Hlynur - 15.12.1984, Blaðsíða 11

Hlynur - 15.12.1984, Blaðsíða 11
STEFANÍA ÓLAFSDÓTTIR HEFUR ORÐIÐ._______ Allt líf hér á jörðu lýtur í tilveru sinni ýmsum margflóknum lögmálum. Ekki ætla ég að reyfa þau eða reyna að kryfja þau til mergjar í svo stuttri grein. Enda trúlega ekki á færi nokkurs manns að fá viðhlýtandi skýringar eða niðurstöður á svo margslungnum fyrirbærum eins og lífinu og tilverunni. Tímans gangur er þó örugglega í stöðugri hringrás og virðist sem margir ef ekki flestir þættir lögmála lífsinsséu háðirþessu síendurteknahringferli. Margir svipaðir stórviðburðir virðast gerast aftur og aftur í sögu mannkynsins. í efnahagslífi þjóðanna skiptast á góðu árin og þrengingar hinna magurri ára. Við erum alltaf að glíma við sömu vandamálin sem við höfum tekist á við í árþúsundir. Þau koma alltaf upp aftur og aftur en við breyttar aðstæður og í nýju umhverfi. Svo furðulegt sem það nú er þá vill mannskepnan aldrei læra af reynslu liðinna kynslóða þannig að við verðum sjálf að yfirst íga erfiðleikana og leita eftir lausnum til bóta. í nútímaþjóðfélagi ekki síður en í rás liðinna alda eigum við í stríði við vopnum búin tortímgaröfl bæði náttúruleg og ásköpuð af heimsku mannanna. Ef við viljum fræðast af liðnum atburðum og taka okkur til fyrirmyndar ýmsar athafnir liðinna manna, þá sjáum við að bestu lausnir hafa fundist og mestar framfarir hafaorðið þegar menn hafatekist í hendurog staðið saman. Það þýðir samstaða, samhjálp og samvinna allra manna til að yfirstiga erfiðleikana. En trúlega er erfitt að fá þessa sundurlausu, sjálfselskandi nútímamenn til að standa saman. Hver stendur í sínu horni, lætur sem mest og hæst í sér heyra í sífelldu þrasi um þjóðfélagsvandann. Of margir eru sjálfumglaðir og tilfinningakaldir og eiga erfitt með að taka í framrétta sáttahönd náungans, eða endurgjalda kærleiksríkt brosið. Með hringrás sólar verða dagar að vikum, vikur að mánuðum og mánuðir að árum. Með árstíðahringnum og skapferli fólks er mikið og sterkt samhengi. Nú þegar myrkrið skellur yfir í skammdegi vetrarins, verður skapið oft þungt og hugurinn dapur. Manneskjurnar einangra sig enn meira en venjulega hver frá annarri. Þessi tími er oftast mesti erfiðleikatíminn því vandamál og áhyggjur hlaðast upp. Það vex og vex í dapurlegum og tómlegum augunum að takast á við vandann. Sumir kikna undan þungum áhyggjubyrðum og láta bugast. En við eigum Ijós til að lýsa okkur í dimmunni, bjart Ijós jólahátíðarinnar. Sú sameiningarhátíð ætti að gefa okkur hlýju og þann kjark sem þarf til að rétta náunganum höndina og leiða hann burt úr einangrun sinni. Ef við gleymum ekki tilgangi jólanna og pökkum ekki markmiðum þeirra inn í glansandi marglita jólaböggla, þá léttiraf okkurfargi hinnadimmudaga. f birtu Ijóssins eygjum við fólkið í hillingum gangandi saman á hringvegi heimsins í hringrás tímans, hönd í hönd. HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.