Hlynur - 15.04.1982, Side 21

Hlynur - 15.04.1982, Side 21
því er mikið komið. í þessu felst það meðal annars, að við verðum jafnan að vera nógu óánægðir með okkur sjálfa til að kunna að meta nýjung- arnar og tillögurnar um breytta háttu, því annað leiðir til stöðnunar og hnignunar. Sérstakt viðfangsefni að þessu leyti er samstarf skólans við ríkis- valdið. Bæði er, að við eigum til fjár- veitingavaldsins að sækja og hitt, að ríkisvaldið gerir vitanlega sínar kröf- ur um námsframboð og skólaskipan. Þessar aðstæður breytast frá ári til árs, með fjárlögum og með öðrum nýmælum í lögum og reglugerðum. Þannig er nú heildarlöggjöf um fram- haldsskólastigið í smíðum og mjög mikilsvert fyrir skólann hvernig þeim málum reiðir af, að hann haldi hlut sínum og sjálfstæði. — Er eitthvad, sem má bæta eða breyta oghvað þá helst? — Eg lét svo um mælt síðastliðið haust, að ástæðulaust væri að efna til einhverra skyndibreytinga á starfs- háttum skólans enda væri ekki annað að sjá en skólaskipan og starfshættir almennt væru til prýði. Við þetta stend ég enn, en hins vegar endurtek ég það, sent ég sagði áðan að við verðum jafnan að vera nógu óánægð- ir með okur sjálfa til að geta horfst í augu við síbreytilegar aðstæður og kröfur. Það hefur verið sagt, að „með nýj- um augum“ sjáist hlutirnir best. í vetur hefur mest verið fengist við ýmsa innviðu, skipulagsatriði og jafnvel bókhald. Nú í vor komast verklegar framkvæmdir, viðhald og viðgerðir á dagskrá svo sem verið hefur á hverju ári, en á því sviði er nóg að gera í gömlum húsum. Segja má, að skólinn standi á blístri í hús- næðismálum, en bygging íbúðarhús- næðis og kennsluálmu er forsenda framþróunar skólans. Ennfremur hefur talsvert verið unnið að samn- tngum um hitaveitu til skólans og rannsóknum í því efni hér í nágrenn- >nu. I menningarstarfsemi skólans má auðvitað alltaf gera betur, með gestaboðum, kynningum og fyrir- 'estrum um Iistir, skáldskap og ruenntir almennt, en þetta skiptir miklu máli í skóla, sem svo mjög lýtur að atvinnulífi og félagsmálum. Hins vegar bíðum við eftir auknu húsrými til þess að geta búið betur að bóka- safni skólans og þeint listaverkum, sem hann á. — Hvernig hefur þér líkað hér í vetur? — Akaflega vel og betur en ég hefði haldið. Eg veit ekki annað en fjölskyldan hafi sömu sögu að segja. — Hefur það kosti eða galla að búa uppi ísveit? — Sjálfsagt hefur það sína ókosti, þótt ég eigi í svipinn erfitt með að koma auga á þá. Einhverjir ókostir fylgja öllu lífi og aðeins heimska að vilja ekki sætta sig við það. í mínum huga eru kostirnir yfirgnæfandi. I þessu efni verðum við að hafa það í huga, að bylting er orðin í öllum samgöngum. Peir, sem búa að Bif- röst, eða á öðrum sambærilegum stöðum, geta notið alls þess besta, sem höfuðborgin hefur að bjóða — en losnað við allt hitt, sem miður fer þar. Vitaskuld sjáum við eftir sveit- unum, sem sjálfstæðum menningar- og félagseiningum, en í staðinn er landið allt orðið ein heild þar sem hver limur styður annan, bæði í at- vinnulífi, félagsmálum og menning- arstarfsemi. Og þannig á þetta að vera. Við eigum samleið sem þjóð og eigum að Iifa hver á öðrum, styðja hver annan og haldast í hendur. En því er þó ekki að leyna, að menningarlífið úti á landsbyggðinni hefur það ótvírætt langt fram yfir höfuðborgarsvæðið, að í byggðunum treysta menn á sjálfan sig miklu fremur en á sérhæfða atvinnumenn. Það er engu líkara en allir séu með fullar hendur og huga af listrænum og menningarlegum verkefnum. Það er ekki einu sinni á færi nokkurs manns að fylgjast með öllum þessum leiksýningum áhugahópa, öllum þessum málverkasýningum frístunda- málara, og hagyrðingar og skáld búa í hverju héraði. Þetta tekur höfuðborginni fram að því leyti, að meira hvílir á eigin frum- kvæði fólksins. Þetta er eiginlega nær því sem við viljum kalla þjóðlega menningu en hún felst í sköpun fólksins sjálfs, fremur en að almenn- ingur sé þögull þiggjandi. Hvað Bifröst snertir, læt ég mer nægja að minna á að nafnið merkir „brúin milli himinsogjarðar". Þaðer alltaf best að vera sem næst himnin- um, í öllum skilningi orðanna. — Hvernig œxlaðist það, að þú réðst sem skólastjóri að Bifröst? — Ég hafði ákveðið fyrir löngu að hverfa frá fyrra starfi mínu, enda réðst ég í það á sínum tíma til að sinna þar tímabundnum verkefnum, eða réttara sagt, takast á við tíma- bundin vandamál. Við hjónin höfð- um ákveðið að stefna út á land. Aug- lýsing um starf skólastjóra Sam- vinnuskólans var því eins og af himni send, og hefur sennilega verið það. Reyndar höfum við hjónin einkum haft kennslustörf í huga, þar sem við erum bæði kennarar og ég til dæmis hafði áður tæpan áratug starfað sem kennari á framhaldsskólastigi. — Hvaðan ert þú sjálfur? — Ég fæddist 23. ágúst árið 1946 í Kollafirði á Kjalarnesi, þar sem Lax- eldisstöð ríkisins er nú, en móðurfólk mitt átti þá jörð. Ég er ættaður að sunnan og vestan. Móðir mín er Unnur Kolbeinsdóttir, kennari, en faðir minn er Sigurður Ólason, lög- ntaður. Þau eru búsett í Reykjavík. Ég lauk háskólaprófi í sagnfræði og íslensku, bókmenntum og málvís- indum, árið 1969, en stundaði síðan franthaldsnám með vinnu, bæði hér- lendis og í Svíþjóð. Ég starfaði sem kennari við menntaskóia og verslun- arskóla, meðan ég var í háskólanum, en árið 1970— 1972 var ég íslenskur sendikennari við háskólann í Lundi og Gautaborg í Svíþjóð. Eftir að við komum aftur heim, var ég m. a. Iek- tor við Háskóla íslands og starfaði við bókaútgáfu, var um tveggja ára skeið forstjóri Menningarsjóðs, en réðst árið 1977 til Tímans og var þar ritstjóri, þangað til í fyrra. Eiginkona mín er Sigrún Jóhannes- dóttir, kennari. Eins og ég á hún til kennara að telja, svo að kennslan er orðin nokkurs konar hefð í ættum okkar beggja. Við eigum tvo sonu, Óla Jón og Snorra. — M. G., S. A. HLYNUR 21

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.