Hlynur - 15.12.1984, Blaðsíða 34

Hlynur - 15.12.1984, Blaðsíða 34
Ormar Skecjgjason hefur unniö hjá Sambandi Isl. Samvinnufélaga um 28 áratímabil og gegnt þarýmsum ábyrgðarstörfum af alúð og dugn- aði. Síðustu 15-20 ár hefur Ormar starfað í húsi því sem nú ber nafnið Torgið og hefur lengst af verið þar verslunarstjóri og síðustu ár framkvæmdastjóri og þá einnig fyrir Herraríkin. Hinn 1. nóv. sl. lét Ormar af störfum hjá Torginu og þá jafnframt hjá Sambandinu og mun flestum sem til þekkja finnast að þar sé einum góðum starfs- manni færra en áður. Við þessi tímamót var Ormari haldið kveðju- hóf og þar var honum flutt eftirfar- andi kvæði í nafni starfsfólks Torgsins: Söknuður Skrifstofan þín, Ormar er eyðileg og tóm og ekkert skráf í blöðum eða penna og enginn talar lengur og hlær með hlýjum róm. Þar hljótt er allt og dagsins stundir renna. Þetta er sú staðreynd sem nú er lýðum Ijós, það læðist kaldur blær um sálir manna. í fæðingunni andast sérhver fögur hugarrós. Hér fundum við þó áður gleði sanna. Þú horfinn ert úr Torginu og heldur þína leið, en hugir okkar fylgja þér úr hlaði og verða munu í ferðum með þér, ómælt æviskeið sem undirstrikuð Ijóð af þessu blaði. Þakkir okkar margfaldar er ekki unnt að tjá, en alla tíma varstu sannur maður sem húsbóndi og félagsbróðir fólki þínu hjá, með frjálslegt viðmót, ætíð hress og glaður. Við kveðjum þig með söknuði, en kyrrum okkar tár og kvörtum ei, en látum sönginn hljóma. í fortíðinni geymast munu þín og okkar ár sem áður gáfu dagsins striti Ijóma. Lóa Þorkelsdóttir Valný Benediktsdóttir í Hafnarfirði yrkir um vorið og ekki mun hún ein um sínar óskir: Sólin gyllir gróðurreit glaðir söngvar hljóma. Ó mig langar upp í sveit í angan vors og blóma. Og einnig: Nú Ijómar eygló Ijúf og hrein og lífsins eykur hag. Og fuglinn Ijóðar létt á grein sinn lista fagra brag. • Svohljóðandi kveðju fékk Land- samband íslenskra Samvinnu- starfsmanna frá Steinunni Sigur- björnsdóttur í Grimsey og sannast þar að víða eigum við fólk sem getur raðað orðum á snyrtilegan hátt svo úr verði Ijóð. Við sendum kveðjur til landa okkar á eyjunni við heimskautsbaug. Moldarnæringar meiðurinn þarfnast svo megi hann laugast í birtunni fagur Megi þér líka í för þinni farnast framundan langurog bjarturdagur. Sólin mun koma og sá yfir skini Syngjandi fuglar í laufinu vaka. Iðnir sér búa hreiður í Hlyni hlývindar munu þar undir taka. • Sjalfsagt er stundum erfiður róður- inn í peningamálum hjá Sverri Bergmann kaupfélagsstjóra á fsa- firði svo sem fleirum Að minnsta kosti sendi hann þessa vísu þegar hann greiddi jólakveðju eftir ítrek- un en hvort hann hefur meint hana í gamni eða alvöru skal ósagt látið en skemmtileg er hún hvort sem er. Okkar er skömmin og Ijóðurinn því erfiður er róðurinn. En við skulum borga þér góðurinn þótt galtómur sé sjóðurinn. • Eftirfarandi vísu orti ÓÞ í orðastað manns sem stundar hesta- mennsku i tómstundum: Skjól frá vanda vinnudags víst er gott að eiga og við fákinn leita lags - loftið hreina teiga. Og um veðurfræðina: Yfir landið banvænn berst bitur næðingurinn. Einn í hinsta vígi verst veðurfræðingurinn. 34 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.