Hlynur - 15.04.1982, Page 31

Hlynur - 15.04.1982, Page 31
Egill Jónasson, hagyrðlngur á Húsavík, ásamt konu sinni, Sigfríði Kristinsdóttur. Leiðréttingar • í síöasta blaði brugðu þcir ritstjór- inn og prentvillupúkinn heldur betur á leik og flengriðu hvorir öðrum um síður blaðsins. Skal þar fyrst til taka að á bls.5 í myndatexta er húsmóðirin á Ystafelli rangfeðruð, en hún heitir Kolbrún Bjarnadóttir. Á síðu 8 er í fyrirsögn kynntur Gunnar Jónasson, en eins og allir vita, heitir maðurinn Gunnar Jónsson, eiris og reyndar kemur fram í undirskrift greinarinnar. Á bls. 15 á miðmyndinni neðst á síðunni er sagt að stúlkan heitir Lov- ísa Matthíasdóttir, en auðvitað heitir svona falleg stúlka í höfuðið á ástar- gyðjunni og heitir Freyja Leifsdóttir. Parnæst er á bls. 19 í myndatexta við þriöju mynd aö ofan talað um Jakob Sigurpálsstin. en hann heitir Jakob Sigurólason. Á bls. 25 í texta við mynd nr. 2 frá árshátíð er rangur maður talinn umboðsmaður Sam- vinnuferða/'Landsýnar, en umboðs- maðurinn er Stefán Jón Bjarnason, sem er þar að afhenda ferðavinning kvöidsins. Á bls. 31 er ívar Haukur Stefánsson, talinn frá Fagranesi, en sá bær er í allt annarri sveit. ívar er frá Haganesi. Einhver meinlegasta villan er þó í myndatexta á bls. 27, þar sem alger- lega er farið rangt með nafn látinnar konu Egils Jónassonar. Kona hans hét Sigfríður Kristinsdóttir. Við birt- um hér aftur myndina af þeim heið- urshjónum, um leið og ritstjóri biður alla afsökunar á þessum hvimleiðu mistökum. * Dregið í ferðahappdrætti LIS • Dregið hefur verið í ferðahapp- drætti LÍS, en allir sem mættu á fundi og ferðakynningar LIS og Samvinnu- ferða í mars og apríl sl. hjá starfs- mannafélögunum, fengu happdrætt- isrniða. kom á miða nr. 375. Flug til Toronto í Kanada á miða nr. 718 og flug til Tromsö í Noregi á miöa nr. 740. Hinir heppnu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrif- Dvöl í sumarhúsi í Danmörku stotu LÍS, sími 21944. Góðaferð! Katrín. Páll. Breytingar á ritnefnd Eva. Pálmar. • Hafi einhver hirt um að líta í blaö- hausinn á síðasta tbl. Hlyns, hefur sá hinn sarni séð, að nokkur breyting er á orðin. Fau Katrín Marísdóttir og Páll Daníelsson hafa bæði Iátið af störfum í ritnefnd, Katrín vegna anna, m. a. í Sf. SÍS og Páll er hættur störfum hjá Samvinnuhreyfingunni. • En ntaður kemur í manns staö. Eva Örnólfsdóttir í Samvinnubank- anum og Pálmar Arnarson hjá Inn- flutningsdeild SÍS hafa komið til Iiðs við Hlyn, svo vænlega horfir um sinn. • Jafnframt hefur sú breyting orðið á, að í fyrsta sinn er getið urn ritstjóra og ábyrgðarmann. Sá er Guðmundur R. Jóhannsson, sem nokkur ár sat í ritnefnd. I lefur svo talast til, að hann sjái a. m. k. um fyrstu tvö tbl. þessa árs og í næsta blaði kemur í ljós, hvort um frekari afskipti hans verða að ræða. HLYNUR HLYNUR 31

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.