Hlynur - 15.12.1984, Blaðsíða 21

Hlynur - 15.12.1984, Blaðsíða 21
Göngum ekki á „dönskum“ skóm Eins og áður hefur verið greint frá hér í blaðinu var ætlunin að starfs- maður LÍS, Guðmundur Logi Lár- usson ferðaðist um landið nú í haust og heimsækti starfsmannafé- lögin. HLYNUR hafði því samband við hann og spurði frétta af ferðum hans. - „Ég fór fyrst til Vestfjarða, flaug til ísafjarðar 25. september og ók þaðan suður firði til Flateyrar, Þingeyrar og Patreksfjarðar. Næst hélt ég til Vopnafjarðar og var þar 8. október. Þaðan fór ég til Þórs- hafnar, Kópaskers og Húsavíkur. Austfirðir urðu næstir f röðinni. Ég fór til Egilsstaða 17. október og heimsótti síðan félög á Eskifirði, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Höfn. Einnig kom ég við á Reyðarfirði og á Breiðdaisvík. Ég sat stjórnarfundi í öllum framangreindum starfs- mannafélögum og rakti þar starf LÍS og KPA op gerði grein fyrir hugmyndum LIS um samvinnu- vörukynningu. Á flestum þessum stöðum ræddi ég einnig við kaupfé- lagsstjórana um sömu mál og víða spjallaði ég við verslunarstjóra og á nokkrum stöðum við starfsfólk í verslunum. Flestir eru sammála um ágæti þess og nauðsyn að samvinnustarfsmenn gangi fram og vekji athygli á framleiðsluvörum hreyfingarinnar og allstaðar er áhugi á að gera eitthvað til að kynna samvinnuvörur. Á nokkrum stöðum er áhugi á að halda fjöl- skyldusamkomur eða „opið hús“ með kynningum, tískusýningu, skemmtiefni og fleiru. Annarsstað- ar hefur fólk hug á að standa fyrir kynningum í verslunum og á nokkr- um stöðum munu fréttabréf kaupfé- laga birta greinar um samvinnuvör- ur og gildi þess að kaupa þær.“ - En hvað með starfið í félögun- um? - „Það er mjög mismunandi. Sum eru nærri dauð en önnur eru vel frísk og starfa mikið. Hins vegar virðist það sama vera uppi á teningnum víða, að lítll kjarni stendur fyrir flestu því sem gert er, en þorri félagsmanna er óvirkur. Víðast eru þó haldnar árshátíðir og flestar hafa verið vel sóttar. Þó nokkur félög hafa haldið sumar- hátíðir eða farið í sumarferðir. Þátttaka hefur verið misjöfn en allt virðist hafa tekist vel og þáttakend- ur ánægðir. Orlofshúsin voru vel nýtt í sumar og víða er áhugi á að koma upp húsum. Nokkur félög hafa sýnt hug á að reisa orlofshús að Breiðumýri og eins eru félög sem vilja skifta á húsum við aðra um tíma. Á næstu árum verður það eflaust vaxandi verkefni hjá LÍS að hafa milligöngu um slík skifti." - Hvernig hefur þér verið tekið á þessum ferðum þínum? - „Frábærlega vel alls staðar. Víða hefur fólk fórnað heilu dögun- um í að sýna mér staðinn sinn og atvinnulífið þar. Matur og gisting hefur víða staðið til boða og ég stend í mikilli þakkarskuld við alla þá sem greitt hafa götu mína.“ - En víkjum aftur að samvinnu- vörukynningunni. Hvað erá döfinni á næstunni? - „Hér á Akureyri erum við að undirbúa kynningu dagana 24. og 25. nóvember. I Félagsborg, sam- komusal verksmiðjanna, kynnum við ýmsar framleiðsluvörur sam- vinnuverksmiðjanna á Akureyri. Þar verða deildir frá Kjötiðnaðar- stöð KEA, Mjólkursamlagi KEA, Brauðgerð KEA, Efnagerðinni Guðmundur Logi Lárusson. Flóru, Efnaverksmiðjunni Sjöfn, Ullar- og Skinnaiðnaði Iðnaðar- deildar og Fata- og Skóiðnaði Versl- unardeildar. Samvinnutryggingar og Húsnæðissamvinnufélagið Búseti vekja líka athygli á sinni starfsemi. Þarnaverðaeinnigýms- ar uppákomur svo sem tískusýn- ingar, leikþættir, skemmtiþættir og söngur. Þannig ætla starfsmenn að vekja athygli á framleiðsluvör- um sínum og kanna um leið hvort hægt er að setja upp svipaðar kynningar víða um landið.“ - Hvaða vinning ætiið þið að hafa af öllum þessum fyrirgangi? - „Samvinnustarfsmenn vilja sýna að þeim er annt um sín fyrirtæki og vilja vöxt og viðgang þeirra sem mestan til að tryggja atvinnu þeirra sem þar starfa nú og skapa atvinnu handa fleirum. Ein- hver kallaði atvinnuleysið hér á landi „heimatilbúin móðuharðindi" og ég er honum sammála. Eitt dæmi því til suðnings. Að meðaltali kaupir hver Islendingur þrjú pör af skóm árlega, en hann velursérskó framleidda hér heima aðeins fjórða hvert ár og þá aðeins eitt par. Svipað er ástandið í sölu og fram- leiðslu á buxum. Meirhlutinn er innfluttur. Ábyrgur maður trúði mér fyrir því á dögunum að ef hver íslendingur keypti sér einar ís- lenzkar buxur og eina íslenska skó á ári sköpuðust tvöhundruð til tvö- hundruð og fimmtíu ný störf í þessum iðngreinum og sama er uppi á teningnum á öðrum sviðum. Hér er því þarft mál á ferðinni og ef árangur næst verður það okkur öllum til góðs.“ HLYMUR 2I

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.