Hlynur - 15.12.1984, Blaðsíða 12

Hlynur - 15.12.1984, Blaðsíða 12
STOPPAÐ A STÖÐYAR- FIRÐI í sumar var Hlynur f öllu sínu veldi á ferö á Austurlandi að leita sér sólar. Sem kunnugt er, eru þar margir fagrir firðir og allstaðar stendur samvinnuhreyfingin traustum fótum. Einn sá staður er Stöðvarfjörður. Þar hefur starfað kaupfélag síðan 1931 og nær starfssvæði þess líka yfir Breiðdal- inn og rekur það útibú á Breiðdals- vík. Núverandi kaupfélagsstjóri tók við 1. júlí sl., Friðrik Guðmundsson sem er frá Breiðdalsvík en var áður útibússtjóri Kf. Borgfirðinga á Akranesi. Kona hans er Alda Oddsdóttir og eiga þau einn son enn sem komið er. Það liggur í hlutarins eðli að starfsmannafélagið er ekki mjög fjölmennt en starfar þó. Formaður þess er Jóhann Jóhannsson versl- unarstjóri. Á þessum síðum birtum við nokkrar myndir frá Stöðvarfirði og starfsfólki kaupfélagsins þar. Síðar munum við koma með myndir frá Breiðdalsvfk. Þetta er verslunar- og skrifstofuhúsið á Stöðvarfirði en það var tekið í notkun í júni 1982. Þar stóðu yfir miklar framkvæmdir utandyra þar sem verið var að setja upp söludælu ESSO og lagfæra planið. Þetta er hún Ester Pálsdóttir að afgreiða viðskiptavini. Friðrik Guðmundsson, kaupfélagsstjóri. Jónína Margrét Einarsdóttir sveiflar kvarðanum þar sem hún er við afgreiðslu á vefnaðarvörunni. 2 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.