Hlynur - 15.12.1984, Blaðsíða 15

Hlynur - 15.12.1984, Blaðsíða 15
Við afhendingu iþróttastyrks Sambandsins. Erlendur Einarsson forstjori fyrir enda borðsins og t.h. á myndinni er Hreggviður Jónsson, formaður Skíðasambands (slands. íþróttastyrkur Sambandsins fyrir 1985 Einn þáttur í starfi samvinnuhreyf- ingarinnar er aö efla menningar- starf f landinu. Liður í því er ýmiskonar fjárstuðningur við íþróttahreyfinguna. Árið 1980 var ákveðið að veita árlegan íþróttastyrk til sérsam- banda íþróttasambands íslands eða hliðstæðum landssamtökum sem starfa að íþróttamálum. Var af hálfu stjórnar samþykkt reglugerð þar um. Fyrsti styrkhafinn var Körfuknatt- leikssamband íslands en síðan hafa bæði Handknattleikssam- band íslands og Frjálsíþróttasam- band íslands hlotið styrk. í júlí sl. var auglýst eftir umsókn- um um styrk fyrir árið 1985 og bárust fjölmargar umsóknir. Á blaðamannafundi sem haldinn var 7. nóv. sl. skýrði Erlendur Einarsson, forstjóri frá því að Skíðasamband íslands hefði verið veittur styrkurinn að þessu sinni og afhenti Hreggvið Jónssyni, for- manni þess styrkinn, 500 þúsund krónur. Hreggviður þakkaði með stuttri ræðu. Hann sagði að þetta framtak Sambandsins hefði mjög ýtt undir svipaðan stuðning frá öðrum fyrir- tækjum í landinu. Þessi styrkur kæmi skíðasambandinu mjög til góða í viðleitni þess til þess að gera skíðaiþróttina að almenn- ingsíþrótt. Fleiri tóku til máls á fundinum og lýstu ánægju með menningarstarf Sambandsins. Slíkir styrkir væru mikil örfun og hvatning til frekari dáða á íþróttasviðinu. Skíðasambandið er vel komið að þessum styrk. Skíðaíþróttinni vex sífellt fiskur um hrygg hérlend- is og er að verða aðalfjölskyldu- íþróttin þar sem ungir sem aldnir geta tekið þátt i og sameinast um áhugamál. í þessu sambandi má benda á að samvinnustarfsmenn safnast árlega til skiðaviku í Nor- egi, þar sem sagt er að allir fæðist með skíði á fótunum. Þetta er orugglega ekki slemma hjá þeim Hreini og Jörgen. A milli þeirra situr Hermann Ólafsson, starfsmaður Sambandsins um langa hríð og gamalreyndur við græna borðið. Hamragarða bridge Nýlokið er árlegri bridgekeppni að- ildarfélaga Hamragarða. Að þessu sinni kepptu 12 pör í fimm umferð- um og sýndu margir mikla keppnis- hörku og skemmtilegan leik. Að þessu sinni urðu þeir Jörgen Þór Halldórsson og Hreinn Magn- ússon hlutskarpastir með 624 stig, í öðru sæti Sigrún Steinsdóttir og Alois Rachhoffel með 595 stig og í þriðja sæti þeir Karl Stefánsson og Kristinn Guðnason með 583 stig. Keppt var um Osta- og smjörsölu- bikarinn sem keppt hefur verið um síðan 1973 og enn hefur enginn unnið til eignar. Keppnisstjóri var Sigrún Steins- dóttir en á meðfylgjandi mynd sjást sigurvegararnir við spilaborðið. HLYNUR 15

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.