Það veldur
auðvitað hver á heldur og öll mann-
leg viðleitni er annmörkum háð, en
með Guðs hjálp og góðra manna
verða störfin varla erfiðari í framtíð
en í fortíð.
Hitt er annað mál, að Samvinnu-
skólinn verður jafnan að bregðast við
nýjum og síbreytilegum aðstæðum í
þjóðlífi og atvinnulífi. Við verðum
stöðugt að ganga fremstir og undir
20 HLYNUR