Hlynur - 15.04.1982, Síða 24

Hlynur - 15.04.1982, Síða 24
wna MTrTMnc TMn Skyldi ekki svona falleg kona hafa truflandi áhrif á skipsstjórnar- pær eru ákveðnar á svip þessar. menn? Aflanum hampað. • Pví var þaö að laugardaginn 17. apríl s. 1. lét Litlafell úr höfn með fimmtíu samvinnustarfsmenn innan- borðs. Skipstjóri var Kári Valvers- son. með einvala skipshöfn. Veöur var þungbúið og jók rign- ingu og vind, þegar á daginn leið. En menn voru hressir og kátir og mættu til leiks með hin ýmsu tegundir veið- arfæra, allt frá krók bundnum viö snærishönk til handfærarúllu. Eng- inn kom með troll. Var nú siglt fyrir mynni Hvalfjarð- ar, suður í átt til Vatnsleysustrandar og loks inn Kollafjörð, bak eyja. Rennt var víða og var slík mergð færa í sjó, að á stundum kræktist saman undir kjöl. Brá fyrir miklum svip- brigðum, Þegar sá stóri beit á, sem breyttust í vorblítt bros, þegar ein- hver yngismeyjan fann handtök ein- hvers yngissveins á hinum endanum. Aflinn, sem túrinn gaf af sér var þrír stórfiskar. Landkrabbar kalla þessa fiska marhnúta og láta börn sín veiða af bryggjusporðum. Einnig komu upp tvær sprökur, vænar. Mæltu svo illar tungur, að mælst hefðu um fimm sm á lengd og tveir á breidd, sú stærri. Hefur, að sögn, ekki meira fley verið gert út á mar- hnútaveiðar. Katrín formaður tekur öruggum höndum færínu. Þvilíkur vettlingur! Sumir höfðu vandaðar stengur. Greinilega er gaman að veiða.

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.