Hlynur - 15.04.1982, Page 44

Hlynur - 15.04.1982, Page 44
Urdráttur úr reglum um heilbrigðis- og öryggisstarfssemi innan fyrirtækja l.gr. I fyrirtækjum þar sem eru 1—9 starfsmenn skal atvinnu- rekandi og/eða verkstjóri hans stuðla að góðum aðbún- aði, hollustuháttum og öryggi á vinnustað í nánu sam- starfi við starfsmenn fyrirtækisins og félagslegan trúnað- armann þeirra, sbr. þó 2. mgr. þessarar greinar. Forstjóri Vinnueftirlits ríkisins getur þó ákveðið, ef þurfa þykir, að fyrirkomulag það sem um ræðir í 2. gr. gildi einnig fyrir starfshópa sem getið er í þessari grein, þegar sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, sbr. til dæmis 40. og 44. gr. laga nr. 46/1980. 2- gr. I fyrirtækjum þar sem eru 10 starfsmenn eða fleiri skal atvinnurekandi tilnefna af sinni hálfu öryggisvörð og starfsmenn skulu kjósa úr sínum hópi öryggistrúnaðar- mann. 3- gr. í fyrirtækjum þar sem eru 50 starfsmenn eða tfeiri skal stofna öryggisnefnd. Starfsmenn kjósa úr sínum hópi tvo fulltrúa og atvinnurekandi tilnefnir tvo fulltrúa. Báðir fulltrúar atvinnurekanda í öryggisnet'nd teljast öryggisverðir og báðir fulltrúar starfsmanna öryggistrún- aðarntenn. Sé starfsmannafjöldi sveiflukenndur skal miðað við meðalfjölda næsta árs á undan, en tillit þó tekiö til aukn- ingar eða minnkunar á umsvifum fyrirtækisins. Kosning og tilnefning fulltrúa í öryggisnefnd skal, eftir því sem kostur er, vera með þeim hætti að fulltrúar hafi í sínum daglegu störfum yfirsýn yfir mestan hlutastarfsem- innar og/eða að þeir séu til staðar svo mikinn hluta starfs- tímans sent kostur er. 4- gr. Fari starfsemi fyrirtækisins fram í sjálfstæðum starfs- einingum eða útibúum þannig, að ætla megi að öryggis- nefnd fyrirtækisins hafi ekki nægilega yfirsýn yfir starf- sentina, geta atvinnurekandi og þeir aðilar sem undirbúa kosningu fulltrúa starfsmanna, sbr. 7. gr., gert með sér samkomulag um að fyrirkomulag samkvæmt 1, —3. gr. reglna þessara skuli viðhaft í einstökum starfseiningum eða útibúum. 6. gr. Atvinnurekandi tilnefnir fulltrúa sína ur hópi stjórn- enda fyrirtækisins. Tilnefningin skal að jafnaði vera til tveggja ára í senn, sbr. 4, mgr. 8. gr. 7. gr. Félagslegir trúnaðarmenn starfsmanna eöa trúnaðar- menn viðkomandi stéttarfélaga skulu sjá um undirbúning og framkvæmd kosninga fulltrúa starfsmanna. Sá fram- angreindra aðila sem frumkvæði hefur skal tilkynna hin- um aðilunum um fyrirætlanir sínar. 8. gr. Kosning öryggistrúnaðarmanna og fulltrúa starfs- manna í öryggisnefnd skal fara fram með skriflegri at- kvæðagreiðslu sem stendur a. m. k. einn vinnudag þar sem öllum starfsmönnum, sem kosningarétt hafa, ergef- inn kostur á þátttöku eða með skriflegri kosningu á starfs- mannafundi er boðaður hefur verið með a. m. k. tveggja sólarhringa fyrirvara. Kjörgengir eru allir starfsmenn fyrirtækisins nema stjórn- endur, en æskilegt er, að viökomandi hafi starfað a. m. k. I ár við fyrirtækið. Kosningarétt hafa allir starfsmenn fyrirtækisins nema stjórnendur án tillits til ráðningarforms, ráðningartíma og starfshlutfalls. Kosning fulltrúa starfsmanna skal að jatnaði vera til tveggja ára í senn. 9. gr. Atvinnurekandi skal tilkynna Vinnueftirliti ríkisins um þá aðila sem tilnefndir eru öryggisverðir og kosnir eru öryggistrúnaðarmenn. Þeir sem undirbúa kosningu full- trúa starfsmanna sbr. 7 gr. skulu tilkynna viðkomandi stéttarfélögum um sömu aðila. 44 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.