Hlynur - 15.04.1982, Side 29
Lárus sendir kveðjur
Holtagarðahagyrðingar
Lárus Hermannsson.
Óskar Pórðarson
• Eins og elstu menn muna, birtust í
árslok 1980 og í ársbyrjun 1981
nokkuð úr „andlegri fóðurbók"
starfsmanna vörulagersins í Holta-
görðum.
Hjá Innflutningsdeild starfaði um
langt skeið Lárus Hermannsson og
var hann liðtækur við gerð hins and-
lega fóðurs. Fyrir skömmu kom Lár-
us í heimsókn á ritstjórn Hlyns og
rétti okkur eftirfarandi texta:
Eg var að glugga í útkomin blöð af
Hlyni, blaði samvinnustarfsmanna,
og sá ég, að fyrrverandi vinnufélagi
minn, Oskar Pórðarson frá Haga, fór
þar á kostum miklum, eins og honum
oft hefur verið lagið, og lét hvína í
kviðlingareiðanum, sem ég kann vel
að meta. I því sambandi minnist hann
á hinar svokölluðu andlegu fóður-
bækur, sem til urðu fyrir okkar til-
stilli, mín og hans, aðallega þó inn-
komnar vísur frá öðrum aðilum og
Páll Kristjánsson hélt til haga.
En þar sem ég veit, að Oskar hefur
gaman af bæði sínum vísum sem og
stundum annarra, þá er ekki úr vegi
að birta fleiri sýnishorn, sem til eru úr
fóðurbókunum, eftir hann og fleiri.
Óskar ljóðar á Lárus:
Veröi mynduð vinstri stjórn,
víst má að því ganga.
Að Lárus verði að færa fórn,
feykilega stranga.
Lárus svarar:
Margar hefi ég fórnir fært
fyrir land og þegna.
Pað er aðeins köppum kært
köllun sinni að gegna.
Að sjálfsögðu var nú ekki lagt út í
það, að svara öllum þeim vísum, sem
Óskar orti. En ég set svona til sýnis
nokkrar, sem mér varð á að setja á
blað, bæði til hans og fleiri.
Við þurfum engin ljóð að laga
líkar allt svo vel hjá þér.
Okkar heiðurskarl úr Haga
heldur uppi merki hér.
Ef mér dettur drápa í hug
dult verð með að fara.
Rætt var um að ráða bug,
a reynsluleysi Skara.
Vísa um sjálfan mig:
Um lyftarann hefur Lárus spurt,
Iengi var hann hér um kjurt.
Hann er núna horfinn burt,
ég held ég viti ekki hvurt.
Af þessari gerði Lárus fyrri part en
Óskar botnaði:
Ljúft er að hafa lyklavöld
og loka hina inni.
En seinna koma syndagjöld
sem ei verða minni.
Páll orti fyrripart til Arnórs og bað
undirritaðan um seinnipartinn:
Arnór smalar úfið haf
eltir rýra sauði.
Sínum hrútum geldum gaf
góða sneið af brauði.
Áfram um Arnór okkar, góðbónd-
ann:
Aldrei verður Arnór mát
óhemjandi af fjöri.
Litaða punga og lummur át
og laufabrauð með smjöri.
Um læstar dyr og leyfisveitingar
Hjalta:
Okkur væri í því fengur
ef þið vissuð hver ég er.
Örna sinna af þú gengur
áttu að kaupa miða hér.
Þá er svo sem hægt að setja á blað
vísur, sem urðu til um afreksmanninn
HLYNUR 29